Alls ekkert óviðeigandi umræðuefni. Gerjun kemur að sögu í mörgum geymsluaðferðum fyrir kjöt.
Ég hef gert eitthvað af því að grafa og salta kjöt og fisk. Hef einnig lesið mig nokkuð til í að reykja og stefni á að kíkja norður í Aðaldal til frænda vinar míns sem á og starfrækir reykhús í Haust og kynnast þeim fræðum enn frekar.
Hinsvegar hef ég nokkra reynslu af því að para þessa rétti með bjór. Það að para mat með bjór er náttúrulega skemmtileg iðja og það er mikilvægast að treysta sínum eigin smekk. Það er ekkert rétt eða rangt í þessu, en það er samt sumt sem að passar betur og á frekar við heldur en annað. Einsog allir vita gengur hangikjöt engan veginn upp með víni. Ég hef fundið nokkrar góðar paranir við bjór sem að mínu mati ganga vel upp. Má helst nefna góður Biére de Garde (einsog Jenlain eða Ch´ti) eða dubbel (sérstaklega frá Westmalle). Með grafnar gæsabringur myndi ég hiklaust mæla með Chimay Grand Réserve, sem að við fáum í hendurnar vonandi von bráðar. Eða jafnvel einhvern góðan maltríkan þýskan doppelbock einsog t.d. Ayinger Celebrator.
Gallinn er vissulega sá að flestir þeir bjórar sem að eru mjög spennandi eitt og sér eða mjög góð með mat fást ekki hér á fróni. Léttir lagerar eru frískandi og fín ein og sér (ég tala nú ekki um í sól og hita), en passa oft ekki vel með mat. Ég gæti rætt endalaust um þetta en hef þetta bara stutt í bili þar sem að ég þarf að fara að drífa mig í háttinn.