Fagun.is - Félag áhugamanna um Gerjun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Fagun.is - Félag áhugamanna um Gerjun

Post by Hjalti »

Ég er núna búinn að stofna lén, stofna spjall og eithvað svona. Þannig að grunnurinn að góðu samfélagi er svona við það að mótast.

Ég legg til að við hittumst eins fljótt og hægt er til þess að spjalla saman og skipuleggja hvernig við viljum hafa þetta í framtíðini.

Spurning svo hvort við ættum að hafa samband við fólk og reyna að auglýsa okkur pínu hjá t.d. ámunni og fleirum.

Ég mun ekki geta séð um þetta alveg sjálfur þannig að það væri alger snilld að fá smá hjálp að stilla og setja upp spjallborðið þannig að ef einhverjir hafa áhuga á því að gera það þá væri ég óendanlega þakklátur ef sú hjálp myndi berast.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fagun.is - Félag áhugamanna um Gerjun

Post by Eyvindur »

Ég er alveg til í að hjálpa eins og ég hef tíma til. Ef þú sendir mér einhvern admin aðgang gæti ég alveg kíkt á smá lagfæringar, og jafnvel skoðað language skrána... Það er svo sem ekkert sem liggur brjálæðislega á, þannig að ég get alveg dútlað í því. Maður á víst að heita þýðandi... Eins skal ég alveg taka að mér að vera umsjónarmaður með þér og sjá um viðhald og þvíumlíkt eftir föngum. En eins og ég segi þori ég ekki að lofa of miklu, þar sem ég hef nóg að gera. Vil þó ólmur gera hvað ég get.

Og jú, er ekki nauðsynlegt að við boðum til fundar við tækifæri til að ræða þetta allt í þaula? Fara vel yfir hvernig við viljum gera þetta allt saman og skipuleggja allar framkvæmdir. Köllum það stofnfund.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Fagun.is - Félag áhugamanna um Gerjun

Post by Andri »

Ég er til í að hjálpa eins og ég get, skal checka á því hvort ég geti búið til eitthvað logo.
Ég er að fara í sveinspróf í rafvirkjun núna og hef ekkert svo mikinn tíma eins og þið báðir.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Fagun.is - Félag áhugamanna um Gerjun

Post by nIceguy »

Hæ eruð þið með eitthvað LOGO :) Það væri skemmtilegra að setja logo inn á síðuna mína til að linka á þetta spjall. Þ.e.a.s EF það er til. Kannski ætti að halda logo samkeppni, menn geta komið með hugmyndir eða teiknað hehehe.

Kv

Freyr :mrgreen:
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Fagun.is - Félag áhugamanna um Gerjun

Post by Hjalti »

Mjög sniðugt að hafa logo samkeppni!

Held að það verður tekið upp á fundinum í kvöld barasta :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Fagun.is - Félag áhugamanna um Gerjun

Post by Andri »

Er með hugmynd, hef bara ekki komist í það að framkvæma hana.
Logoið væri kanski bara eins og textinn er núna

"Fágun (mynd hér af vínberjum, korni, humlum, osti (belju?) et cetera et cetera...)
Félag áhugamanna um gerjun"
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Bakkus
Villigerill
Posts: 3
Joined: 13. Oct 2009 10:40

Re: Fagun.is - Félag áhugamanna um Gerjun

Post by Bakkus »

Frábær að heyra. Hvernig getur maður gengið í félagsskapinn?
Hjalti wrote:Ég er núna búinn að stofna lén, stofna spjall og eithvað svona. Þannig að grunnurinn að góðu samfélagi er svona við það að mótast.

Ég legg til að við hittumst eins fljótt og hægt er til þess að spjalla saman og skipuleggja hvernig við viljum hafa þetta í framtíðini.

Spurning svo hvort við ættum að hafa samband við fólk og reyna að auglýsa okkur pínu hjá t.d. ámunni og fleirum.

Ég mun ekki geta séð um þetta alveg sjálfur þannig að það væri alger snilld að fá smá hjálp að stilla og setja upp spjallborðið þannig að ef einhverjir hafa áhuga á því að gera það þá væri ég óendanlega þakklátur ef sú hjálp myndi berast.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Fagun.is - Félag áhugamanna um Gerjun

Post by Andri »

Sæll Bakkus, við erum ekki enn búnir að stofna þetta sem félag en ef þú vilt vera meðlimur þá ertu bara velkominn held ég nú barasta.
Mæta bara á fundi og kynnast okkur aðeins, ég hef mjög gaman að þessum fundum
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply