Það má benda á það að það er líka hægt að gera sína eigin súrmjólk ef fólk hefur áhuga á því. Aðferðin er sú sama og með jógúrtið sem lýst er í öðrum þræði hérna. Gott að nota undanrennu, hita hana,kæla niður, bæta svo stofn útí, hægt að nota hvaða tegund sem er, og geyma yfir nótt við stofuhita, næsta morgun ertu þá kominn með þína eigin léttsúrmjólk, þarf svo kannski aðeins að hræra þetta upp og kæla svo. Hægt að búa til AB léttsúrmjólk svona td. bara prófa sig áfram.
Gríðarlega sniðugt og getur verið mjög mikill sparnaður í þessu. Hrein grísk jógúrt kostar hjá MS helvítis helling þannig að ef maður fjöldaframleiðir þetta þá getur þetta orðið gríðarlegur munur.
Jörvi Brauhaus
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Verst að ég er kominn með einhvers konar mjólkuróþol í seinni tíð, og verð að fara varlega í mjólkurvörur. Engu að síður get ég notað þetta í eldamennsku, bara ekki sem uppistöðu í máltíð...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór