Ég lagði í þennan fyrir nokkrum vikum. Ég þurfti að vísu að breyta uppskriftinni örlítið þar sem ég get ekki meskjað svona mikið í einu. Í sem stystu máli þá skar skar ég niður Pale Maltið og bætti við DME á móti í suðuna, þannig að ég endaði með nokkurn veginn sama OG og uppskriftin segir til um. Hann er enn í gerjun enda ætla ég ekki að tala um hann hér sérstaklega.
Hins vegar ætla ég að ræða hvernig ég gerði annan bjór úr honum líka. Ég ákvað að prófa að meskja kornið aftur, svo kallað Party Gale. Ég fékk innblásturinn frá þessu myndbandi hér
http://www.youtube.com/watch?v=QdQTN35crIM" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég var ekki alveg með á hreinu hvernig svona Party Gale er framkvæmt. Er nóg að skola bara kornið aftur eða þarf að fara í fulla meskingu? Ég ákvað að gera bara aðra meskingu. Meskjaði örlítið lengur en venjulega (75 mínútur við 78 gráður), skolaði ekki kornið á eftir til að þynna virtinn ekki of mikið út. Bætti líka smá DME í suðuna (það þarf líklega ekki ef þú ert með öll 10kg af korni). Endaði með 19l af virti sem var 1,049. Ekki sem verst fyrir korn sem maður annars hendir.
Til að setja þetta upp í Beer Smith kóperaði ég bara uppskriftina af Böðmóði en breytti nýtninni í 25%, þá fékk ég uppskrfit sem stóðst nokkurn veginn. Ég ákvað að humla hann eins og um IPA væri að ræða. Ég notaði afganga sem ég átti m.a. Magnum og Northern Brewer í 60 mínútur, Amarillo í 20 mínútur og blanda af Simcoe og Mosaic í lokin. IBU er 57 skv BeerSmith. Gerjaður með einum pakka af S-04 í 2 vikur við 18 gráður.
Útkoman varð S.O.B. (Son of Bö...). Kom mér skemmtilega á óvart. Hann er nokkuð léttur, FG var 1,014 sem gerir 4,6%. Ekki mjög þung fylling, en alveg ágætis humlabragð og lykt. Bara léttur og góður á svona heitum degi eins og í dag. Ekki sem verst fyrir "ókeypis" bjór.