Böðmóður - Barleywine

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
Elvarth
Villigerill
Posts: 14
Joined: 14. Dec 2012 17:13

Böðmóður - Barleywine

Post by Elvarth »

Hérna er uppskriftin af barleywine-ninu sem ég kom með á fundinn



Böðmóður

English Barleywine
Type: All Grain Date: 02/18/2013
Batch Size (fermenter): 19.00 l Brewer: elvar
Boil Size: 30.28 l Asst Brewer:
Boil Time: 120 min Equipment: drumbó brugg 19L
End of Boil Volume 20.28 l Brewhouse Efficiency: 60.00 %
Final Bottling Volume: 17.50 l Est Mash Efficiency 61.7 %
Fermentation: Ale, Two Stage Taste Rating(out of 50): 30.0

8.30 kg Pale Malt (Weyermann) (3.3 SRM) Grain 1 85.5 %
0.68 kg Caramunich III (Weyermann) (71.0 SRM) Grain 2 7.0 %
0.25 kg Munich II (Weyermann) (8.5 SRM) Grain 3 2.6 %
0.17 kg Caraaroma (Weyermann) (178.0 SRM) Grain 4 1.8 %
0.30 kg Sugar, Table (Sucrose) (1.0 SRM) Sugar 5 3.1 %
34.50 g Brewer's Gold [8.00 %] - Boil 60.0 min Hop 6 31.5 IBUs
20.00 g Magnum [14.00 %] - Boil 60.0 min Hop 7 32.0 IBUs
14.00 g Goldings, East Kent [6.40 %] - Boil 15.0 min Hop 8 5.1 IBUs
16.00 g Goldings, East Kent [6.40 %] - Boil 0.0 min Hop 9 0.0 IBUs
1.0 pkg Nottingham Yeast (Lallemand #-) [23.66 ml] Yeast 10 -

Beer Profile
Est Original Gravity: 1.099 SG Measured Original Gravity: 1.099 SG
Est Final Gravity: 1.019 SG Measured Final Gravity: 1.010 SG
Estimated Alcohol by Vol: 10.8 % Actual Alcohol by Vol: 11.9 %
Bitterness: 68.6 IBUs Calories: 964.4 kcal/l
Est Color: 20.8 SRM

Mash Profile
Mash Name: Single Infusion,
Medium Body, Batch Sparge Total Grain Weight: 9.70 kg
Sparge Water: 15.17 l Grain Temperature: 22.2 C
Sparge Temperature: 75.6 C Tun Temperature: 22.2 C
Adjust Temp for Equipment:

Reiknaði með 61 % nýtni en fékk 63 % . Hann endað í 1.100 hjá mér og uppgufunin var minni en ég reiknaði með þanig þetta voru 22 litrar. ekki verra
var með hann í c.a 3vikur í gerjun og setti hann þá á flöskur.

Kv.Elvar
Attachments
böðmóður.pdf
(50.4 KiB) Downloaded 1151 times
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Böðmóður - Barleywine

Post by hrafnkell »

Hvað var final gravity? Notaðirðu bara einn pakka af nottingham?

Hefði verið gaman að fá smakk, komst ekki á fundinn í gær :) Hvað er hann annars gamall?


Uppskriftin lúkkar allavega nokkuð vel :)
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Böðmóður - Barleywine

Post by æpíei »

Þessi var frábær, kominn á planið hjá mér. Takk!
Elvarth
Villigerill
Posts: 14
Joined: 14. Dec 2012 17:13

Re: Böðmóður - Barleywine

Post by Elvarth »

hrafnkell wrote:Hvað var final gravity? Notaðirðu bara einn pakka af nottingham?

Hefði verið gaman að fá smakk, komst ekki á fundinn í gær :) Hvað er hann annars gamall?


Uppskriftin lúkkar allavega nokkuð vel :)
Hann endað í 1.022. og notaði 2 pakka af geri

fór á flösku um miðjan febrúar þanig er freka ungur enþá.

Kem flösku á þig bráðlega...

Kv. Elvar
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Böðmóður - Barleywine

Post by helgibelgi »

Smakkaðist mjög vel þessi! :beer:
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Böðmóður - Barleywine

Post by æpíei »

Ég lagði í þennan fyrir nokkrum vikum. Ég þurfti að vísu að breyta uppskriftinni örlítið þar sem ég get ekki meskjað svona mikið í einu. Í sem stystu máli þá skar skar ég niður Pale Maltið og bætti við DME á móti í suðuna, þannig að ég endaði með nokkurn veginn sama OG og uppskriftin segir til um. Hann er enn í gerjun enda ætla ég ekki að tala um hann hér sérstaklega.

Hins vegar ætla ég að ræða hvernig ég gerði annan bjór úr honum líka. Ég ákvað að prófa að meskja kornið aftur, svo kallað Party Gale. Ég fékk innblásturinn frá þessu myndbandi hér http://www.youtube.com/watch?v=QdQTN35crIM" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég var ekki alveg með á hreinu hvernig svona Party Gale er framkvæmt. Er nóg að skola bara kornið aftur eða þarf að fara í fulla meskingu? Ég ákvað að gera bara aðra meskingu. Meskjaði örlítið lengur en venjulega (75 mínútur við 78 gráður), skolaði ekki kornið á eftir til að þynna virtinn ekki of mikið út. Bætti líka smá DME í suðuna (það þarf líklega ekki ef þú ert með öll 10kg af korni). Endaði með 19l af virti sem var 1,049. Ekki sem verst fyrir korn sem maður annars hendir.

Til að setja þetta upp í Beer Smith kóperaði ég bara uppskriftina af Böðmóði en breytti nýtninni í 25%, þá fékk ég uppskrfit sem stóðst nokkurn veginn. Ég ákvað að humla hann eins og um IPA væri að ræða. Ég notaði afganga sem ég átti m.a. Magnum og Northern Brewer í 60 mínútur, Amarillo í 20 mínútur og blanda af Simcoe og Mosaic í lokin. IBU er 57 skv BeerSmith. Gerjaður með einum pakka af S-04 í 2 vikur við 18 gráður.

Útkoman varð S.O.B. (Son of Bö...). Kom mér skemmtilega á óvart. Hann er nokkuð léttur, FG var 1,014 sem gerir 4,6%. Ekki mjög þung fylling, en alveg ágætis humlabragð og lykt. Bara léttur og góður á svona heitum degi eins og í dag. Ekki sem verst fyrir "ókeypis" bjór. :beer:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Böðmóður - Barleywine

Post by bergrisi »

Mjög sniðugt. Hef oft verið að spá í þetta.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Böðmóður - Barleywine

Post by gm- »

Party gile er mjög sniðugt, gerði það hérna:
http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=2685" onclick="window.open(this.href);return false;

Getur séð það þarna hvernig þetta er útreiknað, og btw þá er algjör óþarfi að meskja aftur, nóg að skola.

Byggvínið er ennþá að þroskast, en kúturinn af APA-inu er búinn, var góður sumarbjór, nokkuð keimlíkur Sierra Nevada Pale Ale.

Ætla að gera þetta í haust aftur, nema þá Russian Imperial stout og svo léttari porter úr second runnings
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Böðmóður - Barleywine

Post by æpíei »

GM einmitt, sá líka þinn þráð. Þetta er klárlega eitthvað sem ég geri aftur. Prófa þá bara skolun eingöngu. Þessir léttu "undanrennu" bjórar eru fínir til hversdagslegs brúks.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Böðmóður - Barleywine

Post by æpíei »

Ég er að smakka þennan tappaðan ágúst 2013 í kvöld, apríl 2020 og hann er ljúfur. Þrusu uppskrift frá meistara Elvari! Gerið þennan.
Post Reply