Það sem þarf:
- Einn brúsi af sítrónusafa (48oz)
- 1.7kg sykur
- US05 ger
- Vín tannin
- Gernæring
- Gerkraftur
Það er þægilegt að gera þetta í of stórum potti, til að hafa nóg pláss fyrir kalt vatn eftir suðuna.
Á meðan á þessu stendur er sterkur leikur að sótthreinsa gerjunarílát og áhöld sem verða notuð, ásamt því að bleyta upp í gerinu.
Því næst er potturinn fylltur af vatni (aðallega til að kæla þetta niður), og öllu hellt í gerjunarílátið. Ef það vantar vatn uppá þá er gott að bæta því við hérna. Því næst er gott að mæla hitann, til að vera viss um að gumsið sé komið undir 25°C til að gerið geti farið í. Sykurmæling er svo tekin (1.070 er ágætt að miða við) og gerinu, gernæringu, gerkrafti og tannin bætt í. Hugsanlega er gott að sjóða gernæringuna, kraftinn og tannín, en ég gerði það ekki.
Svo er beðið í 20-30 daga áður en sett er á flöskur og eitthvað fleira er gert. En ég er víst ekki alveg kominn þangað
Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta bragðast (sítrónubragð kannski?), en þetta er allavega skemmtileg tilraun sem er hægt að gera með lágmarks tilkostnaði.
Sjá nánari uppskrift hér
http://skeeterpee.com/?page_id=17" onclick="window.open(this.href);return false;