Jóladagatal 2017 , 20.des - Jólahundurinn

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Jóladagatal 2017 , 20.des - Jólahundurinn

Post by eddi849 »

Ég ákvað að brugga Santa paws clone fyrir dagatalið. Santa paws frá Brewdog er 4,5% og frábær bjór en ég vildi hafa hann aðeins meiri. Því þótt hann sé bragðgóður er hann svoldið þunnur. Ég áhvað því að hafa hann rétt yfir 5 % múrinn. Ég keypti kornið í því magni sem segir til í bókinni en bætti 70g við reykmaltið. Ég ætlaði síðan að bæta við Pale malt eftir þörfum til að hækka ABV-ið. Það þurfti hins vegar ekki því beersmith gaf upp est. OG 1050. Ég ákvað að meskja hann í 68°C til að fá smá boddí en í meskingu tók ég eftir að ég hafði gleymt höfrunum, en hugsaði að það þyrfti hvort sem er ekki því ég var með hærra ABV og ágætis meskihitastig. Samt sem áður er bjórinn frekar þunnur. Specialty maltið gefur mjög skemmtilegan keim af ristuðu bready bragði með hint af karmelu og dökku malti sem blandast vel saman , síðan kemur reyktabragðið sem tekur öll völd þegar bjórinn hitnar. Þetta er mjög áhugaverður bjór þar sem reykmaltið er í aðalhlutverk og gerir það að verkum að mér finnst bjórinn ekki alveg í jafnvægi því þegar bjórinn hitnar verður hann vel reyktur. Það er leiðinlegt því ég er mjög hrifinn af hvernig sérmöltin blandast saman í byrjun þegar hann er kaldur. Ég hugsa ef ég ákveð að brugga þennann aftur , þá myndi ég hafa hann í Barleywine styrk með minna af reykmalti, meira boddí og sleppa hunanginu því að ég held að það geri ekkert fyrir bjórinn bragðlega séð.

OG. 1.048
Fg . 1.009
ABV 4,9 %
IBU sirka 37
Manuka hunang úr Costco.

Vatnsviðbætur;
PH 5,49
C/S Ratio 0,43
Gifs 9,9g
Calsíum klóríð 4g
Sýra 88% 1,5 ml
Untitled.png
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
Post Reply