Jóladagatal 2017 15. desember - Sur a la mande

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Jóladagatal 2017 15. desember - Sur a la mande

Post by gm- »

Mig langaði til að gera öðruvísi jólabjór, þar sem ég er dáldið þreyttur á þessum venjulegu millidökku kryddbjórum.

Ég ákvað því að prófa að gera eftirréttinn ris a la mande sem súrbjór.

Ég notaði í hann um 0,5 kg af möndluflögum, appelsínuberki og smá vanillu, auk 3 kg af súrum kirsuberjum (tart cherries), sem gefa bjórnum þennan fagurrauða lit.

Helstu upplýsingar:
OG: 1.045
FG: 1.008
IBU: 0
Korn:
5 kg Vienna

Meskihitastig 66°C

Ketilssýrði eftir meskingu með 10 hylkjum af Lactobaccillus acidophilus úr heilsuhúsinu. Þessi baktería myndar greinilega mikið og ljót pellicle, þrátt fyrir að ég setti nóg af kolsýru yfir. Það kom ekki að sök, því hann var orðinn mjög bragðgóður eftir 2 daga við 37°C. Sauð hann þá, með 0,5 kg af möndluflögum, appelsínuberki af 3 appelsínum, og 1 vanillustöng í 15 mínútur.

Kældi og færði hann yfir í gerjunartunnu og gerjaði með 2 pökkum af US-05 í viku. Færði hann síðan í aðra gerjunartunnu yfir 3 kg af frosnum súrum kirsuberjum og leyfði honum að liggja á þeim í þrjár vikur.

Setti síðan á flöskur og kút 29. nóvember.

Niðurstaðan er temmilega súr, fagurrauður bjór, með ávaxtabragði og keim af möndlum, sérstaklega í lykt.
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Re: Jóladagatal 2017 15. desember - Sur a la mande

Post by eddi849 »

Engir humlar í þessu hjá þér ?
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Jóladagatal 2017 15. desember - Sur a la mande

Post by gm- »

Engir humlar í þetta sinnið
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Re: Jóladagatal 2017 15. desember - Sur a la mande

Post by eddi849 »

Kúl, hlakka til að smakka hljómar mjög spennandi ;)
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Jóladagatal 2017 15. desember - Sur a la mande

Post by æpíei »

Þessi er spennandi!
Post Reply