[Gefins] [Skipti] Bjórflösku safn

Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Post Reply
Valbergm
Villigerill
Posts: 5
Joined: 28. Jan 2016 16:26
Location: Reykjanesbær
Contact:

[Gefins] [Skipti] Bjórflösku safn

Post by Valbergm »

Sæl verið þið,

Nú hefur fjölskyldan mín stækkað og forgangs atriðin aðeins breytt og því er mál til komið að koma flösku safninu mínu í hendur einhvers sem virkilega vill safna og halda til haga. Safnið er með nálægt 200 flöskur, kannski meira? Í safninu eru flest allar flöskur sem Borg Brugghús hefur gefið frá sér. Það eru flöskur frá gamla Mjöð brugghúsinu (Jökul bjórarnir), flöskur frá Ölvisholt eins og, Péle og Vatnajökull. Flestar flöskurnar eru tómar, enda var tilgangurinn að ná miðunum af og setja í möppur sem ég kom mér aldrei að og mun líklegast ekki gera, en það eru nokkrar flöskur enn með bjór í (ég veit, alger kjánaskapur að sóa bjórnum).

Ég er til í að gefa safnið til einhvers sem virkilega vill halda safninu til haga og passa upp á það! Það eina sem ég bið er að, ef viðkomandi fær leið á því, að gefa það einhverjum öðrum. Nú, EF einhver er svo vel að sér að vilja skipta, þá er ég opinn fyrir að fá bjórkút með gashylki, eða eitthvað nytsamlegt í bruggið, en það er án efa langsótt, en má alltaf reyna :beer:

Þetta er frábær byrjun fyrir einhvern/einhverja sem vill byrja að safna bjórflöskum. Sá sem vill fá safnið, verður að sækja flöskurnar.
Kveðja,
Valberg, eigandi:
http://bjorspjall.is
http://heimabrugg.is
https://www.facebook.com/groups/Gruit.Ale/
https://www.facebook.com/groups/Bjorspjall/
https://www.facebook.com/groups/Heimabrugg/

Í bruggun;
Ekkert eins og er

Á flösku;
Hafra porter
Isabels delight v0.1 (Gruit)
Post Reply