Dómar frá bjórgerðarkeppninni 2017

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
dagny
Villigerill
Posts: 29
Joined: 10. Feb 2017 12:05

Dómar frá bjórgerðarkeppninni 2017

Post by dagny »

Kvöldið,

Þá er búið að henda dómarablöðunum á netið. Við tókum þá ákvörðun þetta árið að hafa það bara opið fyrir alla, sjá dómana hér: https://drive.google.com/drive/folders/ ... nl5RGhMSzg

Ef einhver keppandi er ekki sáttur við að hafa dómana sína opna þá getur sá hinn sami haft samband og við kippum þeim þá út. Sömuleiðis þá er ég búin að senda skilaboð á þá keppendur sem ég fann notanda fyrir hérna á Fágun með upplýsingum um númer hvað bjórinn þeirra var - en ef þig vantar þessar upplýsingar þá máttu skella í eitt komment hér fyrir neðan og ég sendi þér númerið.

Einnig þá tók ég bara myndir af þessu frekar en að skanna inn, þannig að ef að gæðin eru ekki nógu góð fyrir þig þá er alveg velkomið að hafa samband og fá bara blöðin sjálf í hendurnar. Ég get samt því miður ekki aðstoðað í þeim tilfellum þar sem dómarinn skrifaði í læknaskrift.

Annars vil ég bara enn og aftur þakka fyrir góða keppni!
Post Reply