
Ég spurði líka David að því hvenær væri besti tíminn til að gera svona spontant bjóra. Hann talaði um þegar sumri hallar, rétt áður en haustið skellur á. Hjá honum í Oregon er það í lok október, en hjá okkur er það núna í lok ágúst! Það er því ekki seinna vænna en að fara plana spontant bjór.
Ég gerði svona bjór í fyrra. Uppskriftin var einföld: 49% af hvoru pilsner og hveiti og 2% Special B. Léttir humlar til að gefa ca 10 IBU. Ég á ekki coolship svo ég setti virtinn í tvær gerjunarfötur til að stækka yfirborðsflatarmálið. Svo setti ég net yfir föturnar (efni svipað og í meskipokum og fæst í Rúmfatalagernum) og kom þeim fyrir úti á palli. Netið er til þess að flugur (og kettir!) komist ekki í hann. Ég hafði hann úti ca 36 tíma og eftir það hófst gerjun frekar hratt. Þetta kom ekki hræðilega út

Í fyrra setti ég góðan slatta af sólberjum út í secondary. Sólberin eru mjög dóminerandi þó svo það hafi eitthvað dofnað. Í ár ætla ég að leita að einhverjum jurtum og setja í suðuna. Fer eftir því hvað ég finn: mjaðurt, vallhumall, fíflar, kerfill, njóli, hundasúra. Sjáum bara til. Það verður alla vega spennandi að smakka hann síðar í haust og vetur.