Afrakstur dagsins er fyrsta súröl mánagötunnar!
Michael Tonsmeire hvatti mig til þess að leggja í einn súrann í upphafi í bókinni sinni, American Sour Beers. Ég fylgdi leiðbeiningunum hans með uppskriftina, hann gefur ákveðin ramma sem uppskriftin þarf að uppfylla.
[EDIT: ákvað að henda inn þessum ramma sem ég vísa í fyrir ofan]
Original Gravity 1.040-1.060
Of há áfengisprósenta veldur því að erfiðara verður fyrir bjórinn að súrna auk þess að skapa vandamál við flöskuþroskun.
Minna en 20 IBU
Of mikil beiskja heftir bakteríustarfsemi.
Litur ljósari en 25 SRM
Passa að nota lítið sem ekkert ristað bygg sem spilar ekki saman við sýru.
Lítið sem ekkert humlað í lok suðu
Bjórinn mun gerjast í laaangan tíma og lykt frá humlunum löngu farin. Líka slæmt að hækka IBU töluna.
Virtur framleiddur alveg eins og venjulega
Ekkert of fancy mesking.
Gerjað með venjulegu öl/lager-geri ásamt súr-blöndu frá Wyeast eða White Labs
Öl/lager-ger og súrblanda bætt út í á sama tíma.
Mín uppskrift:
3 kg Pale Ale
0,5 kg Wheat Malt Pale
0,5 kg CaraMunich 2
= gefur 1.045 OG
6 gr Simcoe í 60 Mín - 10 IBU
Svo er S-04 og White Labs Flemish Ale Blend (inniheldur brett, laktó og pedíó)
- 26 okt 2014.jpg (57.28 KiB) Viewed 40453 times