Jólakötturinn - Jóladagatal 2015 #21

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Jólakötturinn - Jóladagatal 2015 #21

Post by helgibelgi »

Þetta er tilraunaútgáfa nr. 2 í leit minni að hinum fullkomna Stout. Þess má geta að uppskriftin er byggð á Lava frá Ölvisholti. Ég er mjög hrifinn af Lava svo að það var góður upphafspunktur til að vinna sig út frá. Þessi er frábrugðinn Lava á ýmsan hátt, en líklega helsta breytingin er reykta maltið og humlarnir.
Fyrri útgáfan af þessum bjór hjá mér var nákvæmlega eins að öllu leiti og þessi fyrir utan steinefnaviðbætur við meskivatnið. Í þessa útgáfu notaði ég meira af CaCl en ég hafði gert í fyrri útgáfuna, og hafði það þvílík áhrif! Í fyrsta lagi varð nýtnin mun betri svo að ég hitti á tölurnar nokkuð nákvæmlega. Í öðru lagi mun þægilegra bragð af bjórnum, súkkulaðimaltið (Carafa Special) ásamt CaraAroma maltið náðu bæði að skína meira í gegn og skila sér í bragðinu og beiskjan og ristin voru ekki eins áberandi (sem var eiginlega óþægileg í fyrri útgáfu). Þess má einnig geta að bjórinn hefur gott af smá þroskunartíma. Hann er góður strax, en verður bara betri með aldrinum!
jólabjór 2015.jpg
Uppskriftin er hér á vefsíðu Beersmith

Annars lítur hún svona út:

Magn - 21 lítrar
Nýtni - 59% (mikilvægt að miða við lága nýtni í svona stórum bjór)
Original Gravity - 1.097
Final Gravity - Í kringum 1.020
IBU - 55
ABV - í kringum 10%

Korn:
6,46 kg Pale Malt
0,82 kg CaraAroma
0,82 kg Carafa Special 1
0,40 kg CaraPils
0,40 kg Wheat Malt, Pale
0,20 kg Roasted Barley

Meskjað við 68,9°C í klukkutíma. Alveg fínt að fara í jafnvel hærra hitastig upp að ca. 70°C ef þú vilt fá hann örlítið sætari. Ef þú lendir í vandræðum með nýtinguna og ætlar að reyna að brugga hann aftur í von um betri nýtni, skaltu bara auka magnið á Pale Ale korninu (haltu hinu bara eins og það er).

Mikilvægt: Í meskivatn skal blanda 7 gr af CaCl (kalsíumklóríð) og 3 gr af gipsi. Ef þú átt ekki gips ætti að vera í lagi að sleppa því bara. En ef þú átt bara gips eða hvorugt skaltu sleppa þessu bara, en reyndu að redda þér CaCl.

Humlar:
146,50 gr Fuggles (4,3%) í upphafi suðu - gefa um það bil 55 IBU.

Annað:
1 kg Púðursykur bætt við í upphafi suðu. Gott að stela 1-2 lítrum og blanda við í sér íláti og dömpa síðan aftur út í (til að vera viss um að sykurinn leysis upp og lendi ekki á elementunum og brenni).

Ger:
2 pakkar af S-04 - Gerjast við 18-20°C í 4 vikur. Kolsýrður frekar vægt, kannski í mesta lagi 2 Vol.
User avatar
thorgnyr
Villigerill
Posts: 14
Joined: 26. Nov 2014 20:43
Contact:

Re: Jólakötturinn - Jóladagatal 2015 #21

Post by thorgnyr »

Er að brugg'ann núna... þetta verður geggjað.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Jólakötturinn - Jóladagatal 2015 #21

Post by helgibelgi »

thorgnyr wrote:Er að brugg'ann núna... þetta verður geggjað.
Ánægður með þig!

Er sjálfur með einn Jólakött í gerjun. Hann fer síðan á Flókaviskítunnu 8-)
Post Reply