Jóladagatal 2016, dagur 17 - Hazy Hátíðir, NE IPA

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Jóladagatal 2016, dagur 17 - Hazy Hátíðir, NE IPA

Post by gm- »

Ég er ekkert rosalega hrifinn af þessum "hefðbundnu" jólabjórum, sætir lagerar, dökk öl með allt of mikið af kryddum sem eiga bara heima í smákökum etc.

Svo ég ákvað að gera eitthvað rosalega ólíkt þeim bjórum, og endaði á vel humluðum IPA Í New England stíl, sem eru voðalega mikið í tísku í dag.

Uppskriftin var:
OG 1.060, FG 1.013, 6.2% ABV, IBU ~60, 22 lítrar c.a.

70% Pale ale malt
10% Solgryn hafrar
10% Maísflögur
5% Carafoam
3% Hvítt hveiti (euroshopper)
2% súrmalt

Meskjað í 60 mín við 68°C

90 mín suða, engir humlar í suðu.

150 gr af mosaic í 20 mín whirlpool
150 gr af simcoe í 20 mín whirlpool

Þurrhumlun
200 gr af mosaic í 4 daga
200 gr af simcoe í 4 daga

Gerjað með 3 ferskum pökkum af Wyeast London Ale III

Ég set hann á flöskur í kvöld (24.11), svo vinsamlegast geymið hann við stofuhita í 2 vikur eða svo áður en hann er drukkinn þann 17. des.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Jóladagatal 2016, dagur 17 - Hazy Hátíðir, NE IPA

Post by hrafnkell »

Ansi hætt við því að ég drekki þennan 5-10 des :)
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Jóladagatal 2016, dagur 17 - Hazy Hátíðir, NE IPA

Post by gm- »

hrafnkell wrote:Ansi hætt við því að ég drekki þennan 5-10 des :)
Auðvitað bestur sem ferskastur. Gefðu honum bara nokkra daga til að kolsýrast :)

Hér er miðinn líka:
Attachments
midi jol.jpg
midi jol.jpg (138.32 KiB) Viewed 8085 times
Post Reply