Jólabjórinn

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Jólabjórinn

Post by eddi849 »

Langaði bara að forvitnast hvað fólkið hérna ætlaði að brugga fyrir jólinn. Sjálfur hef ég ekki haft tímann enþá og er til í hugmyndir en hugsa að ég henndi í milk stout sem fer þá líka í jóladagatalið Fágunar.
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Jólabjórinn

Post by helgibelgi »

Ég ætla að gera ketilsýrðan IPA. Ætlaði fyrst að gera Stout, sem ég frestaði síðan of lengi að gera, þannig að IPA er mun meira "safe" tímalega séð, þó hann sé ketilsýrður. Er þó líka með Belgískan Blonde í gerjun sem gæti reynst góður um jólin.

Þarna ertu með þrjár hugmyndir :)
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Re: Jólabjórinn

Post by eddi849 »

Ákvað að henda í mjólkur stout , hugsaði einmitt að það væri lítill tími til þorskunar en þúst ... living on the edge :D
bhi.png
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Jólabjórinn

Post by Sindri »

Ég verð með stout 2.des
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Jólabjórinn

Post by hrafnkell »

Ég gerði milk stout í fyrra, og það voru 1-2 aðrir milk stoutar í jóladagatalinu. Ætli ég reyni ekki að finna upp á einhverju öðru í þetta skiptið, reyna að fara út fyrir comfort rammann í bjórstílum :)
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Jólabjórinn

Post by æpíei »

Ef þið eruð að tala um jóladagatalið þá fer hver að verða síðastur að brugga fyrir það. Skiptin verða væntanlega síðustu vikuna í nóv. Ég verð með wheat wine sem ég bruggaði í september. Það er í það knappasta að hann verði nógu þroskaður en það hlýtur að reddast.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Jólabjórinn

Post by hrafnkell »

æpíei wrote:Ef þið eruð að tala um jóladagatalið þá fer hver að verða síðastur að brugga fyrir það. Skiptin verða væntanlega síðustu vikuna í nóv. Ég verð með wheat wine sem ég bruggaði í september. Það er í það knappasta að hann verði nógu þroskaður en það hlýtur að reddast.
Nægur tími, nema maður sé alveg í byrjun des kannski. Fer algjörlega eftir stíl og hvernig maður setur á flöskur reyndar :)
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Re: Jólabjórinn

Post by eddi849 »

Var ekkert endilega að meina með dagatalið, bara gaman að sjá hvað aðrir eru að brugga fyrir jólin. En lagði í mjólkur stoutinn í gær, minni að við séum með 11.des þetta sleppur alveg þótt að lengri þroskun væri ekkert vitlaust.
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Jólabjórinn

Post by æpíei »

hrafnkell wrote:
æpíei wrote:Ef þið eruð að tala um jóladagatalið þá fer hver að verða síðastur að brugga fyrir það. Skiptin verða væntanlega síðustu vikuna í nóv. Ég verð með wheat wine sem ég bruggaði í september. Það er í það knappasta að hann verði nógu þroskaður en það hlýtur að reddast.
Nægur tími, nema maður sé alveg í byrjun des kannski. Fer algjörlega eftir stíl og hvernig maður setur á flöskur reyndar :)
Ég var bara að benda á að hann yrði amk að vera kominn í flösku þá. Það eru rúmar 2 vikur til stefnu, só start your enzymes! :lol:
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Jólabjórinn

Post by gm- »

Ég verð með New England IPA í Jóladagatalinu, rosalega skýjaður og humlaður í drasl. 12 dagar í gerjun og svo 12 dagar í flösku ætti að duga fyrir IPA :)
antonva
Villigerill
Posts: 1
Joined: 5. Apr 2016 13:02

Re: Jólabjórinn

Post by antonva »

Ákvað að vera full metnaðarfullur og bjóða uppá 7 tegundir um jólin. Af þeim 7 eru 3 komnir á kút, 2 í gerjun og aðrir 2 þurfa víst að bíða þar til í lok mánaðarins.

"Taplistinn" er svohljóðandi

1. Doppelbock
2. Tri Pepper Pils (jalapeno, habanero, poblano)
3. Kókos Porter
4. Aprikósu Weisse (Úr Brewing Classic Styles)
5. Jólabjórinn sem Eyvindur póstaði hér um árið.
6. Bee Cave með smá "tvíkuðum" (fyrirgefðu Jónas Hallgrímsson) humlaprófíl.
7. Uppvaknings Ryk afritið frá brew.is

Svo er ég nú með heilan kút af porter til vara ;)
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Re: Jólabjórinn

Post by eddi849 »

antonva wrote:Ákvað að vera full metnaðarfullur og bjóða uppá 7 tegundir um jólin. Af þeim 7 eru 3 komnir á kút, 2 í gerjun og aðrir 2 þurfa víst að bíða þar til í lok mánaðarins.

"Taplistinn" er svohljóðandi

1. Doppelbock
2. Tri Pepper Pils (jalapeno, habanero, poblano)
3. Kókos Porter
4. Aprikósu Weisse (Úr Brewing Classic Styles)
5. Jólabjórinn sem Eyvindur póstaði hér um árið.
6. Bee Cave með smá "tvíkuðum" (fyrirgefðu Jónas Hallgrímsson) humlaprófíl.
7. Uppvaknings Ryk afritið frá brew.is

Svo er ég nú með heilan kút af porter til vara ;)
Þetta hljómar eins og ,,helluð" jól ;)
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
Post Reply