Herman Elías. (súrdeigskaka)

Post Reply
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Herman Elías. (súrdeigskaka)

Post by eddi849 »

Sælir gerlar.

Fannst þetta eiga heima hérna frekar en í ,,matur'' þar sem þetta er súrdeig.
Mér var gefið afleggjara af súrdegi og þegar ég kom heim með degið sagði tengdamóðir mín að þetta minnti hana á Hermann Elías. Hermann Elías er kaka sem á það sameiginlegt með súrdegi að hafa flakkað á milli manna þ.e.a.s að fólk gefur vini sínum afleggjara og skrifar þeim svo kallað ,,Hermanns Elíasar bréf".

Hún hafði fengið afleggjaran gefins og það kemur ekki fram í leiðbeiningunm hvernig það á að byrja að gera hann Hermann Elías. Ég var nokkuð viss um að þetta hlyti að vera súrdeig og ákváðum við að skella í starter.

Svona voru fyrirmælin.
herman 1.png
herman 2.png
Súrdegið sem ég fékk gefins og hafði ræktað upp.

Image

Búið að bland í starter.
Image

Image


Eftir nokkra daga var starterinn aðeins búinn að stækka.
Image

Mötun 2 búinn og smá fjölgun.
Image

Starterinn fór að lykta svolitið skemmtilega og minnti lyktinn glettilega á jógúrt.

Kökudeigið.
Image

Kakan.
Image
Þetta var skemmtileg tilraunarstarfsemi og tilbreyting á súrdeigsgerð. Eins og er þá á ég einn auka aflegjar ef einhver vill reyna á þetta endilega hafið samband.

Kveðja Eyþór Helgi
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
Post Reply