Grisette - bjórstíll mánaðarins okt 2016

Í þessari umræðu birtast greinar sem byggðar eru á fræðsluerindum á mánaðarfundum Fágunar. Ekki er ætlast til að hér séu settar inn spurningar eða beiðni um aðstoð. En öllum er frjálst að kommenta á greinarnar og koma með frekari fróðleik og ábendingar.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Grisette - bjórstíll mánaðarins okt 2016

Post by æpíei »

Ég hef lengi verið áhugasamur um grisette, bjórstíl frá Belgíu sem er nú nærri horfinn. Þetta er léttur bjór, milli 3-4% abv. og svipar til saison. Heimildir um þennan bjórstíl byggja helst á gömlum minnum því grisette hefur ekki verið framleiddur í nokkurn tíma. Þó virðist helst víst að hann byggir á pilsner malti, er nokkuð bitur og gerjaður með saison geri til að gera hann þurran.

Ég hef áður birt hér á vefnum uppskrift af grisette. Sá var byggður á grisette sem ég smakkaði erlendis og var bragðbættur með greipávöxt http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=3582

Nú rakst ég á grein þar sem höfundurinn hefur lagst í nokkra vinnu við að finna út hvernig grisette hefur í raun verið. Hann vill meina að það sé talsvert af hveiti líka á móti pilsnernum. Þá talar hann um humlana og telur að humlar hafi aðallega verið notaðir til að fá fram bitru, en það megi jafvel líka þurrhumla með úrvals evrópskum humlum. Þetta er áhugaverð grein og mæli ég með að fólk lesi hana http://www.horscategoriebrewing.com/201 ... d-and.html

Byggt á þessu þá hef ég sett upp nýja grisette uppskrift.

27l, 80% eff, OG 1,036, FG 1,005, alc 4,1%, IBU 30, 90mín suða

3,10 kg pilsner
0,54 kg maltað ljóst hveiti
0,27 kg hveitiflögur
50g saaz 60 mín
50g saaz 15 mín
15g styrian golidings þurrhumla 5 daga

Blanda af 3711 French saison og 3724 Belgian saison geri

Ég ætla að henda í þennan við fyrsta tækifæri.
Post Reply