Þegar maður segir frá þessu þá fara sumir að fussa og sveija og trúa því að bjórinn verði þá brennisteins og kísilmengaður viðbjóður. Það er alrangt. Ég hef engan bragðmun fundið og held ennþá heilsunni.
En ég hef verið forvitinn um hver efnasamsetning heita vatnsins sé en gengið illa að ná í þær upplýsingar. Eftir mikla google og or.is leit þá gafst ég upp og sendi tölvupóst á Orkuveitu Reykjavíkur. Stuttu seinna barst svar:
"Vegna spurningar þinnar um efnainnihald heita vatnsins í Reykjavík þá eru efnagreiningar á hitaveituvatni er að finna í Umhverfisskýrslu Orkuveitu Reykjavíkur.
http://www.or.is/umhverfi-fraedsla/umhv ... l#umhverfi
Umhverfisskýrsla 2014. https://www.or.is/sites/or.is/files/umh ... r_2014.pdf
Í Viðauka 3 bls. 67 er tafla með efnagreiningunum. Vatn frá lághitasvæðunum í Laugarnesi, við Elliðaár, frá Reykjum og Reykjahlíð getur blandast saman í öllum hlutföllum og er það vatn í hverfum vestan Elliðaáa. Vatn frá Nesjavöllum og Hellisheiði blandast saman en ekki saman við vatnið frá lághitasvæðunum. Það vatn fer aðallega í suðurbyggðir höfuðborgarsvæðisins, Kópavog, Garaðbæ, Hafnarfjörð auk nokkurra svæða austan Elliðaáa.
Á Háaleitisbraut er vatnið því frá lághitasvæðunum, trúlega mest frá Laugarnessvæði en gæti einnig verið blandað af vatni frá Reykjum og Reykjahlíð.
Sjá ennfremr umfjöllun á bls. 11 – Stýring lághitaauðlindar og á bls. 20 – Aðgangur að hitaveitu."
Flott svar frá OR og til að flýta fyrir þá pósta ég töflunni sem ég hafði mestann áhuga á hérna:

Annað sem ég vildi vita og var búinn að finna á or.is er upplýsingar um hvort heita vatnið hjá mér sé úr borholum eða upphitað kalt vatn, þær upplýsingar er að finna hér:
http://www.or.is/thjonusta/heitt-vatn/h ... arsvaedinu

Annað áhugavert í skýrslunni:
Bls. 68: Efnagreining heita vatns á landsbyggðinni
Bls. 70: Efnagreining á köldu vatni á höfuðborgasvæðinu
Bls. 72: Efnagreining á köldu vatni á Landsbyggðinni