Bruggkeppni Fágunar 2016

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by æpíei »

Kæru félagar. Bruggkeppni Fágunar og sjálft keppniskvöldið er stærsti viðburður ársins í starfsemi félagsins. Í ár verður keppnin haldin þann 7. maí í sal Sjálfstæðisfélags Seltirninga, Austurstönd 3, vestan við Eiðistorg. Dagskrá kvöldsins byrjar kl. 20:00. Stefnt er að því að tilkynna úrslit í keppninni um 21:30. Eftir það mun ríkja almenn gleði fram til kl. 1.

Allir eru velkomnir á keppniskvöldið, jafnt keppendur, félagsmenn Fágunar sem og aðrir gestir. Aðgangseyrir er 2.500 kr en frítt er fyrir félagsmenn sem greitt hafa árgjald 2016. Þátttökugjald er 2.500 fyrir hvern bjór í keppnina, en allt að tvær innsendingar eru ókeyps fyrir félagsmenn skv. reglum keppninnar. Það er því full ástæða til að ganga í félagið hafir þú hug á að senda inn bjór eða tvo og koma á keppniskvöld, því félagsgjaldið er einungis 5.000. Sjá hér hvernig þú skráir þig í félagið.

Flokkarnir í ár eru 3: villigerjaðir bjórar, IPA og allir aðrir bjórar. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir 1-3. sæti í hverjum flokki. Auk þess verða nokkur aukaverðlaun fyrir áhugaverða og frumlega bjóra og hönnun. Auk þess verður fjöldi verðlauna fyrir gesti á keppniskvöldi dregin út.

Í boði verða veitingar, léttur matur og úrvals bjór frá helstu mícró brugghúsum landsins. Allar veitingar eru ókeypis og innifaldar í aðgangseyri. Þar sem þetta er uppskeruhátið heimabruggara eru gestir hvattir til að koma með sinn eiginn heimabruggaða bjór og gefa öðrum að smakka, hvort heldur á flösku eða á kút. Vinsamlegast hafið samband við Fágun fyrirfram ef þið hyggist koma með kút.

Líkt og undanfarin ár verður útbúið sérstakt keppnisglas. Við erum enn að vinna í hönnun á því og munum kynna það bráðlega auk upplýsinga um verð og hvernig hægt er að panta það fyrirfram. Þau sem panta og greiða glasið fyrirfram fá það á verulegum afslætti.


Nánar um keppnina

Hér að neðan eru reglur keppninnar birtar. Keppendur þurfa að kynna sér þær og staðfesta á skráningarblaði að þeir samþykki þær.

Síðasti skiladagur er miðvikudagurinn 4. maí. Fylla þarf út skráningarblað fyrir hvern bjór og prenta út miða sem líma skal á hverja flösku. Flöskur mega ekki vera merktar á neinn annan hátt. Hér að neðan eru tvær útgáfur af skráningarblaðinu: Excel skjal er heppilegast því þá fyllast út flöskumiðar sjálfkrafa. Fylla skal í alla appelsínugula reiti og staðfesta skil með undirskrift. Einnig er pdf útgáfa sem þarf að prenta út og skrifa á með penna.
Skráningarblað Bruggkeppni 2016.xlsx
(40.49 KiB) Downloaded 755 times
Skráningarblað Bruggkeppni 2016.pdf
(52.33 KiB) Downloaded 730 times
Hægt er að skila af sér bjórum fram til kl. 18:00 5. maí á eftirfarandi stöðum:

Brew.is Askalind 3, bakatil (síðasti skilafrestur kl. 18:00 4. maí)
Oddagata 6 101, Sigurður 692 6141
Reykás 41 110, Margrét 778 0780
Laufengi 4 112, Sigurjón 862 8105

Gangi ykkur vel og góða skemmtun!




Keppnisreglur Bruggkeppni Fágunar 2016

• Einungis “heimabruggaðir” bjórar sem bruggaðir eru af keppendum eru gjaldgengir í keppnina. Með “heimabruggaðir” er átt við að bjór sé ekki bruggaður í græjum sem tilheyra atvinnubrugghúsi
• Ef fleiri en einn aðili kemur að bruggun bjórsins skal tiltaka alla bruggara eða hópnafn. Ef bjór hlýtur viðurkenningu eða vinnur til verðlauna teljast allir bruggarar/hópurinn sem sigurvegari ef við á
• Skila skal inn 6 (sex) 330ml flöskum eða stærri af hverjum bjór. Síðasti skiladagur er miðvikudagurinn 4. maí 2016.
• Keppanda ber að skila inn skráningarblaði fyrir hvern bjór og líma sérstaka keppnismiða á hverja flösku. Flöskur mega ekki vera merkar á neinn þann hátt að hægt sé að tengja þær við keppendur
• Þátttökugjald er kr. 2.500 á hvern innsendan bjór. Bjór er ekki gjaldgengur í keppnina nema gjald sé greitt að fullu.
• Sérhver félagsmaður í Fágun sem greitt hefur félagsgjald fær undanþágu á þátttökugjaldi fyrir allt að tvo bjóra sem sendir eru í keppnina, að því uppfylltu að félagsmaðurinn sé sjálfur bruggari eða meðbruggari bjórsins. TIl að fá undanþágu fyrir annan bjórinn þurfa bjórarnir tveir að vera í sitthvorum flokknum.
• Keppandi skal tilreina stíl fyrir hvern innsendan bjór. Stíllinn skal vera vel lýsandi fyrir bjórinn. Einnig skal tiltaka sérstök aukaefni sem notuð eru við gerð bjórsins sem hafa áhrif á bragð eða áferð hans. Dæmt verður meðal annars eftir því hversu vel bjórinn fellur að lýsingunni.
• Innsendum bjórum er skipt í 3 flokka er tilgreindir eru hér að neðan. Keppanda ber að tilgreina í hvaða flokk bjórinn fellur. Dómnenfnd getur þó fært bjór til milli flokka ef ástæða er til.
o Fyrsti flokkur eru villigerjaðir bjórar, þ.e. allir bjórar sem nota örverur aðrar en hefðbundnar sem fást úr geri. Allir súrir bjórar, brettaðir, súrmeskjaðir eða hvað annað sem telst ekki hefðbundið í þessum skilningi, falla undir þennan flokk.
o Annar flokkur eru IPA bjórar, hvort heldur hefðbundnir vesturstrandar IPA, rúg, hvítir, svartir eða belgískir o.s.frv.
o Þriðji flokkur eru allir aðrir bjórar.
• Viðurkenningar verða veittar fyrir 1. til 3. sæti í hverjum flokki.
• Besti bjór keppninnar verður valinn einn af þeim 3 bjórum sem hafna í 1. sæti í hverjum flokki
• Aukaverðlaun verða veitt fyrir frumlegasta/áhugaverðasta bjórinn að mati dómnefndar
• Akkaverðalun verða veitt fyrir besta bjórnafnið að mati dómnefndar. Ekki er skylda að nefna bjóra.
• Aukaverðlaun verða veitt fyrir besta heildarútlit á flösku að mati gesta á keppniskvöldi. Ekki er skylda að taka þátt í þessari hliðarkeppni en ef keppandi kýs að taka þátt skal skila inn einni auka flösku (7. flaskan) af bjór sem sendur er í keppnina, sem má vera merkt eða útfærð á hvern þann hátt sem keppandi kýs.
• Að lokinni keppni verða birt dómarablöð með dómum um alla bjóra sem tóku þátt í keppninni.
• Uppskriftir bjóra sem sendir eru í keppnina verða eign keppanda. Mælst er til að sigurvegarar birti uppskriftir á fagun.is
• Ef vafi leikur á að innsendur bjór uppfylli skilyrði þessi hefur dómnefnd loka-ákvörðun varðandi hæfni bjórsins til að taka þátt í keppninni. Ef bjór er vísað úr keppni fæst þátttökugjald ekki endurgreitt.
einaroskarsson
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by einaroskarsson »

Hljómar virkilega vel :)
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by æpíei »

Ég mun koma á mánaðarfund Fágunar í kvöld og kynna keppnina nánar. Fundurinn er á Mikkeller og hefst kl. 20:00.

Nokkur atriði eru að komast á hreint. Í ár verður þetta meira en bara keppniskvöldið. Við fáum 2 gesti frá New York sem munu annast nokkra viðburði. Ég vil byrja á að kynna þau aðeins.

Hjónin Chris Cuzme og Mary Izett kynntust gegnum sameignlegan áhuga á bjór og bjórgerð í New York. Þau hafa hvort um sig verið formenn í Malted Barley Appreciation Society bjórklúbbnum í Brooklyn og New York Homebrewers Guild í New York og eru heiðursmeðlimir þess síðarnefnda. Þau eru bæði með BJCP dómararéttindi og hafa dæmt fjölmargar keppnir í Bandaríkjunum. Þá halda þau úti podcasti á Fuhmentaboudit og eiga gypsy brugghúsið Cuzett Libations sem starfar í Brooklyn. Þá hafa þau gefið út kennsluefni í bruggun og Mary gaf út bók í fyrra um gerð á léttum drykkjum, Speed Brewing,

Þau munu bæði kenna á námskeiði á föstudagskvöldinu. Fjallað verður um BJCP prógrammið, hvað það er og hvaða réttindi þau gefa bruggurum og dómurum. Þá verður fjallað um off-flavor og þátttakendum kennt að þekkja off-flavor í bjór.

Mary mun halda fyrirlestur, væntanlega á laugardeginum, um efni bókar sinnar, sem er gerð léttra drykkja (annarra en bjór) og gerjun á hinum ýmsu matvælum.

Þá munu þau vera í dómnefnd og gestum á keppniskvöldi gefst færi á að spjalla við þau er úrslit eru kunn.

Loks verður lokahóf á sunnudagskvöldinu á Bryggjunni brugghúsi, þar sem Chris tekur upp saxófóninn og blæs nokkra létta slagara með húsbandi Bryggjunnar.

Þetta verður því full helgi af atburðum og gleði. Förum aðeins út í þetta betur í kvöld og svo verður þetta allt kynnt betur er nær dregur.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by æpíei »

Skráningarblöð og upplýsingar um skil eru komin inn í upphaflega póstinn.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by æpíei »

Keppnisglasið 2016 er svokallað Breughel glas, 400cl á lágum fæti. Mjög fín bjórglös eins og margir eflaust þekkja af eigin raun.

Glasið kostar 1500 kr. ef það er pantað og greitt fyrirfram, en verður selt á 2000 kr. við dyr á keppniskvöldinu.

Til að panta glas skal leggja inn 1500 kr. á reikning Fágunar, 0323-26-63041 kennitala 6304102230, og setja "glas" í athugasemd.

Svona mun glasið líta út. Smellið á myndina til að sjá hana betur.
Fágun glas 2016.jpg
Fágun glas 2016.jpg (83.84 KiB) Viewed 42877 times
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by æpíei »

Smávægilegar breytingar voru gerðar á skráningarblaði og miðum. Ef þið hafið ekki þegar skilað inn væri gott ef þið notið nýju útgáfuna.
kari
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by kari »

Á maður að millifæra fyrir aukabjórinn eða COD?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by æpíei »

Millifæra nema þu komir með bjórinn til okkar, ekki brew.is
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by æpíei »

Einhverjir hafa beðið um lengdan frest. Við getum tekið við bjór fram til kl. 18:00 á fimmtudaginn. En það er síðasti séns að koma bjór til brew.is í dag, miðvikudag þar sem það er lokað á morgun.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by æpíei »

Nú er að koma mynd á verðlaunin. Enn eiga þó eftir að bætast inn einhver verðlaun og skýrast. Við þökkum öllum stuðningsaðilum kærlega fyrir stuðninginn!

Allir vinningshafar fá verðlaunaplatta

Besti Bjórinn
Bruggdagur á Bryggjunni Brugghúsi.
La Trappe trappist Isid’or frá Víntríó


Villigerjaður flokkur
1 Kassi Hoegaarden, 24 dósir frá Haugen-Gruppen
Vor gin frá Eimverk
Boon/Mikkeller Gueze + Eud Beersel Geuze + Mikkeller glas á fæti frá Járn og Gler
Gjafakort brew.is
5kg vog frá Elkó

2 Franzikraner gjafaaskja (5 flöskur + glas) frá Haugen-Gruppen
Skúlabakki frá Skúla
5kg vog frá Elkó

3 Franzikraner gjafaaskja (5 flöskur + glas) frá Haugen-Gruppen
Skúlabakki frá Skúla
5kg vog frá Elkó


IPA flokkur
1 Kassi Hoegaarden dósir frá Haugen-Gruppen
Flóki viskí frá Eimverk
4pack Elvis Juice (grapefruit IPA frá brewdog) og Invasion IPA frá Mikkeller/Anchorage + Invasion glas frá Járn og Gler
Gjafakort brew.is
5kg vog frá Elkó

2 Franzikraner gjafaaskja (5 flöskur + glas) frá Haugen-Gruppen
gjafakort Mikkeller (TBD)
5kg vog frá Elkó

3 Franzikraner gjafaaskja (5 flöskur + glas) frá Haugen-Gruppen
gjafakort Mikkeller (TBD)
5kg vog frá Elkó


Annar flokkur
1 Kassi Hoegaarden dósir frá Haugen-Gruppen
Víti ákavíti frá Eimverk
Founders glas + KBS, Curmudgeon, Breakfast stout og Backwoods bastard frá Járn og Gler
Gjafakort brew.is
5kg vog frá Elkó

2 Franzikraner gjafaaskja (5 flöskur + glas) frá Haugen-Gruppen
Gjafakort Mícro bar
5kg vog frá Elko

3 Franzikraner gjafaaskja (5 flöskur + glas) frá Haugen-Gruppen
Gjafakort Mícro bar
5kg vog frá Elkó


Frumlegasti / óvenjulegasti
Founders Mango Magnifico frá Járn og Gler
Flugbakki Skúla


Besta nafnið
Founders Blushing monk frá Járn og Gler
Gjafakort Mícro bar


Besta heildarútlit
Allir bjórar sem koma í þessa sérkeppni
Gjafakort Mikkeller (TBD)


Happdrætti
8 x 6 Hoegaarden dósir frá Haugen-Gruppen
6 flöskur La Trappe blond frá Víntríó
6 flöskur Früli Strawberry Beer frá Víntríó
Fágunar bolir
Inneignir á Bjórgarðinum (TBD)
Flugbakki Skúla
Gjafakort Mícro bar
Gjafakort Mikkeller (TBD)
Bjórkort frá Bryggjunni (TBD)
kari
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by kari »

Er nokkuð óviðeigandi að spyrja hvernig þátttakan er?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by æpíei »

55 bjórar komu í keppnina. Skiptin eru nokkuð jöfn, 15 í villi, 17 í IPA og 23 í opna flokkinn. Þetta verður fjör!
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by halldor »

Skemmtilega jöfn skipting á milli flokkanna.
Plimmó Brugghús
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by æpíei »

Kútarnir komnir á hreint:

Frá Gæðingi koma Skyrgosi og Pale Ale
Frá Borg koma Úlfur Úlfur og Magdalena
Frá Kalda kemur IPA
Frá Ölvisholti kemur Sleipnir pale ale
Frá Haugen koma Hoeghaarden og Leffe Blond

Svo verða alla vega 3 kútar frá Fágun, IPA, pale ale og grätzer

Þetta verður alveg rosalega gaman!
einaroskarsson
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by einaroskarsson »

Ég er með bjóra í tveimur flokkum og búinn að greiða fyrir eitt keppnisglas en kemst því miður ekki í kvöld. Frumburðurinn ákvað að koma í heiminn mánuði fyrir áætlun og sendi því góða strauma til ykkar frá LSH :)

Hrós til skipuleggjenda, þetta er svaka flott line up á veitingum og verðlaunum!!
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by æpíei »

Til hamingju með barnið. Fékk þessar fréttir frá sendisveininum sem kom með bjórinn :)

Ég held eftir glasinu þínu hér heima og þú hefur samband þegar það hentar þér.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by æpíei »

Það var að bætast við kútur frá meðlimi. Vitum ekki hvað það er en spennandi samt!
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by æpíei »

Þáttaka í ár var með besta móti, alls 55 bjórar. Alls voru 16 dómarar sem dæmdu á 4 borðum. Villigerjaði og IPA flokkarnir voru dæmdir á sitt hvoru borðinu. Opni flokkurinn var dæmdur í tvennu lagi enda var hann stærri en hinir, og svo voru bestu bjórar hvers borðs dæmdir sérstaklega til að finna sigurvegara flokksins. Valið var á milli besta bjórs hvers flokks til að finna heildarsigurvegarann. Úrslit voru sem hér segir:

Besti bjórinn

Hranfkell Freyr, American BarleywineOpinn flokkur

Opinn flokkur

1 Hranfkell Freyr, American Barleywine
2 Plimmó, "Heilaga tvenningin" Belgina Dubbel
3 Björn Kr. "Fimmta stjarnan", American Brown

IPA flokkur

1 Þórður B, IPA
2 Kári D, Double Wit IPA
3 Sigurjón F, "9716" IPA

Villigerjaði flokkur

1 Þórgnýr "Stöðvarfjarðarmóri", Icelandic Sour Spontant
2 Digri brugghús, "Flemish red á kirsuberjum", Flemish red
3 Plimmó, "Rósa" Flanders red

Frumlegasti/áhugaverðasti bjórinn

Þórgnýr "Stöðvarfjarðarmóri", Icelandic Sour Spontant. Bjór þessi er alls ekki hefðbundinn, hann er gerður úr íslensku byggi og kryddaður með fíflablöðum, vallhumli og mjaðurt. Hann var villigerjaður á Stöðvarfirði með því að hafa hann opinn og óvarinn í einhverja sólarhringa, svo notað heilmikið hráhunang í secondary. Mjög spennandi bjór og jafnframt góður, enda vann hann einmitt villigerjaða flokkinn.

Besta nafnið

Plimmó, "Æ π Ey". Nafnið þótti sýna hótfyndni bruggmeistara og samtvinnað við almennan nördaskap, að mati nafnadómnefndar

Besta útlit

Plimmó, "Rósa" Flanders red. Flaskan var glæsilega enda var hún merkt með leiser skurði
IMG_4689.jpg
Við þökkum öllum keppendum, styrktaraðilum, gestum og öðrum áhagendum kærlega fyrir frábæra keppni og sjáumst vonandi öll á næsta ári.
MargretAsgerdur
Villigerill
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Re: Bruggkeppni Fágunar 2016

Post by MargretAsgerdur »

Ef einhver hefur pantað glas og ekki fengið sitt, vinsamlegast sendið póst á fagun@fagun.is! Ef einhverjir vilja panta þá er það eins og hér segir en gott er að senda kvittun í tölvupósti. Tekið verður við pöntunum fram á mánudag.
æpíei wrote: Til að panta glas skal leggja inn 1500 kr. á reikning Fágunar, 0323-26-63041 kennitala 6304102230, og setja "glas" í athugasemd.
Fyrrverandi forynja Fágunar
Post Reply