Nýr meðlimur

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Bjarkinn
Villigerill
Posts: 1
Joined: 5. Apr 2016 11:53

Nýr meðlimur

Post by Bjarkinn »

Komið þið sæl,

Bjarki heiti ég og er nýr meðlimur í Fágun. Mætti á síðasta fund á Mikkeller og líst mjög vel á félagið. Hlakka til að mæta á keppnina til að sjá hvernig hún fer fram.

Ég hef verið að prófa mig áfram í bjór-bruggi í rúmlega ár núna með breytilegum árangri :) og er 17. lögunin í gerjun núna. Fyrst um sinn notaði ég BIAB aðferð sem er að mörgu leiti mjög góð en langaði að breyta til og spara mér pokakreistingarnar þ.a. nú er ég kominn með 10 gallona kælibox fyrir meskingu og nota batch sparge aðferð. Þarf að henda inn myndum af setup-inu inn á "Heimasmíði og græjur" við tækifæri. Hef reyndar talsvert af spurningum varðandi nýtingu og annað sem tengist þessari aðferð þannig að ef einhver annar er að nota svipaða aðferð þá væri vel þegið að fá góð ráð.

Kveðja,

Bjarki
Bjarkabrugg
Í gerjun: exotic IPA Azacca/Mosaic
Í langtíma-secondary: Grýla Gamla Old Ale Jól 2016, Orval klón
Næsta project: Súkkulaði Pecan porter fyrir konuna
MargretAsgerdur
Villigerill
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Re: Nýr meðlimur

Post by MargretAsgerdur »

Velkominn, hlakka til að sjá þig á keppninni!

Ég veit að Sigurjón er að brugga með kæliboxi sem meskiker með mjög góðum árangri. Hann er kannski maðurinn í að svara því. En 17 lögun er bara drullu fínn árangur, held að talningin hérna megin sé um 34 svo þú ert bara á góðri leið!
Fyrrverandi forynja Fágunar
Post Reply