Nýr meðlimur og ein spurning til ykkar

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Olafsson
Villigerill
Posts: 8
Joined: 13. Apr 2016 22:34

Nýr meðlimur og ein spurning til ykkar

Post by Olafsson »

Daginn,

Ég var á spjalli við einn meðliminn hérna inni um bruggun og sé reglulega brugg tengda pósta frá honum á facebook. Á endanum gat ég ekki setið á mér og fór og reddaði mér brugggræjum (fæ þetta fína sett lánað hjá félaga mínum). Ég ætla mér að byrja fyrst á einhverjum einföldum bjór og er búinn að horfa á nokkur video á youtube ásamt því að lesa mér til eitthvað hér inni. Ég er mjög hrifinn af Kalda, Leffe og svona hveitibjórum þannig að ef einhver lumar á uppskrift að bjórum í þeim dúr að þá megið þið endilega henda þeim á mig.

Eitt sem mig vantar og það er almennilegt pláss. Er það algjörlega óbjóðandi að gerja bjórinn inni í íbúð? Upp á lyktina, það er að segja. Veit að það er góð lykt af sumum bjórum þegar þeir gerjast en ég efast um að frúin gúdderi einhverja auka lykt inn á heimilið.

mbk
Olafsson
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Nýr meðlimur og ein spurning til ykkar

Post by hrafnkell »

Velkominn

Ég hef smakkað þessa útgáfu af leffe og hann var ansi nærri upprunalega leffe:
http://www.homebrewtalk.com/showthread.php?t=202852

Það er töluverð lykt þegar það er verið að brugga, svipað og mikil baksturslykt sem er fljót að hverfa eftir bruggun. En í gerjun er hún frekar lítil, mest fyrstu 2-4 dagana bara.
andrig
Villigerill
Posts: 28
Joined: 18. Oct 2010 10:17

Re: Nýr meðlimur og ein spurning til ykkar

Post by andrig »

Ég brugga inní eldhúsi og gerja undir eldhúsborðinu
ég finn einga lykt á meðan gerjun er í gangi.
einaroskarsson
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Nýr meðlimur og ein spurning til ykkar

Post by einaroskarsson »

Velkominn!

Fyrsta bruggið mitt var inni í íbúð, í aukasvefnherberginu. Það var allt of lítil útloftun, herbergið fylltist af gufu og íbúðin "ilmaði" öll af möltuðu byggi og humlum. Henti í lasagna daginn eftir með miklum hvítlauk, bauð foreldrum mínum í mat og þau fundu enga lykt aðra en af matnum :) Fékk samt ekki leyfi til að halda áfram inni í íbúð :P
Olafsson
Villigerill
Posts: 8
Joined: 13. Apr 2016 22:34

Re: Nýr meðlimur og ein spurning til ykkar

Post by Olafsson »

hrafnkell wrote:Velkominn

Ég hef smakkað þessa útgáfu af leffe og hann var ansi nærri upprunalega leffe:
http://www.homebrewtalk.com/showthread.php?t=202852

Það er töluverð lykt þegar það er verið að brugga, svipað og mikil baksturslykt sem er fljót að hverfa eftir bruggun. En í gerjun er hún frekar lítil, mest fyrstu 2-4 dagana bara.
Takk kærlega fyrir þetta Hrafnkell.
Olafsson
Villigerill
Posts: 8
Joined: 13. Apr 2016 22:34

Re: Nýr meðlimur og ein spurning til ykkar

Post by Olafsson »

andrig wrote:Ég brugga inní eldhúsi og gerja undir eldhúsborðinu
ég finn einga lykt á meðan gerjun er í gangi.
Snilld, ég var einmitt að pæla í því að gerja þar ;)
einaroskarsson wrote:Velkominn!

Fyrsta bruggið mitt var inni í íbúð, í aukasvefnherberginu. Það var allt of lítil útloftun, herbergið fylltist af gufu og íbúðin "ilmaði" öll af möltuðu byggi og humlum. Henti í lasagna daginn eftir með miklum hvítlauk, bauð foreldrum mínum í mat og þau fundu enga lykt aðra en af matnum :) Fékk samt ekki leyfi til að halda áfram inni í íbúð :P
Já, ég var jafnvel að pæla í því hvort að það myndi eitthvað hjálpa til að leggja svona loftslöngu (eða glæra til að það fari minna fyrir henni) frá loftlásnum og út um gluggann.
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýr meðlimur og ein spurning til ykkar

Post by Herra Kristinn »

Konan mín er frekar viðkvæm fyrir lyktinni þegar ég brugga, þ.e. helst á meðan meskingu stendur og í upphafi suðu en svo er henni yfirleitt sama. Með mest humluðu bjórunum kemur ægilega fínn og skemmtilegur blómailmur fyrstu 2 sólarhringana en svo búið, ég finn eiginlega aldrei lykt af öðrum bjórum og ég gerja undir tölvuborði í stofunni en ég brugga í eldhúsinu og þvottahúsinu, þ.e. þvottahúsið er innan af eldhúsinu og það hentar ágætlega. Ég hef gert allt frá 10L og upp í 40L í þessu litla rými. Stilli pottinum upp undir glugganum í þvottahúsinu og set viftu í gang sem blæs út. Það virðist halda þessu mest í skefjum.

Ég er með Leffe klón uppskrift hér sem er reyndar byggð á þessari hér að ofan: http://brew.virtual-guy.com/2016/03/20/leifur-hnakki/

Gerið sem ég notaði var skemmtilegt og lítið mál að skipta því út fyrir annað belgískt. Neðst í póstinum getur þó sótt BeerXML skrána og importað í Beersmith beint. Það eru fleiri uppskriftir þarna ef þig langar að prófa þig áfram, þetta er svona nánast allt sem ég er að prófa þessa dagana. Svo ef þig langar í challenge þá er ég að setja saman nokkurskonar Einstök White Ale klón og mun pósta honum á næstu vikum þarna.
Olafsson
Villigerill
Posts: 8
Joined: 13. Apr 2016 22:34

Re: Nýr meðlimur og ein spurning til ykkar

Post by Olafsson »

Herra Kristinn wrote:Konan mín er frekar viðkvæm fyrir lyktinni þegar ég brugga, þ.e. helst á meðan meskingu stendur og í upphafi suðu en svo er henni yfirleitt sama. Með mest humluðu bjórunum kemur ægilega fínn og skemmtilegur blómailmur fyrstu 2 sólarhringana en svo búið, ég finn eiginlega aldrei lykt af öðrum bjórum og ég gerja undir tölvuborði í stofunni en ég brugga í eldhúsinu og þvottahúsinu, þ.e. þvottahúsið er innan af eldhúsinu og það hentar ágætlega. Ég hef gert allt frá 10L og upp í 40L í þessu litla rými. Stilli pottinum upp undir glugganum í þvottahúsinu og set viftu í gang sem blæs út. Það virðist halda þessu mest í skefjum.

Ég er með Leffe klón uppskrift hér sem er reyndar byggð á þessari hér að ofan: http://brew.virtual-guy.com/2016/03/20/leifur-hnakki/

Gerið sem ég notaði var skemmtilegt og lítið mál að skipta því út fyrir annað belgískt. Neðst í póstinum getur þó sótt BeerXML skrána og importað í Beersmith beint. Það eru fleiri uppskriftir þarna ef þig langar að prófa þig áfram, þetta er svona nánast allt sem ég er að prófa þessa dagana. Svo ef þig langar í challenge þá er ég að setja saman nokkurskonar Einstök White Ale klón og mun pósta honum á næstu vikum þarna.
Snilld, takk kærlega fyrir þetta. Ég verð í bandi við þig þegar ég er búinn að setja í fyrstu "Leffe" lögnina og vantar nýja uppskrift.
Post Reply