Smíðaði mér smá bar..

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Kornráð
Villigerill
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Smíðaði mér smá bar..

Post by Kornráð »

Já, mér leiddist í jólafríinu, smellti saman í einn bar.

Það er pláss fyrir 3 corny kúta undir honum eða 2 ölgerðar kúta (á tengingarnar fyrir þá)samt bara 1 kútur tengdur í einu, 10kg kolsýru hylki og svo er rafmagns kælir í honum, turninn er kældur frá bjórkælinum með hringrásardælu. það er vinnu ljós undir hilluni. hann er 70X150 og er á hjólum.

Spá að kalla hann "Ljóti Bar" ? (:
IMG_0071[1].JPG
IMG_0071[1].JPG (129.56 KiB) Viewed 22906 times
IMG_0072[1].JPG
IMG_0072[1].JPG (129.66 KiB) Viewed 22906 times
Kv.
Groddi
Kornráð
Villigerill
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Re: Smíðaði mér smá bar..

Post by Kornráð »

Hann stóð sig vel í afmælinu hjá mér fyrir 2 vikum og verður notaður núna á Reykjavík Coctail Weekend í næstu viku, fyrir kynningar.

Svo fékk ég fyrirspurn líka um að fá hann leigðann í brúðkaup um daginn og aftur í annað afmæli, það er allvega tekið vel á móti honum (:

Góða helgi!
Groddi
einaroskarsson
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Smíðaði mér smá bar..

Post by einaroskarsson »

Holí mólí! Hann er virkilega flottur! Vel gert!! :)
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Smíðaði mér smá bar..

Post by Herra Kristinn »

Ég vildi að ég væri svona duglegur þegar mér leiddist, yfirleitt fæ ég mér bara bjór og hangi í tölvunni....
Kornráð
Villigerill
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Re: Smíðaði mér smá bar..

Post by Kornráð »

einaroskarsson wrote:Holí mólí! Hann er virkilega flottur! Vel gert!! :)
Takk takk
Herra Kristinn wrote:Ég vildi að ég væri svona duglegur þegar mér leiddist, yfirleitt fæ ég mér bara bjór og hangi í tölvunni....
Haha, það virkar líka ;)
MargretAsgerdur
Villigerill
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Re: Smíðaði mér smá bar..

Post by MargretAsgerdur »

Er þetta utan um frystikistu eða smíðað frá grunni, einangrað og læti?

Virkilega flott! Vona að þú njótir barsins vel!
Fyrrverandi forynja Fágunar
Kornráð
Villigerill
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Re: Smíðaði mér smá bar..

Post by Kornráð »

MargretAsgerdur wrote:Er þetta utan um frystikistu eða smíðað frá grunni, einangrað og læti?

Virkilega flott! Vona að þú njótir barsins vel!
Sæl og takk fyrir,

þetta er klædd timburgrind, meðhöndlað (einsog sést) Engin frystikista, heldur alvöru bjórkælir einsog er notað á börum, svo er hylla fyrir 2 kúta og kolsýruhylki, get notað corny kútana sem flestir eru með, svo er ég einnig með tengingar fyrir ölgerðar kútana. Turninn/Kraninn er kældur alla leið upp líka.

Svo er allt klabbið á hjólum.

Kv.
Groddi
bhb
Villigerill
Posts: 1
Joined: 22. Mar 2016 10:38

Re: Smíðaði mér smá bar..

Post by bhb »

Sæll,
Þetta er virkilega flottur bar hjá þér, til hamingju.
En mig langar að vita meir um kælinguna, hvernig vrkar þetta og hvar fæst svoleiðis?
Kornráð
Villigerill
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Re: Smíðaði mér smá bar..

Post by Kornráð »

bhb wrote:Sæll,
Þetta er virkilega flottur bar hjá þér, til hamingju.
En mig langar að vita meir um kælinguna, hvernig vrkar þetta og hvar fæst svoleiðis?
Takk fyrir áhugann, ég er mjög ánægður með hann.

Kælirinn er í raun bara ískápspressa sem kælir niður vatns dall, í vatns dallinum liggur svo um 15 metrar af riðfríum spíral sem bjórinn fer í gegnum, það er einnig hringrásar dæla sem tekur kalda vatnið úr kælinum og dælir því uppí bjórturn/krana til að halda krananum köldum (og þá bjórnum sem bíður í lögnunum).

Vinnu þrístingurinn á kolsýrunni er 2.5Bar hjá mér.

Þessa kæla er hægt að fá víða á netinu, ég veit að Brew.is kemst í svona kæla líka, minnir að einfaldur kælir hafi kostað um 130.000 hingað kominn.
Post Reply