Skellti í bláberjamjöð um daginn og uppskriftin var eftirfarandi:
2.5 kg bláber
2.5kg hunang
100gr blóðberg soðið í 0.5l af vatni
Samtals 6 lítrar af vatni
Mjaðarger eitt bréf og hálfteskeið gernæring
Og gildið 1.115
Hann er núna búinn að gerjast frá 10.nóvember og ég er búinn að bæta í hann þrisvar sinnum gernæringu og síðast gerði ég það um síðustu helgi. Er ekki best að leyfa honum gerjast í fötunni alveg í 5-6 vikur í viðbót áður ég set þetta á flöskur?