Mánaðarfundur mánudaginn 11.janúar Hlemmi Square kl.20:00

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Mánaðarfundur mánudaginn 11.janúar Hlemmi Square kl.20:00

Post by Plammi »

Heil og sæl öllsömul!
Mánaðarfundur janúar verður haldinn á Hlemm Square (matsal), mánudaginn 11.janúar kl.20:00.
Hlemmur Square er til húsa á Laugarvegi 105. Þar er 25% aflsáttur til félaga Fágunar.
Farið verður yfir starfsárið og afhent ný félagsskírteini fyrir 2016.
  • Fundargerð:
  • Mæting - alls mættu 22:
    plammi
    helgibelgi - 2 flöskur af desert miði
    Ernir
    HrefnaKaritas
    æpiey - 6 flöskur, Bière de Garde, stykkisberja cider og sýktur stout sem líklegast var ekkert sýktur
    Funkalizer
    KalliK - 3 tegundir af miði, þar af einn framleiddur með íslensku hunangi
    Rafn Hermanns
    Elvar
    bragiw
    Zúrfús
    Classic - APA
    GunnarG
    PállB
    eddi849 - Bière de Garde og reyktur porter (2 flöskur af hvorum)
    Björninn
    KalliP
    EddiKind
    Jökull
    Hörður
    Sigurjón
    Friðrik
  • Miðasala er hafin á The Annual Icelandic Beer Festival 2016 á KEX og var rætt um áhuga fólks á þeirri ágætu hátíð.
    Búið er að hækka miðaverðið í 9900kr og eru ekki allir sáttir við þá hækkun. Í fyrra var verðið 6900 og þótti sú hátíð heppnast príðisvel.
    Ekki er búið að tilkynna hvaða brugghús verða með á hátíðinni og virðast flestir vilja bíða eftir því áður en farið er í miðakaup.
  • Jóladagatalið heppnaðist mjög vel. Flestir vilja taka þátt aftur að ári og ljóst að þáttakendum mun fjölga. Hugmyndir uppi um að hafa 2 hópa á næsta ári.
    Facebook virðist ná mun betur til fólks en fagun.is spjallið
  • Aðalfundur félagsins verður, að öllu óbreyttu, þann 5.febrúar. Nánar auglýst síðar!
    Ljóst er að það mun vanta nýja meðlimi í stjórn.
  • Nú er nýtt félagsár að hefjast og nú þegar 32 búin að skrá sig í félagið.
    Flestir hafa tekið eftir að nú eru afslættir sem félögum bjóðast tilkynntir á skýrteininu.
  • Bjórgerðarkeppni Fágunar verður um mánaðarmót apríl/maí. Meðlimir fá 1 fría innsetningu og frítt inn á keppniskvöld með skráningu í félagið. Nánar auglýst síðar.
  • Hópferð á Bjórhátíðina á Hólum er í skoðun og mun þá verða verkefni næstu stjórnar.
  • Í skoðun er að fá BJCP dómara í heimsókn og vera með stutt námskeið. Farið yrði í grunnatriði dómarastarfsins. Hugsanlegt hann gæti komið með Off Flavor Kit sem væri mjög lærdómsríkt.
  • Elvar kom með þá hugmynd að Fágun gæti verið með bás á Bjórhátíðinni og var vel tekið í það.
  • Elvar lagði einnig til að Fágun gæti farið í heimsókn á Hóla (og þá Gæðing) utan ferðamannatíma. Líklegast væri hægt að fá gistingu á hagstæðu verði og félagar gætu hópað sig saman í bifreiðar.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Mánaðarfundur mánudaginn 11.janúar Hlemmi Square kl.20:0

Post by æpíei »

Þau sem vilja fá 2016 skírteinið afhent á mánudag eru vinsamlegast beðin um að greiða árgjaldið áður og passa að senda tilkynningu til viðtakenda. Það einfaldar prósessinn. Þó verður hægt að greiða á staðnum líka.

Ný stjórn tekur við á aðalfundinum í lok mánaðarins. Við getum ekki fullyrt á þessari stundu hvað ný stjórn muni gera þetta árið en þó er ljóst að það verður bjórgerðarkeppni í vor eins og tilgreint er í lögum félagsins. Það má ganga að því vísu að árgjald standi undir innsendingu í keppnina og aðgangi að keppniskvöldi, svo það eitt er næg ástæða til að greiða árgjaldið. Þá er stefnt á góða heimsókn í brugghús eða tvö, ásamt einhverjum fræðslu og skemmtiviðburðum sem fyrr.

Þá höfum við tryggt félagsmönnum áframhaldandi afsláttarkjör á bestu craft-bjórstöðum borgarinnar. Uppfærð tilboð eru komin hér.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Mánaðarfundur mánudaginn 11.janúar Hlemmi Square kl.20:0

Post by hrafnkell »

Ég ætla að reyna að mæta. Talsverðar líkur á að það gangi ekki eftir samt þar sem konan er á einhverju útstáelsi líka :)
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Mánaðarfundur mánudaginn 11.janúar Hlemmi Square kl.20:0

Post by gm- »

Og ég steingleymdi fundinum og fór að spila badminton í staðinn. Er hægt að nálgast skírteinið einhversstaðar í vikunni?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Mánaðarfundur mánudaginn 11.janúar Hlemmi Square kl.20:0

Post by æpíei »

Já, þau sem eiga skírteini hafi samband við fagun hjá fagun.is og við finnum út úr því.
Post Reply