Mánaðarfundur mánudaginn 7. desember á Hlemm Square

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Mánaðarfundur mánudaginn 7. desember á Hlemm Square

Post by Plammi »

Heil og sæl öllsömul!
Mánaðarfundur desembermánaðar verður haldinn á Hlemm Square (matsal), mánudaginn 7.desember kl.20:00.
Hlemmur Square er til húsa á Laugarvegi 105. Staðurinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar undanfarið og veita enn 25% aflsátt til félaga Fágunar.

Aðalþema fundarins verður umræða um bjórgerðarkeppni Fágunar á næsta ári og er óskað eftir áhugasömum sjálfboðaliðum í keppnisnefnd.


Fundargerð

Fundurinn frestaðist um viku vegna storms. Fundurinn fór fram í ágætu húsnæði hjá Pulsu, sem er matsalur á Hlemmi Square. Mættir voru 11 manns með 12 smakkbjóra. 12. maður mætti svo eftir að fundi lauk (en hann fékk þó smá smakk líka)

Þetta var síðasti fundur starfsársins. Við munum byrja afhendingu félagsskírteina fyrir 2016 á janúarfundi. Félagsgjald var ákveðið á síðasta aðalfundi kr. 5000 fyrir árið. Í fyrsta sinn verður veittur makaafsláttur, kr. 2500 fyrir maka félagsmanns.

Við erum að mestu búin að ganga frá afsláttum fyrir 2016. Hlemmur Sq mun áfram veita 25% afslátt. Skúli og Mikkeller veita 15%. Mícró gefur 200 kr afslátt af hverjum drykk. Bjórgarðurinn mun veita afslátt og verður það staðfest fyrir áramót.

Rætt var um fyrirkomulag bjórkeppni. Rætt var hvort ætti að hafa 2 sérflokka. Eins og áður hefur komið fram verður einn sérflokkur súrir og villigerjaðir bjórar. Ef bætt er við öðrum flokki er hugmyndin að hafa eina innsendingu ókeypis auk annarrar innsendingar í sérflokk innifalið í árgjaldi. Umræður spunnust um hver annar sérflokkurinn yrði. Ljóst er að það væri einhver einfaldur og fljótgerður bjór þar sem aðeins um 5 mánuðir eru til stefnu.

Auglýst er eftir framboðum í keppnisnefnd. Keppnisnefnd mun koma að skipulagningu og svo hjálpa til á sjálfu keppniskvöldinu. Vinsamlegast hafið samband við okkur ef þið hafið áhuga á því.

Jóladagatalið er vel heppnað. Ljóst er að eftirspurn eftir þátttöku næsta ár mun verða mikil. Komið hefur til tals að hafa fleiri svona viðburði á árinu, t.d. IPA maí og annan um haust.

Næsti fundur verður mánudaginn 11. janúar, líklega á Hlemmi Square. Nánar auglýst síðar.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Mánaðarfundur mánudaginn 7. desember á Hlemm Square

Post by æpíei »

Í ljósi mjög slæmrar veðurspár fyrir mánudaginn þar sem spáð er ofsaveðri, þá er fundi frestað um viku til mánudagsins 14. desember.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Mánaðarfundur mánudaginn 7. desember á Hlemm Square

Post by æpíei »

Fundargerðin er komin í upprunalega póstinn.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Mánaðarfundur mánudaginn 7. desember á Hlemm Square

Post by hrafnkell »

Hvernig var mætinginn á fundinn? Ég var svo langt eftirá í jóladagatalinu að hann steingleymdist :(
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Mánaðarfundur mánudaginn 7. desember á Hlemm Square

Post by æpíei »

hrafnkell wrote:Hvernig var mætinginn á fundinn? Ég var svo langt eftirá í jóladagatalinu að hann steingleymdist :(
Stendur í fundargerð :)
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Mánaðarfundur mánudaginn 7. desember á Hlemm Square

Post by gm- »

Það væri gaman að hafa fleiri bjórskipti á árinu, tók þátt í nokkrum úti, einu þar sem skipst var á SMASH bjórum, og svo tveimur þar sem við urðum að nota eitthvað ákveðið hráefni (rúgur í eitt skipti og ber í öðru).
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Mánaðarfundur mánudaginn 7. desember á Hlemm Square

Post by Eyvindur »

gm- wrote:Það væri gaman að hafa fleiri bjórskipti á árinu, tók þátt í nokkrum úti, einu þar sem skipst var á SMASH bjórum, og svo tveimur þar sem við urðum að nota eitthvað ákveðið hráefni (rúgur í eitt skipti og ber í öðru).
Til er ég. Þetta er agalega gaman.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply