Biére de Garde Jólabjór - Jóladagatal #12

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Biére de Garde Jólabjór - Jóladagatal #12

Post by eddi849 »

Þessi var bruggaður 29.08.2015 fyrir jóladagatalið. Hann fór á flöskur 13.09 þannig að hann var 15 daga í gerjun og fékk þá næstum 3 mán í lageringu.
Þetta er önnur lögn af þessum bjór og gerðar voru nokkrar breytingar á honum. Í fyrri lögnini var gerjunar hitastigið 19°C í upphafi en svo hækkað rólega upp í 28°C til að fá sem mestan gerkarakter. Mig langaði að sjá hverni French Saison 3711 frá Wyeast væri að standa sig í lægri hita og gerjaði ég hann við 18°C til þess að fá minni gerkarakter. Ég ætlaði að hafa sama strike water (20L) og sparge water (7L) en í dough-in þá ákvað ég að gera Parti Gyle brewing það er að gera annan bjór úr sama korninu. Þannig að ég hafi strike water 22L og sparge-aði bara með 4L ég vissi að ég fengi minni virt en ég mundi ekki að það væri 31 dagar í dagatalinu...
Endaði með 16,3 L eftir gerjun, þegar ég sauð var mjög kallt í skúrnum og góð uppgufun.

OG. 1.058
FG. 1005
ABV 6,9%

Pale malt 4 kg
Vienna 1,5 kg
Caraamber 500g
Melanodin 500g

Brewer's Gold 39g @ 60 min
Tettnang 30g @ 5 min
Tettnang 4g @ 0 min
Saaz 30g @ 0 min

1L starter með French Saison 3711.

Ég bruggaði þennan upphaflega því að Biér de Garde er mjög forvitnilegur stíll sem mig hefur alltaf langað til að gæða mér á en því miður aldrei haft tækifæri til þess.
Ég veit ekki alveg hversu nálægt hann er stíllnum en ég skoðaði bjcp mjög grannt og þessi bjór er einn að mínum uppáhalds.
Vonandi njótið þið hans eins vel ég geri.
Kveðja Eyþór
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
Post Reply