Púrtari

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Púrtari

Post by eddi849 »

Með tiliti til þess að lífga upp víngerðarspjallið hér á Fáguni hef ég ákveðið að setja hér á næstuni inn upplýsingar um tvö víngerðar kit sem ég hef áskornast.

http://aman.is/Vorur/Serstok_vin/Portvin_Nonne_Noir/
http://aman.is/Vorur/Hvitvin/Liebfraumilch_Selection/

Annað kitið er hvítvín og hitt er púrtvín sem mun fylgja þessum pósti.

Nú hefur maður gert þó nokkur hvítvín fyrir gamla settið. Í upphafi var þetta bara svona upp á grínið (er í bjórnum..) og það lukkaðis bara svo vel að þetta hefur endurtekið sig þó nokkru sinnum og alltaf er farið einum gæðaflokki ofar mér finnst hreint ótrúlegt hvað þessi kit eru að koma vel út ef þú eru gerð úr þrúgum. Þar sem ég er mjög hrifinn af púrtvíni ákvað ég að leggja í eina lögn. Mér til mikilar undrunar fann ég ekki púrtvín hér á landi sem er ,,þrúga'' heldur bara extract munurinn er að það er búið að sjóða extractið mun meira niður og þarf einnig að bæta sykri við það en þess þarf ekki ef maður er með þrúgu.

Svona leit kitið út (sykur ekki innifalið)
1.jpg
Leiðeiningar sögðu að blanda þessu öllu saman og hræra..
En ég hitaði sirka 2 lítra af vatni í 60°C og leysti sykurinn (1,5 kg) upp og blandaði úr brúsanum og bætti vatni upp á 20 L markinu.
Ég hafi sett 10 L af köldu vatni í pott og lét það standa í sirka 2 tíma (til að hafa þetta ekki of kalt..) hitin í þessu var akkurat 20°C mega sáttur að þurfa ekki að bíða..
Leiðbeiningarnar í þessu kiti voru frekar heimilislega það er að það var ekki gefið upp hvaða OG. ætti að skjóta á né hvað víngerðarefnið ætti að vera sterkt í ABV. Ef ég hefði farið eftir leiðbeiningunum hefði þurft að bíða í mjög langan tíma til að fá rétt hitistig.
Það koma fram að það maður ætti að fylla upp að 23 L markinu en það væri hægt að setja upp að 20 L markinu ef maður vildi meiri fyllingu. Sem ég gerði því að þetta er púrtvín og það er vanalega um 20% en ég vildi ekki breyta þessu um of þá er bara að sjá hvernig rætist úr þessu.

Svona leit þetta út
2.jpg
bleitt uoo i gerinu
3.jpg
Sýnið, OG var 1.110
4.jpg
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Púrtari

Post by Eyvindur »

Endilega láttu vita hvernig þetta fer. Alltaf stórt viðvörunarmerki þegar þarf að bæta við sykri. Ég hef einmitt oft velt fyrir mér hvernig sé að gera púrtvín úr kitti (elska púrtvín), en hef einhvern veginn ekki lagt í þessi kitt sem ég hef séð hérna heima.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Púrtari

Post by Dabby »

Mér finnst pínu skrítið að það gangi upp að gera púrtvín úr svona kitti. Púrtvín er styrkt vín, þ.e.a.s. þegar það er hálfgerjað er spíra (kallað brandý en er víst ekki eikað og minnir lítið á brandy eða koníak) bætt útí til að stöðva gerjunina. Sætan er því ógerjaður en gerjanlegur sykur og gerið fer ekki upp í 20%.

Gerir kittið og meðfylgjandi leiðbeiningar ráð fyrir að vínið sé styrkt (spíra blanda í það)?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Púrtari

Post by Eyvindur »

Sýnist reyndar alvanalegt að setja sykur í púrtvínskitt, eftir smá eftirgrennslan. Enda kannski erfitt að ná í 77% brandí, eins og er hefðbundið að nota til að hækka áfengisprósentuna.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Re: Púrtari

Post by eddi849 »

Þegar að ég benti manninum í ámuni á undrun mína að það skildi ekki vera seld púrtvíns þrúga á landinu nota bene þá stendur þrúga á síðu ámunar.. Þá sagði hann mér að þessi vara hjá þeim væri mikið seld hjá þeim og þeir sem hafa keypt hana hafi bæði verið að setja meiri sykur í hana og annarsvega hafa sumir styrkt hana með vodka.
Ég vildi ekki breyta þessu um of þvi þá veit maður hvað maður þarf að bæta ef maður vill prufa þetta kitt aftur og áður en ég keypti það fann ég enginn ummæli um þetta kitt á veraldarvebbnum.
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
olibaker
Villigerill
Posts: 10
Joined: 15. Aug 2013 06:45

Re: Púrtari

Post by olibaker »

Áhugavert, hef ekki sjálfur prufað að gera púrtvín en finnst þau mjög góð. Bætirðu þá sykri í yfir gerjunartímann?
Ég las að menn hafi gert púrtvín úr rauðvínskittum með því að bæta minna vatni í og auka þannig sykurinn, en að það geti gefið vandræði með að fá gerjunina í gang:
http://www.winemakingtalk.com/forum/sho ... hp?t=49073
Post Reply