Bjórslöngu- og krana hreinsir

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Bjórslöngu- og krana hreinsir

Post by æpíei »

Ég hef hingað til hreinsað bjórkranana mína, slöngur, BeerGun og slíkt með því að tengja við þá kút sem fylltur er af hreinislegi (klór eða PBW) eða volgu vatni og dæla í gegnum þá með kolsýru. Það eru nokkrir ókostir við það, þá helst að þú þarft að hafa tóman kút við höndina. Ég ákvað því að smíða mér einfalda græju til að gera þetta óháð kútastöðu hverju sinni.

Það sem þarf til er þrýsti-úðabrúsi sem fæst í öllum helstu gróðrarstöðvum, blómaverslunum og líklega byggingavöruverslunum, "beer out" póstur fyrir cornelius bjórkút og svo millistykki til að tengja það tvennt saman.

Úðabrúsann fékk ég í Verkfæralagernum á Smáratorgi, kr. 1600. Mæli hins vegar ekki með honum (sjá síðar).

Beer out póstinn fékk ég í brew.is á 750 kr.

Þegar kom að millistykkinu fór ég í Landvélar og Barka, bæði í Kópavogi. Þar fékk ég þau svör að millistykki milli úðabrúsans og póstsins væri ómögulegt. Sökudólgurinn er úðabrúsinn sem er með mjög óvenjulegum skrúfgangi því hann var of grófur (skrúfa þarf úðastútinn af og þá kemur skrúfgangurinn í ljós). Það passaði ekkert á hann. Ég fékk þó starfsmann Barka til að "klæmast" og græjuðum við eitthvað sem gat skrúfast á póstinn (5/16" skrúfgangur) og breytt í 13mm slöngutengi. Hugmyndin var að nota plastslöngu á aftari hluta stútsins á úðabrúsanum (þ.e. skrúfa framan af stútnum og hafa hann á úðabrúsanum) og póstsins með millistykkinu. Kostnaðurinn við þetta "klám" var tæplega 2000 kr.

Heildarkostnaður er því 4350 (plús vinna). Ætti þó að vera ódýrara ef þið finnið beint millistykki milli brúsans ykkar og póstsins.

Eftir að ég kom heim skoðaði ég annan þrýstibrúsa sem ég á. Ég keypti hann í sumar í Blómavali á svipuðu verði og sá sem ég fékk í Verkfæralagernum en notaði við eitrun í garðinum og því vildi ég ekki nota hann í þetta verkefni. Sá sem ég keypti í dag er til vinstri, sá eldri til hægri. Sá eldri er með mun álitlegri skrúfgangi, þ.e. ekki eins grófum. Með grófur þá á ég við fjöldi snúninga á lengd. Sá til hægri er með mun fínni skrúfgang og því vænlegri til árangurs ef finna á beint millistykki milli þeirra. Ég myndi því skoða skrúfganginn vandlega á brúsanum ef þið ákveðið að fara út í svona framkvæmd.
2 úðabrúsar
2 úðabrúsar
Þessi mynd sýnir íhlutina. Pósturinn er lengst til vinstri fyrir framan brúsann. Stúturinn er þessi með koparinn fyrir framan brúsann. Hinir 2 hlutirnir eru breytistykki úr 5/16" yfir í mm kall tengi og svo kona á móti yfir í slöngu. Pælingin var svo að nota þessa slöngu til að tengja þetta saman. Slangan reyndist þó of sver. En það tókst sem sagt að tengja þetta saman með grennri slöngubút og þá þurfti ekki hosuklemmur. Ég þurfti að þétta alla skrúfganga með þéttiteipi.
Innkaupalisti
Innkaupalisti
Hér er svo græjan í action. Til að nota græjuna er byrjað á því að fylla með vatni eða hreinisvökva, pumpað nokkrum sinnum. Þá er græjan tengd við svarta tengið á tækjunum sem á að hreinsa. Svo er vatni þrýst út með því að ýta á græna takkann á handfanginu. Á þessari könnu (og líklega flestum) er hægt að festa hann niður til að fá stöðugt rennsli.
Tilbúin gæja
Tilbúin gæja
Post Reply