What Gose up must come down - Gose

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

What Gose up must come down - Gose

Post by æpíei »

Ég er að gera tilraunir með súrmeskingu. Í vetur gerði ég Berliner Weisse þar sem ég sýrði virtinn með pakka af tilbúnum Lactobacillus gerlum sem ég fékk úr Wyeast 5223-PC. Það tókst mjög vel og varð úr mjög súr Berliner Weisse (ph ca 3,0) sem vann verðlaun sem áhugaverðasti bjórinn í Bjórgerðarkeppni Fágunar 2015.

Nú langar mig að gera gose. Gose er þýskur bjórstíll sem BJCP hefur sett inn á opinbera bjórstílalistann 2015. Einkenni hans eru salt og einnig smá súr á móti. Þá er einnig talsverður kóreander í bragði. Uppskriftin sem ég nota er eftirfarandi:

22 lítrar, OG 1.050, 6,5 IBU, alc ca 5%
3,2 kg hveitimalt
1,75 kg pilsner
0,15 kg melanoidin
15g saaz 60 mín
20g kóreander fræ 5 mín
20g salt 5 mín
W2565 Kolsch yeast, 1,5 lítra starter

Eftir meskingu lét ég virtinn kólna niður að 50 gráðum og setti þá út í hálft kíló af ómuldu hveitimalti. Setti það í poka ofan í virtinn, blés smá kolsýru ofan á og lokaði. Ég tók ph mælingu og var hún 5,44 (aðeins of hátt líklega fyrir meskingu, en ég er að vinna í því að bæta mig í viðbótum). Nú rúmlega 12 tímum síðar tók ég ph mælingu og er hún 4,36. Virturinn er núna 25 gráður og hann ilmar af léttum súr, alveg eins og hann á að vera. Ég ætla að fara með hann niður í ca 4,0 og sjóða þá eins og venjulega.

Fyrst ég minntist á viðbætur þá er ekki úr vegi að nefna þær sem ég notaði. Ég studdist við Bru'n water skjalið og setti eftirfarandi út í 25 lítra: 12g gifs, 3g kalsíum klóríð, 3g epsom salt, 2g bökunarsódi og 2g kalk. Í 5 lítra skolvatnið fór: 2,5g gifs, 0,8g epsom og 0,8g kalsíum klóríð. Eins og ég minntist á var ph heldur hátt í meskingu, æskilegt er að það sé á milli 5,1 og 5,3. Það er markmiðið að ná tökum á því fyrir næsta brugg.
Attachments
IMG_3952.jpg
IMG_3953.jpg
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: What Gose up must come down - Gose

Post by æpíei »

Ég læt til gamans fylgja með mynd af umræddum Berliner Weisse þegar bakteríurnar höfðu verið 2 sólarhringa í virtinum. Þá var ph komið niður í 3,0 og var hann heldur ófrínilegur að sjá. Ég sauð hann ekki heldur bara rétt fór upp að suðu til að gerilsneiða, kældi svo aftur og gerjaði með 2 pökkum af US-05.
Attachments
IMG_3621.jpg
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: What Gose up must come down - Gose

Post by æpíei »

ph 4 náðist eftir ca 19 tíma. Þá var komin þykk hvít froða ofan á virtinn og örlaði aðeins á svona brúnum flekkjum eins og sést á myndinni hér að ofan af Berliner Weisse. Ljúfur súr angan. Ég hlakka til að smakka þennan í sumar.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: What Gose up must come down - Gose

Post by æpíei »

Ég vissi að Kölsch gerið væri mjög kröftugt og því notaði ég blow-off slöngu í stað vantsláss (þ.e. plastslanga sett í gatið á gerjunarílátinu og hún leidd ofan í plastflösku sem er hálf full af joðlausn). Það var eins gott því gerjunin byrjaði með krafti strax á fyrsta sólarhring. Lætin voru þvílík að það heyrðist búbl úr flöskunni út um allt brugghús á nokkurra sekúnda fresti. Nú tæpum 9 dögum síðar er FG komið í 1.014 skv mælingu, hafði þó vænst þess að hann fari aðeins neðar. Smakkaði á prufunni og hún er mjög fín, mátulega súr og saltur. Gef honum nokkra daga enn og þá ætti hann að vera klár í flöskur.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: What Gose up must come down - Gose

Post by æpíei »

Ég er að gera þennan aftur sem Þorlákur helgi, þorláksmessubjórinn í jóladagatalinu. Ég ætla að breyta honum örlítið og fá smá reyk í hann líka. Skipti því út 0,5 kg af hveiti fyrir reykt hveiti. Þá ætla ég með hann aðeins neðar í súr, rétt undir ph 4. Ég held að þetta verði viðeigandi bjór með skötunni, nú eða bara einn og sér svona rétt fyrir jólin.
Post Reply