Réttir - Flöskur eða kútur?

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Réttir - Flöskur eða kútur?

Post by Sigurjón »

Ég er að fara í réttirnar á morgun með Lopapeysuna sem ég bruggaði. Málið er að ég kem líkllegast til með að servera bjórinn um leið og ég mæti á staðinn eftir um tveggja tíma akstur.
Á ég að nenna að eyða kvöldinu í að setja á flöskur, eða á ég bara að kippa kútnum með?
Eftir að hafa velst um í bílnum í 2 tíma eru miklar líkur á að það verði mest froða sem kemur úr kútnum eða hvað?
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Réttir - Flöskur eða kútur?

Post by Herra Kristinn »

Nú væri gott að eiga svona:
Image

Ég myndi reyna að meta það hvort að þú þurfir að vera mikið að þvæla stöffinu á milli og hvaða græjur þú átt fyrir þetta. Áttu til dæmis ferða CO2 hylki, ertu með 5 punda hylki eða ertu með 5kg slökkvitæki. Ég er með slökkvitæki og það er ekki séns að ég nenni að drösla því en ég á aftur á móti breyti á Sodastream hylki sem ég myndi nota í svona bras.

Hvort er meira vesen, að drösla kút með sér og meðfylgjandi eða setja á flöskur og drösla þeim með sér og ætlar þú að fá þær til baka eða líta á þær sem einnota?
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Réttir - Flöskur eða kútur?

Post by Sigurjón »

Ég á ekki enn ferða CO2 hylki og kolsýran er á 2,5 kílóa álkút svo það er lítið mál að kippa honum með ef maður er að taka kútinn líka.
Það er mun meira mál að þrífa flöskur og tappa á en að drösla kút plús kolsýruhylki með sér, en spurningin er samt, kem ég þá til með að servera bara froðu?
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Réttir - Flöskur eða kútur?

Post by Funkalizer »

Ef þú getur látið hann standa upp á endann á meðan þú ert að ferðast þá minnkar þú alla veganna áhættuna á froðu.
Það er voða vont að hafa hann liggjandi á hliðinni, rúllandi út um allt skott.
Það er betra ef hann fær að standa aðeins (15-20mín) eftir að þú kemur á áfangastað áður en þú ferð að serve'a af honum alveg eins og það getur verið með gosflöskur eftir ferðalag (þar sem þær eru á hreyfingu).
Hjá mér er oftast smá botnfall í kútum sem yfirleitt er ekkert issue eftir fyrsta "pour" eftir að kúturinn hefur staðið í smá tíma inni í ísskáp.
Þetta botnfall er yfirleitt meira ef um humlaða bjóra er að ræða og ég hef lent í smá vandræðum með það ef ég hef verið að serve'a strax eftir ferðalag.

Ef kúturinn fær að standa í einhverjar klukkustundir (2-4) eftir ferðalag þá er þetta ekkert mál...
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Réttir - Flöskur eða kútur?

Post by Sigurjón »

Þetta endaði á kút.
Ég vafði kútinn í einangrunnarefnið sem ég hafði einangrað suðutunnuna með.
Kúturinn fór út úr ísskápnum klukkan 7 um morguninn og var serveraður kaldur um hádegið. Fólk var mjög ánægt með bjórinn og enn ánægðari með að hann væri kaldur.
Hann fékk að standa í rúma þrjá tíma svo hann freyddi ekki neitt.
Þetta lukkaðist vel og ég geri ráð fyrir að Lopapeysan verði réttarbjórinn næstu árin.
Attachments
Lopapeysa á kút
Lopapeysa á kút
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Réttir - Flöskur eða kútur?

Post by Sigurjón »

Þetta er algjört galdraefni.
14 tímum eftir að kúturinn fór út úr ísskápnum er bjórinn enn vel svalur og drykkjarhæfur (fyrsta glasið mitt í dag btw).
Þetta slær út ísfötum hvað varðar þægindi og notagildi.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Post Reply