Keezer - tengja compressor

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
fridrikgunn
Villigerill
Posts: 18
Joined: 28. Mar 2015 00:01

Keezer - tengja compressor

Post by fridrikgunn »

Ég er líka að dunda mér við að breyta gamalli frystikistu í keezer. Eftir smá vangaveltur varð niðurstaðan að setja STC-1000 hitastýringu þar sem orginal control boxið og thermostatið var, útlitslega kæmi það verulega flott út.

Í því sem nú lítur út fyrir að hafa verið smá fljótfærni þá ákvað ég að tengja alveg framhjá orginal thermostatinu og ég losaði það alveg frá til að víra STC-1000 stýringuna.

Nú þegar straumur kemur inná STC-1000 þá sendir hún rétt straum á hita og kulda en vandamálið er að compressorinn fer ekki í gang. Ég var búinn að lesa nokkrar greinar að það væri með þessum hætti hægt að láta STC-1000 stýringuna taka yfir en líklega þarf að tengja strauminn inná compressorinn í gegnum orginal start relayið.

Á myndinni lengst til hægri sést hvernig rafmagnsnúran var tengd. Þarna er ég búinn að fjarlægja þær snúru sem lágu svo áfram útí thermostatið. Er ekki einhver hér sem hefur tengt svona áður eða sér það í hendi sér hvernig rétta leiðin er ?
Attachments
Compressor.PNG
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Keezer - tengja compressor

Post by Sindri »

Er ekki bara stillt á nokkura mínútna delay í stýringunni ?
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Keezer - tengja compressor

Post by hrafnkell »

Þjöppur í kælum þarf að starta með þétti (start capacitor/relay combo). Dugir ekki að setja stc-1000 beint á þjöppuna, verður að hafa original start búnaðinn á og tengja stc-1000 í gegnum það. Þó skápurinn fari hugsanlega í gang án hans þá er hætt við að skemma relay í stc-1000 ef þú tengir beint.
fridrikgunn
Villigerill
Posts: 18
Joined: 28. Mar 2015 00:01

Re: Keezer - tengja compressor

Post by fridrikgunn »

Já, myndin er einmitt af þétti og hvernig orginal rafmangssnúran var og er tengd í hann. Það sem ég fjarlægði var tengingin við orginal thermostatið og þar með við PTC relayið. Er að reyna að grafa upp einhverjar teikningar en það sem ég hef fundið er allt eitthvað óljóst.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Keezer - tengja compressor

Post by hrafnkell »

Þetta er einmitt ástæðan fyrir að ég gafst upp á að tengja beint í pressu á sínum tíma :) Nennti ekki að finna út hvernig svona start relay virka.
fridrikgunn
Villigerill
Posts: 18
Joined: 28. Mar 2015 00:01

Re: Keezer - tengja compressor

Post by fridrikgunn »

Jamm, búinn að tengja aftur í gegnum orginal thermostatið. Ég hugsa ég leggi það ekki á mig að reyna að tengja framhjá því. Græði svosem ekkert á því heldur nema að það verður ekki eins mikið af vírum og drasli inní hólfinu með þjöppunni og STC stýringunni.
Post Reply