Keezer - STC hitastýring

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Keezer - STC hitastýring

Post by Hekk »

Ég er að hnoða saman frystikistu til að kæla kúta, og ég hef verið að velta fyrir mér hvort það sé einhver ávinningur að skipta út orginal hitastýringu með STC-1000 eða bara gera þetta einfalt og láta stc stjórna beint rafmagninu úr veggnum.

Hefur einhver skoðun á þessu?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Keezer - STC hitastýring

Post by æpíei »

Ég hef bara látið hitastýringuna kveikja og slökkva á öllum ísskápnum. Passa bara að stilla hann á mestan kulda. Ég hef séð einhverja setja relayið bara á pumpuna en held þú græðir ekkert á því nema hafa ljósið alltaf í sambandi. Það kviknar hvort eð er á því næstum strax og þú opnar hurðina og hitinn í ísskápnum byrjar að rísa.
fridrikgunn
Villigerill
Posts: 18
Joined: 28. Mar 2015 00:01

Re: Keezer - STC hitastýring

Post by fridrikgunn »

Ég er einmitt í sömu pælingum - ofmat aðeins kunnáttu mína á rafmagnsfræðinni og hugsa að ef ég væri að gera þetta aftur þá myndi ég bara nota hitastýringuna til að kveikja og slökkva á öllu saman eins og æpíei segir.
Post Reply