Mánaðarfundur mánudaginn 10 ágúst kl:20 Bjórgarðinum

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Mánaðarfundur mánudaginn 10 ágúst kl:20 Bjórgarðinum

Post by Plammi »

Mánaðarfundur ágústmánaðar verður haldinn mánudaginn 10 ágúst kl:20:00 í Bjórgarðinum Þórunnartúni 1

Dagskráin:
  • Tilkynningar og stutt spjall um hvað er á döfinni
  • Loftur í Bjórgarðinum ætlar að fræða okkur um starfsemina
  • Fræðsluerindi - Meskiker (Gummikalli og sigurjón)
  • Smakk og bruggspjall

Bragðgóð tilboð á barnum!

Fundargerð:
Frábær fundur á góðum stað. Mæting var með besta móti.
Mættir (og smakk ef við á):
Siggi/æpíei - 2x Gose og 2x Brettaður Pale Ale
Gummikalli - 1x Rabbabara-cider
Helgibelgi - 2x Tilrauna lager frá Ölvisholti og 2x Heimalagaðan Stout (RIS?)
Jökull - 2x Zombie clone
Plammi
Ásta
KarlP
Hákon
Jóhann
Bergur
Sigurjón
Brynjar
Pétur
Ernir
Ísak
Þórir
Palli
  • Fjölluðum aðeins um Bryggjan Brugghús, bruggbar sem opnar von bráðar á Granda. Fágun hefur fengið boð um að kíkja á staðin skömmu áður en hann verður opnaður til að bragða á því sem staðurinn mun hafa upp á að bjóða. Nánar auglýst síðar.
  • Ásta er að vinna í að opna brugghús. hún/hann brugghús mun brugga craft bjóra fyrir bjórnördinn og stefnir á að selja inn á barina til að byrja með. Það er verið að bíða eftir leyfum til að hefja framleiðstu. Craft barir borgarinnar hafa sýnt þessu mikinn áhuga. Ásta biðlar til græjunörda Fágunnar um aðstoð við uppsetningu á Herms kerfinu.
  • Fleiri ný brugghús á döfinni, m.a. á Segull 67 á Siglufirði, Austri og svo óstaðfestar fréttir af nýju bruggi í Hvalfirðinum.
  • Mynntumst aðeins á Heimabruggara grúbbuna á Facebook. Þar er mikið af myndum að flottum græjum heimabruggara. Reiknað með að flestir Fágunar félagar séu einnig meðlimir þar.
  • Næsti viðburður okkar er Kútapartý Fagunar. Nældum í nokkra kúta í viðbót á fundinum, staðan orðin þokkaleg.
    Hljómsveitin Skrímslin mun spila í partýinu.
  • Því miður verður ekki farin ferð í skúrinn hans Rúnars þetta árið. Skúrinn verður notaður í vélhjólaviðgerðir í vetur og því ekki boðlegur til heimsóknar.
  • Hugmynd er uppi um að Gorhátiðin í ár verði hópferð til Akureyrar. Lagt yrði af stað á föstudegi, komið við hjá Gæðingi. Á laugardegi færum við að skoða Kalda og Víking og um kvöldið væri samkoma með norðlenskum heimabruggurum. Heimferð á sunnudegi.
    Kostnaður í rútu yrði mjög lítil (eða fríkeypis) en fólk þarf að redda gistingu sjálft.
    Almennt virtist fólk mjög spennt fyrir þessu.
  • Loftur hjá Bjógarðinum kom og kynnti staðinn fyrir okkur. Áhersla lögð á ódýran mat en meiri álagning á bjórinn. Verð á bjór sambærilegt við aðra craft-bari. Pörun mats við bjór mikilvæg. Mikil áskorun að mennta starfsfólk í bjórfræðum. Eru með einn nitro krana til að auka enn á fjölbreitnina. Gæðaeftirlit er mikið, allir kútar dagsettir við innkomu og svo þegar þeir tengjast krana. Egils Gull og Tuborg classic frekar líklegir til að súrna því lítil hreyfing er á þeim frá sunnudegi til fimmtudags.
    Image
    Image
  • Heimabruggaratúrinn: Fágun er með í vinnslu heimabruggstúr þar sem farið er í heimskókn til 3ja heimabruggara í 101 reykjavík.
    Dagsetning líklegast um mánaðarmótin sept/okt, helst á laugardegi, lagt af stað um 15:00
    Gætum farið í 2 hollum, annað hugsað fyrir heimabruggara og hin fyrir ferðamenn. Verðhugmynd um 3000kr.
  • Heimasíðan komin í varanlega hýsingu. Enn verið að vinna í að laga smá hnökra.
    Á döfinni er að setja upp uppskriftarbanka þar sem fólk getur sett inn uppskriftir á beersmith formi.
  • Sigurjón og Gummikalli voru með tölu um meskiker
Plammi
Ritari Fagunar
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Mánaðarfundur mánudaginn 10 ágúst kl:20 Bjórgarðinum

Post by Plammi »

Fundargerð komin inn
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Post Reply