Biertreberbrot (Spent grain bread - brauð úr meskjuðu korni)

Post Reply
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Biertreberbrot (Spent grain bread - brauð úr meskjuðu korni)

Post by Plammi »

Þetta er önnur tilraun í brauðgerð hjá mér og fannst mér þetta brauð heppnast mjög vel.
Uppskriftirnar sem ég notaðist við eru frá brew.is/blog og germanfood.com

Uppskriftin:
250gr hveiti
250gr heilhveiti
100gr korn úr meskingu
1msk Hunang (þolir alveg meira)
1tsk salt (þolir alveg meira)
1tsk þurrger
400ml volgt vatn

Öllu blandað saman, látið hefast yfir nótt.

Degið hnoðað í form og lauslega smurt með olífuolíu (olían var smá tilraun hjá mér til að losna við hveitið sem safnast utaná, kannksi betra að nota vatn)
1-2 rönd/rendur skornar í brauðið
Vatn sett í bakka sem fer fyrir neðan brauðbakkan.
Bakað við 225°C í 60min

Sérþarfirnar:
Gerið leyst upp í vatninu og smá dropi af hunangi sett með, sullinu bætt í þegar froða er farin að myndast.

Ég setti kornið í blandara til að losa aðeins um það. Í firsta brauðinu sem ég gerði þá var híðið af korninu að festast í tönnum og gómi.
Þetta gerði alveg gæfumuninn, áferðin á brauðinu verður mikið girnilegri.

Myndir af ferlinu:
Kornið maukað:
Image

Bleytt upp í geri:
Image

Deig fyrir hefun:
Image

Komið í ofninn:
Image

Brauðið:
Image
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
einaroskarsson
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Biertreberbrot (Spent grain bread - brauð úr meskjuðu ko

Post by einaroskarsson »

Lítur vel út :) verð að prófa þetta við tækifæri!
Post Reply