Sælt veri fólkið.

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
loner73
Villigerill
Posts: 10
Joined: 16. Jun 2014 12:34

Sælt veri fólkið.

Post by loner73 »

ég vill byrja á að þakka fyrir þessa frábæru síðu og hvað hjálpsemin virðist svífa yfir vötnunum hér :)

ég hef bruggað bæði bjór og léttvín úr kittum í gegnum árin en er að koma mér upp betri aðstöðu og ætla að fara að stíga mín fyrstu skref í alvöru bjórbruggun.

ég var að velta fyrir mér hvort einhver gæti bent mér á góða uppskrift til að byrja á. ég er mest fyrir svokallaða danska classic bjóra (Carls special, Tuborg classic etc) sem kallast víst All Malt Pale Lager, en hefur sýnst það vera full flóknar uppskriftir til að byrja á. er því að leyta að einhverju með svipað bragð en einfaldari.

kveðja,
Einar
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Sælt veri fólkið.

Post by æpíei »

Velkominn Einar í hópinn. Í Fágun tökum við vel á móti nýliðum og vertu endilega duglegur að spyrja spurninga hér á spjallþráðnum eða á fundum sem haldnir eru mánaðarlega. Ef þú ætlar í "alvöru bjórbruggun" ættiru að líta til Hrafnkels í brew.is og kanna hvað hann er með. Margir byrja á að gera Beecave uppskriftina sem þeirra fyrsta bjór. Bæði er hann einkar einfaldur í gerð og svo bragðast hann líka mjög vel, ekki ósvipaður því sem þú ert að leita að. :skal:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Sælt veri fólkið.

Post by bergrisi »

Velkominn. BeeCave er mjög traust og góð byrjun.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Sælt veri fólkið.

Post by helgibelgi »

Velkominn í hópinn og á spjallið!

Það hljómar eins og þú viljir gera lager-bjór sem hefur örlítið meiri malt/karamellu-karakter ("dekkri" en hefðbundnir lagerbjórar). Bee-cave er vissulega einfaldur bjór sem þægilegur fyrir byrjendur og góður á bragðið. Hann er samt mjög ólíkur Tuborg Classic og öðrum bjórum sem kallaðir eru "classic". Hann er öl, ekki lager, og er líklega eitthvað í áttina að American Pale Ale, en alls ekki dönskum lager. Hann er samt góður bjór, og hentar vel sem fyrsti all-grain bjór.

Ef þú hefur möguleikann á hitastýrðri gerjun gætirðu hermt eftir Tuborg Classic. Það væri ekkert flóknara en að gera Bee Cave. En ef ekki, þá hentar Bee cave mjög vel sem fyrsta skref (en líka öll önnur öl).
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Sælt veri fólkið.

Post by Plammi »

Velkominn
Ég er líka mikið fyrir danska Classic lagera og hef prufað að brugga öl sem er í ætt við þá.
Næsta sem ég hef komist er uppskrift sem ég fann á Homebrewtalk af bjór sem heitir Common Room Ale. Mjög skemmtilegur bjór með frábæran maltkarakter.
Hér er linkur á mína útgáfu. Gerið þarf ekki að vera London ESB, S-04 þurrger hentar flott í þetta (og er notað í upprunalegu uppskriftinni frá HBT).
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Sælt veri fólkið.

Post by Eyvindur »

Konan mín er einmitt mest fyrir Classic (og ég er hrifinn af slíku líka), þannig að ég brugga gjarnan fyrir hana einfaldan bjór sem er svipaður. Sá er ekki lager, en hann er gerjaður við frekar lágt hitastig. Ætti samt að vera fínn þótt hitastigið sé ögn hærra.

Uppskrift og punkta er að finna hér: http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=2840" onclick="window.open(this.href);return false;

Gangi þér vel!
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
loner73
Villigerill
Posts: 10
Joined: 16. Jun 2014 12:34

Re: Sælt veri fólkið.

Post by loner73 »

Takk kærlega fyrir góð svör. Nú er ég loksins búinn að koma mér upp aðstöðu og "modda" gömlu fötuna mínar með hitaelementum og krana. Búinn að búa mér til kælispíral og var að kaupa mér Bee Cave start pakka hjá Brew. Stóri B-dagurinn er svo annað kvöld.. langþráður draumur. Ég hef ekki enn möguleika á kælingu en það kemur :) Nú ætla ég að byrja á þessu og fikra mig svo í átt að Classik afbrigðum. Takk enn og aftur :)
Post Reply