HERMS spírall

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

HERMS spírall

Post by Maggi »

Vitið þið um fyrirtæki á Íslandi sem getur beygt ryðfrítt rör í spíral?
http://www.youtube.com/watch?v=pV1KsPrJ ... re=related" onclick="window.open(this.href);return false;

Mig vantar nefnilega spíral fyrir HERMS kerfið mitt og vil helst nota ryðfrítt rör. Þessi beygjanlega rör (sem er búið að rúlla upp) kosta annan handlegg svo ég var að pæla í að kaupa bara 6 metra lengju af röri í staðinn.

Einnig væri svo sem hægt að nota bara handbeygju
http://www.tradecounterdirect.com/custo ... der-15.jpg" onclick="window.open(this.href);return false;

og beygja í ferhyrndan spíral
http://t1.gstatic.com/images?q=tbn:ANd9 ... o5Xb8uSB-g" onclick="window.open(this.href);return false;

Einhver sem hefur farið handbeygju leiðina?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: HERMS spírall

Post by Eyvindur »

Af hverju viltu ryðfrítt? Varmaskiptin eru mun betri í koparnum, og ég hef svei mér þá aldrei séð neinn nota annað í HERMS.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: HERMS spírall

Post by hrafnkell »

kal (theelectricbrewery) notar ryðfrían spíral. Ég held að flest renniverkstæði geti beygt fyrir þig spíral, en hér eru líka leiðbeiningar hvernig þú gerir það sjálfur
http://www.theelectricbrewery.com/hot-l ... ank?page=3" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;


Ég myndi fylla rörið af sandi áður en maður byrjar á að beygja :)



Flest renniverkstæði og stálsmiðjur ættu líka að geta gert þetta fyrir þig.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: HERMS spírall

Post by Maggi »

Af hverju viltu ryðfrítt?
Það eru nokkrar áðstæður fyrir því. Meskitunnan verður úr ryðfríu, ásamt öllum lokum og píputengjum. Silokon slöngur eru á milli loka. Svo að
1) Kopar litar út frá sér. Þótt að það sé ekki beint hættulegt er það leiðinlegt þegar maður vill halda kerfinu sínu eins stílhreinu og hægt er.
2) Þrif á kopar er leiðinlegur. Ef koparinn er mikið oxaður þarf að nota ediksýru. Lyktin af ediksýru hræðileg. Hef vonda reynsu af 100 % ediksýru :) Veit að 3 % lyktar ekki eins megn en nógu vond samt.
3) Kostnaður á kopar hefur farið hækkandi síðustu ár og því er mögulega hægt að fá ryðfrítt á sama verði (fer þó eftir í hvaða landi maður er búsettur)

Reyndar er erfiðara að vinna ryðfría efnið en það er bara skemmtileg áskorun.
Varmaskiptin eru mun betri í koparnum,

Já veit það. Varmaleðni kopars er mun hærri en ryfrítt eða um 400 W/(m.K) á móti 16 W/(m.K). En skiptir það í raun máli? Samkvæmt þeim uplýsingum sem ég hef lesið á hinum og þessum net og spjallsíðum þá er hitinn á sæta virtinum alltaf sú sama og hitinn á vatninu í HLT. Það er að segja eftir að sæti virturinn hefur farið í gegnum spíralinn sem er staðsettur í HLT. Ég leyfi mér að vitna í Kal frá theelectricbrewery.com
Some will argue that using copper for the HERMS coil would be better given that copper is more efficient at transferring heat than stainless steel. In fluid heat transfers such as in our application, the difference is negligible. Our tests have shown that the temperature of the sweet wort exiting the HERMS coil is always equal to the temperature of water in the HLT so using copper would not have helped. In fact, we found that the two temperatures were always equal even when the temperature of the sweet wort entering the coil was considerably colder that of the HLT water. This was true even when circulating at a reasonably high rate (pump ball valve opened 50-100%).

Stainless steel is easier to clean, stronger, and holds up better over the years with contact with acidic liquids such as beer. We chose to go with stainless steel as much as possible in our setup over other metals such as copper, brass, or aluminum.
Ég er að henda saman varmafræðilegum reikningum til að finna út hvernig lengd og efni spíralsins hefur áhrif.
og ég hef svei mér þá aldrei séð neinn nota annað í HERMS.
Þeir sem eru með kerfið sitt úr ryðfríu stáli nota mjög oft (ef ekki oftar) ryðfrían spíral í HLT. Það er allavega mín upplifun eftir að hafa skoðað ryðfrí kerfi á net- og spjallsíðum.

Ef þetta er algjör steypa þá er ég alltaf opinn fyrir að vera leiðréttur :)
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: HERMS spírall

Post by Maggi »

kal (theelectricbrewery) notar ryðfrían spíral. Ég held að flest renniverkstæði geti beygt fyrir þig spíral, en hér eru líka leiðbeiningar hvernig þú gerir það sjálfur
http://www.theelectricbrewery.com/hot-l" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; ... ank?page=3" onclick="window.open(this.href);return false;
Já ég hef lesið The Electric Brewery fram og til baka enda er sú hönnum sem hefur veitt mér mesta innblásturinn að smíða bruggtæki. Er alveg ótrulega skemmtilegt kerfi.
Ég myndi fylla rörið af sandi áður en maður byrjar á að beygja :)
Já það virðist vera mjög góð hugmynd. Verð að prófa það.
Flest renniverkstæði og stálsmiðjur ættu líka að geta gert þetta fyrir þig.
Einhver hér sem hefur látið smiðju eða verkstæði gera þetta fyrir sig og veit hver kostnaðurinn er?
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: HERMS spírall

Post by Maggi »

Já og varðandi þessar ryðfríar rúllur sem eru sýndar á The Electric Brewery þá minnir mig að Barki sé að selja metrann á ca 4þús kall. Það var fyrir 10 eða 12 mm ef mig minnir rétt. Það er auðvitað allt of dýrt.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: HERMS spírall

Post by kristfin »

ekki láta eitthvað smá verðlag stoppa þig :)

ég smíðaði 3ja laga kerfi fyrir ári síðan, reyndar ekki herms. skrappaði því eftir fyrstu bruggun og er núna með 50 lítra single vessel system. að gera 3ja laga kerfi allt í ryðfríiu med det hele er klikkað dýrt. ég fattaði líka að það var bjórinn sem ég var eftir.

búinn að brugga 25 bjóra síðan þá. skál
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: HERMS spírall

Post by sigurdur »

Úff .. og enn nota ég mína "Bucket of death" frá því að ég var að reyna sannfæra alla um snilldina við plastið.. ;)

Endilega notaðu ryðfrítt.. það er töff :)
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: HERMS spírall

Post by Maggi »

ekki láta eitthvað smá verðlag stoppa þig :)
Góður :)
ég smíðaði 3ja laga kerfi fyrir ári síðan, reyndar ekki herms. skrappaði því eftir fyrstu bruggun og er núna með 50 lítra single vessel system. að gera 3ja laga kerfi allt í ryðfríiu med det hele er klikkað dýrt. ég fattaði líka að það var bjórinn sem ég var eftir.
Jú kostnaðurinn er hærri. Reyndar er ég búsettur í Danmörku og því oft hægt að fá góða díla á hinum og þessum vefsíðum innan ESB sem þýðir að enginn aukakostnaður (tollur, vörugjöld, vaskur) leggst á vöruna.

Mér finnst bara svo ótrúlega gaman að smíða hluti að ég get ekki hætt fyrr en ég er fyllilega sáttur við kerfið. Spurning hvort að ég hafi meiri áhuga á tækjunum heldur en bjórnum sjálfum :)
búinn að brugga 25 bjóra síðan þá. skál
Skál :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: HERMS spírall

Post by Eyvindur »

More power to you, maður. Mitt kerfi er úr öllum málmum, held ég. Það er líka búið að kosta merkilega lítið.

Annars hef ég alltaf bara notað venjulegt edik til að hreinsa oxun af kopar - ekkert mál. En ég skil þig fullkomlega. Og þú ert augljóslega fróðari um málma en ég. ;)

En ég tek undir með Stjána - þetta snýst um bjórinn (en samt líka dótið ;) ).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: HERMS spírall

Post by kristfin »

ekki ætla ég að fara tala niður græjusmíð, eins og reyndar má sjá á mörgum þráðum hér undir heimasmíði.

ég planaði 3ja laga kerfið í langan tima, en bjó mér fyrst til einfalt 3ja laga proof of concept kerfi sem ég bruggaði fyrstu 20 bjórana mína meðan ég var að smíða hitt.

þegar svo lokakerfið var tilbúið komst ég að því að það var svo lengi verið að brugga í því miðað við single vessel kerfi að ég breytti því í svoleiðis.

það er samt ekki eins og það sé ekki hætekk. allt rústfrítt, hitastýringar, flæðisstýirng og det hele. en í lok dags er það sem skiptir máli fyrir mig að ég sé undir 4 tímum að brugga.

en endilega leyfðu okkuar að fylgjast með þessu fæðast. mundu bara að halda áfram að brugga á meðan svo þú getir drukkið eitthvað gott við smíðarnar.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: HERMS spírall

Post by hrafnkell »

Ég er sammála hinum - passaðu þig að fara ekki í of mikinn bling factor áður en þú byrjar að brugga. Það er vel mögulegt að þú skiptir um skoðun og viljir frekar að bruggið taki styttri tíma. Ég byrjaði með 3 vessel en breytti í biab-ish no sparge kerfi til þess að vera fljótari að brugga. Manni finnst fínt að þetta taki langan tíma fyrst, en maður vill fljótt minnka tímann sem þetta tekur til þess að maður nenni að brugga reglulegar.

Það er auðvitað misjafnt eftir fólki, en ég ræð fólki venjulega frá því að byrja mjög dýrt í þessu. Maður veit ekkert hvað maður vill þegar maður byrjar, maður heldur bara að maður viti það :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: HERMS spírall

Post by Eyvindur »

hrafnkell wrote:Maður veit ekkert hvað maður vill þegar maður byrjar, maður heldur bara að maður viti það :)
+1
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: HERMS spírall

Post by Maggi »

eyvindurkarlsson, kristfin og hrafnkell, þetta eru allt góðir punktar hjá ykkur. Get alls ekki verið ósammála því sem þið segið. Það gæti vel verið að ég eigi eftir að vera óánægður með kerfið þegar það er tilbúið og vilji einfalda það og minnka bruggtímann. En eins og staðan er núna þá vil ég klára það og gera það eins vel og hægt er innan ákveðins fjármagns.

Fyrir þá sem ekki vita er þetta kerfið mitt sem er ennþá í smíðum
http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=1801" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

kristfin, þú nefnir "single vessel" kerfið þitt. Ég man ekki eftir að hafa séð það á síðunni. Geturðu bent mér á link?
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: HERMS spírall

Post by Maggi »

Svo við höldum okkur við upphaflegt topic þá datt ég á athyglisverð ryðfrí rör, sjá hér
http://www.waterwaygmbh.de/en/helical-tube.html
http://vacano.de/ebay/Verrohrung%20und%20Zubehoer.pdf
http://vacano.de/ebay/ww%20preisliste.pdf

Þetta eru "corrugated" rör sem þarfnast ekki sérhæft tól til að beygja. Gæti verið skemmtilegt að prófa þetta þó að innra yfirborðið er kannski ekki hentugt til þrifnaðar. Einnig er leiðinlegt að ekki er hægt að fá ryðfrí fittings með, eingöngu messing. Pæling.
Last edited by Maggi on 3. Dec 2011 23:21, edited 1 time in total.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: HERMS spírall

Post by kristfin »

hér er linkur
http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=1364" onclick="window.open(this.href);return false;

í hinum fullkomna heimi værum við allir með herms system. ég er að skila að jafnaði 30 lítrum í gerjunarfötuna, en með barley wine næ ég ekki nema 23. mér finnst það hinsvegar ásættanlegt miðað við allt.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: HERMS spírall

Post by Maggi »

Skemmtilegt kerfi! Gaman að sjá það virka.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: HERMS spírall

Post by Maggi »

Aðeins meira um þessi "corrugated" rör. Ég fann annan söluaðila á Ebay í Þýskalandi sem selur rörin mjög ódýrt eða 2.90 eur per meter fyrir DN12 (1/2")
http://cgi.ebay.de/ws/eBayISAPI.dll?Vie ... 0666753539

Hann selur einnig skemmtilegar þéttingar. Ryðfrír hringur sem settur er upp á rörið og pakkning
http://www.ebay.de/itm/Verschraubung-So ... 2a15bd7948
http://www.ebay.de/itm/Endkappe-Presshi ... 6d702f7e70

Þessi rör gætu einnig verið mjög góð fyrir mótstreymiskæli. Þar sem rörið er "rifflað" (e. corrugated) þá geri ég ráð fyrir að iðustraumurinn (e. turbulent flow) sé ansi hár. Það er gefið upp að þessi rör séu 1.5 kW/m. Ég veit nú ekki hvað 1/2" kopar rör er, einhver?
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: HERMS spírall

Post by gosi »

Ég veit að þetta er gamall þráður ennnnnnnnnnnnnnnnnn.....

Hvar fæst svona "corrigated" rör á þessu landi?
Og hvað heita þau annað ef það á við?

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: HERMS spírall

Post by sigurdur »

Þú sagar bara rör með járnsög - veit ekki til þess að þetta sé til annars.
Post Reply