Tölur í BeerSmith

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Tölur í BeerSmith

Post by æpíei »

Brad Smith, höfundur Beersmith sendi tölvupóst til notenda nú um helgina þar sem hann var að biðja um athugasemdir varðandi forritið. Ég stóðst ekki mátið og sendi honum nokkur komment. Hann svaraði mér svo í gær og þakkaði fyrir.

Þau komment sem ég hafði voru:

- ef sykri er bætt út í eftir að suða hefst kemur það þó inn í pre-boil gravity. Hann sagðist vita af þessu og þetta yrði leiðrétt

- ég sagði að litarútreikningar væru oft rangir, t.d. með Carafa Special. Hann sagði að litur væri reiknaður skv. Morey formúlu, svo ef hún er röng þá er það bara svo

- svo er það með innslátt á tölum. Ég þarf alltaf að slá inn tölur með "." í stað ",", t.d. "2.5" en ekki "2,5". Hann sagðist ekki þekkja til þessa vandamáls. Er þetta eitthvað sem þið þekkið eða er þetta eitthvað þá við hvernig ég hef mína vél upp setta? Gott væri að heyra frá ykkur. Mig minnir að þetta hafi breyst þegar ég uppfærði BS fyrir nokkru, mögulega í útgáfu 2.2. Ég er með Mac.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Tölur í BeerSmith

Post by Eyvindur »

Bandaríkjamenn nota punkta en ekki kommur eins og við. Þannig að það er ekki skrýtið þótt hann kannist ekki við villuna, því þetta er ekki villa. ;)

Það væri þó næs að geta valið hvorn háttinn maður vill hafa, eða að geta gert hvort tveggja.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Tölur í BeerSmith

Post by gosi »

Ef farið er í Tools -> Options -> Units er Currency and Date options og þar er hægt að velja á milli kommu og punkts

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Tölur í BeerSmith

Post by æpíei »

Akkúrat, hann sagði mér það. En það er bara ekki Currency og Date sem ég var að glíma við, þess vegna datt mér ekki í hug að þetta væri málið 8-)

Málið er að þú velur þessa stillingar í Kerfisstillingum og þá stillingu nota svo flest forrit. En Beersmith gerir það sem sagt ekki. Það þarf að stilla þetta sérstaklega fyrir þetta forrit. Ég benti honum vinsamlegast á það svo vonandi kemur það í næstu útgáfu.
Post Reply