Blue Velvet

Hér geta notendur spjallað á léttu nótunum um eitt og annað sem tengist ekki beint gerjun eða öðru efni á þessu spjallvef
Post Reply
kari
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Blue Velvet

Post by kari »

Mynd frá 1986 og nokkrum árum síðar var debatið um Becks vs. Heineken en hér ....
Bud, king of beers
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Blue Velvet

Post by æpíei »

Þegar ég flutti til New York fyrir mörgum árum þá fór ég eitt sinn með vinafólki út að borða. Þá var ástandið þannig í NY að á 99% veitingastaða var hægt að fá Bud, Bud light, Heineken og Corona. Allt og sumt. Eftir að hafa áður búið í Hollandi þá drakk ég Heineken, þó svo hann hafi ekki verið það sem ég venjulega drakk þar. Spjallaði við amerískan kunningja vinar míns á þessum dinner sem hafði orð á því ég væri að drekka Heineken og fannst það óvenjulegt. Þetta er það eina almennilega hér, sagði ég. Yes, but it's an acquired taste, svaraði hann.
kari
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: Blue Velvet

Post by kari »

Já sennilega "acquired taste" eins vinur þinn sagði. Sjálfur náði ég aldrei tengingunni við Becks, fannst hann alltaf vondur.
Þyrfti sennilega að ná í eina flösku/dós til að greina það hvað mér fannst vont í þá daga.

Myndin er hinsvegar "full" af beinum vísunum í Heineken og aðra bjóra og svolítið fyndin á köflum. Ég hefði sennilega átt að kalla þráðinn "Nostalgía" :)
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Blue Velvet

Post by æpíei »

Ég hef ekki séð þessa mynd lengi. Man bara eftir eyranu og svo maurum, ekki bjórs tilvísunum. Þarf greinilega að horfa aftur með Heineken einkennum í huga ;)
kari
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: Blue Velvet

Post by kari »

Sama hér var að horfa á hana aftur.
Mundi ekkert eftir þessum bjórtilvísunum, enda eru þær eiginalega "product placement" eða grín að "product placement" veit ekki alveg hvort. David Lynch er súrealisti og stundum veit maður ekki alveg hvernig maður á að túlka hann.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Blue Velvet

Post by Eyvindur »

Ég horfði á þessa mynd endalaust oft þegar ég var unglingur. Í miklu uppáhaldi. En ég man ekkert eftir bjór. Þarf augljóslega að rifja hana upp.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply