Eins og ég er nú himinlifandi með bjórana mína þá eru sumir aðrir fjölskyldumeðlimir mishressir - þegar ég hverf útí bílskúr á kvöldin að kíkja á bjórinn minn þá dæsir frúin og spyr hvort ég geti ekki bruggað eitthvað annað en bjór (sem hún drekkur semsagt ekki ....)
Anyway, henni finnst semsagt Somersby eplacider góður. Hún drekkur líka Rosemount GTR. Og alltílagi með það nema ég hef ekki fundið einn einasta nothæfan þráð sem fjallar um það hvernig maður gerir e.k. Somersby clone. Þeir eru eflaust til en allavega ... Væntanlega flokkast hann undir sweet/fizzy hard cider en aðalmálið virðist vera að ná gosi í flöskur eftir bottlun og halda samt sætunni ?
Hefur einhver hér gert vel heppnaðan og sætann eplacider og komið honum vel kolsýrðum á flöskur ?