"Somersby" fyrir frúnna ?

Spjall um cidergerð og allt henni tengt.
Post Reply
fridrikgunn
Villigerill
Posts: 18
Joined: 28. Mar 2015 00:01

"Somersby" fyrir frúnna ?

Post by fridrikgunn »

Eins og ég er nú himinlifandi með bjórana mína þá eru sumir aðrir fjölskyldumeðlimir mishressir - þegar ég hverf útí bílskúr á kvöldin að kíkja á bjórinn minn þá dæsir frúin og spyr hvort ég geti ekki bruggað eitthvað annað en bjór (sem hún drekkur semsagt ekki ....)

Anyway, henni finnst semsagt Somersby eplacider góður. Hún drekkur líka Rosemount GTR. Og alltílagi með það nema ég hef ekki fundið einn einasta nothæfan þráð sem fjallar um það hvernig maður gerir e.k. Somersby clone. Þeir eru eflaust til en allavega ... Væntanlega flokkast hann undir sweet/fizzy hard cider en aðalmálið virðist vera að ná gosi í flöskur eftir bottlun og halda samt sætunni ?

Hefur einhver hér gert vel heppnaðan og sætann eplacider og komið honum vel kolsýrðum á flöskur ?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: "Somersby" fyrir frúnna ?

Post by Eyvindur »

Þú færð því miður ekki hráefni í almennilegan cider á Íslandi. Menn hafa gerjað eplasafa, með misjöfnum árangri, en það verður ekki alvöru cider. Ég fann einu sinni eitthvað sírópskitt til að búa til cider (í Europris sálugu), og hann varð gallsúr (hefði kannski getað sætt hann með einhverjum hætti, en ég reyndi það ekki). Úrvalið af eplum í búðum er ekki nógu gott til að búa til almennilegan cider eftir hefðbundnum leiðum. Ég hef aldrei heyrt um neinn sem hefur fundið út úr þessu, því miður.

Spurning hvort þú getir reynt að finna eitthvað sem konunni þinni finnst gott? Ég segi alltaf að engum finnist bjór vondur - sumir hafi bara ekki fundið bjórinn sem þeim finnst góður. ;)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: "Somersby" fyrir frúnna ?

Post by hrafnkell »

Paging @flokason :)
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: "Somersby" fyrir frúnna ?

Post by æpíei »

Í heimabruggferð sem ég fór í í fyrra heimsóttum við Mary sem býr til alls konar áfenga safa:
Næst gengum við yfir Williamsburg brúnnna út í Brooklyn. Þar undir brúnni búa Mary og Chris. Chris er bruggari á 508 Gastrobrewery á Manhattan. Mary er að vinna að bók um gerjun. Hún sérhæfir sig í að gerja alls konar safa og síróp. Hún dró fram flösku eftir flösku af fínastu drykkjum, ciderum með sporðdrekapipar, mjöðum, guava- og kirsuberjadrykkjum, svo ég nefni eitthvað. Hún leitar að drykkjum sem eru óblandaðir og með engum bætiefnum, t.d. Kirkland eplasafann, setur ger út í og etv smá krydd. Engan sykur. Hún gerjar sem með S-04 eða kampavískryddi eftir því hversu þurran hún vill hafa hann í ca 2 vikur, setur þá á flöskur, aftur án sykurs, og lætur drykkinn kolsýrast náttúrlega. Hún segir að best sé að nota plastflöskur í þetta því þá má kreista þær og finna þegar kolsýran er tilbúin. Þetta voru mjög skemmtilega pælingar hjá henni og það verður gaman að sjá bókina hennar.
Vinkona mín hefur nýtt sér þetta til að gera góða sædera. Lykilatriði segir hún er að finna safa sem er "not from concentrate". Þú færð ýmsa svona safa hér á landi en ódýrastur var hann í Krónunni að sögn @flokason. Hún notar aðallega eplasafa en hefur svo stundum sett út í aðra safa til að fá skemmtileg afbrigði. Þú getur líta sett útí smávegis af safa úr "concentrate", þá muntu fá örlitla sætu í drykkinn því hann gerjast ekki eins vel.

Þú átt ekki að þurfa að bæta neinum sykri í, bara safann og svo gott ger. S-04 gerið hentar vel, en ef þú vilt þurrari safa getur þú notað kampavínsger eða álíka. Ef þú vilt kolsýra hann bætir þú í örlitlum sykri við átöppun, eða tappar hann þegar gerið hefur ekki alveg klárað sig.
flokason
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 5. Dec 2012 23:12

Re: "Somersby" fyrir frúnna ?

Post by flokason »

Ég gerði sætan cider um daginn sem kom mjög vel út, en hins vegar setti ég á kút, en ekki flöskur og því var þetta töluvert einfaldara.

Ég keypti eplasafa sem er ekki úr þykkni. Ég notaði Wyeast 3711 til að gerja það. OG var 1.048 (enginn viðbættur sykur) og eftir eina viku var þetta komið í FG 0.998. Það þýðir að þetta var orðið 6.6%. Ég bætti smá wyeast gernæringu og DAP.

Þá setti ég þetta á kút og kolsýrði. Síðan bætti ég út í 100% hreinni eplaþykkni til að fá sætu og eplabragð. Ég fann hjá Ekrunni eplaþykkni sem var 100% úr eplum, en það var Rynkeby þykkni.

Á tveimur vikum var þetta orðið helvíti gott. Persónulega er ég ekkert að drekka þetta, en frúnni og vinkonum hennar finnst þetta mjög gott

Þannig að ég get því miður ekki hjálpað þér með flöskuvandamálið.
Þetta er annars skemmtilega einfalt með kútana :)
Á kút:
Imperial Stout, Kölsch, Bock, Quad, Saison, Hoppy Saison, Tripel, Märzen, Brett IPA & Tripel
Post Reply