Spurning varðandi ger og loftlás

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
ALExanderH
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Spurning varðandi ger og loftlás

Post by ALExanderH »

Eftir að hafa gert fyrstu lögun sjálfur í gær(einungis verið viðstaddur eina lögun annar staðar) þá lenti ég í að vera ekki alveg viss um þetta og vildi vera alveg pottþéttur fyrir næstu laganir.

Er með glerkút og Fermentis þurrger, ætti ég að hrista virtinn til í glerkútnum og er best að gera það áður eða eftir að ég helli gerinu útí?
Ætti ég þá að fá mér heilan tappa til að loka alveg glerkútnum og hrista?
Er eitthvað til að hafa í huga hvernig eða hversu lengi maður hristir?
Svo skipti ég bara heila tappanum út fyrir tappa með loftlás, ætti ég að fylla á loftlásinn áður eða eftir að ég set hann á glerkútinn?

Í gærkvöldi vissi ég ekki alveg hvort ég ætti að hrista eða ekki, ég ákvað að fara milliveginn og hallaði bara kútnum svo að það fór smá hreyfing á virtinn og loftlásinn fylltist bara öðru megin(er með tvískiptan) svo að ytra hólfið er með vökva upp að strikinu en ekki innra hólfið, í morgun var farið að bubbla nokkuð stöðugt með 10 sek millibili. Ætti ég að hafa einhverjar áhyggjur af loftlásnum? Bara fylla á hann ef hann jafnast út svo að það sé upp að striki báðu megin?

Mikill lærdómur frá fyrsta skipti :geek:
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Spurning varðandi ger og loftlás

Post by Eyvindur »

Svarið við öllum spurningum: Skiptir engu.

Jú, ok. Best að hrista sem allra mest. Algjör óþarfi að vera með heilan tappa. Bara sótthreinsa á þér fingur (með spritti eða joðófór) og halda fyrir gatið í tappanum. Ég hristi yfirleitt áður en ég set gerið út í, en það skiptir engu máli. Þumalputtareglan hjá mér er að hrista í 2 mínútur. Enn og aftur: Ekki úrslitaatriði.

Fyrst og fremst: RDWHAHB (Relax, don't worry, have a hombrew.)

Gangérvel!
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Spurning varðandi ger og loftlás

Post by æpíei »

Sæll, og velkominn í hópinn. Þú hristir virtinn áður en þú setur gerið í. Það er gert til þess að setja súrefni í hann sem er nauðsynlegt fyrir gerið. Það kemur líka yfirleitt súrefni með þegar þú hellir virtinum úr suðutunnunni svo þetta er ekki endilega nauðsynlegt. En gott er að hrista kútinn eitthvað áður en þú lokar honum. Settu svo gerið í og lokaðu með tappanum. Ég set ekki vatnslásinn í fyrr en ég er búinn að flytja kútinn á þann stað sem ég læt hann gerjast. Þetta er sérstaklega mikilvægt með plastkúta því þeir bogna og beyjast í flutningum og eiga þá til að sjúga inn vatnið sem er í vatnslásnum ef kúturinn er lokaður. Settu svo smá joðblandað vatn í vantslásinn, fyrst í ytra hólfið og svo setur þú innra hólfið í og lokar. Þetta lærist og maður kemur sér upp rútínu sem virkar fyrir mann. Fyrst gerjun er hafin þá er þetta í góðu lagi hjá þér og bara málið að fara að hlakka til að smakk bjórinn. :skal:
ALExanderH
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Re: Spurning varðandi ger og loftlás

Post by ALExanderH »

Þakka góð svör, og jújú maður var svosem slakur fyrst gerjunin var farin af stað :) En þó gott að vita fyrir næstu lögun.

Önnur spurning, ég er mjög tæpur á magni með pottinn sem ég er að nota núna og hann verður að duga vegna plássleysis.
Í gær setti ég 1.7l soðið vatn til viðbótar(reyndi að hella líka í gegnum pokann en þarf sigti sem hann getur legið í svo það fari ekki útfyrir eins og í gær) rétt í byrjun suðu og svo soðið vatn sem ég var búinn að kæla eftir kælingu þegar ég var að hella í gerjunarkútinn(gerði einnig þau mistök að mæla OG áður en ég gerði það svo mælingin gæti verið aðeins off vegna þess?). Er eitthvað limit á svona "top off" vatni, s.s. er tæpir 3 lítrar í 11.5 lítra lögn of mikið að það muni hafa mikil áhrif á bragð og/eða abv?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Spurning varðandi ger og loftlás

Post by æpíei »

Góð spurning. Veit ekki hvort ég er með rétt svar, en prófa samt. Ég tel að ef þú setur upp uppskrift miðað við ákveðið magn, þá er í lagi að meskja og sjóða minna magn og bæta svo við vatni að lokinn suðu áður en gerjun hefst. Það þarf þó að vera innan einhverra marka eins og þú bendir á, því mögulega er það ekki gefið að þú náir út öllum sykrunum ef þú meskjar í minna vatni en gert er ráð fyrir. Segjum að þú ætlir að fá OG 1.050 í 20 lítrum en getur bara soðið 16 lítra, þá ættir þú að stefna á (20/16*50 = ) OG 1.063 í 16 lítrunum og bæta svo við vatni í gerfötuna þar til 20 lítrum er náð. Þú setur líka útí humla miðað við þessa 20 lítra svo þú fáir rétt biturstig eftir útþynningu.
ALExanderH
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Re: Spurning varðandi ger og loftlás

Post by ALExanderH »

Já og svo bara svona til að einfalda aðeins, eru pro v con á því að setja top off vatnið fyrir suðu eða eftir suðu?
Er sumsé með 11.5 lítra glerkút og potturinn tekur kannski akkúrat það, en eftir meskinguna þá fór mikið af vatni með korninu.
Þarf aðeins að finna betur út úr því miðað við mína aðstöðu hvernig er best fyrir mig að ná sem mestum vökva úr því til að ná sem mestum sykruðum virti. En spurningin þá hvort sé betra að bæta við hreinu soðnu vatni fyrir eða eftir suðu.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Spurning varðandi ger og loftlás

Post by æpíei »

Ég tek eftir því nú að þú segist hafa helt soðnu vatni yfir kornið. Nú veit ég ekki hitastigið á því vatni, en ég held að sjóðandi vatn yfir korn sé ekki málið. Hins vegar er korn oft skolað. Þá hellir þú skolvatni yfir kornið en það er um 77 gráðu heitt. Við það losaru aðeins meira af sykrum og færð aukna nýtni. Ca 2 lítrar miðað við þína stærð er passlega mikið skolvatn. Ef þú ert með vatn við annað hitastig skaltu frekar hella því beint í suðutunnuna. Það skiptir svo sem ekki máli hvort þú bætir við hreinu vatni fyrir eða eftir suðu.
ALExanderH
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Re: Spurning varðandi ger og loftlás

Post by ALExanderH »

Hitaði vatnið í hraðsuðukatli og það var búið að kólna smá svo það var ekki langt frá þessum 77°, það var ekki beint eftir suðu og yfir kornið.
Það myndi leysa flest vandamálin mín ef ég væri með örlítið stærri pott en það er ekki í boði eins og staðan er í dag :)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Spurning varðandi ger og loftlás

Post by hrafnkell »

Alltaf best að sjóða full volume ef maður getur. Maður fær t.d. minni beiskju úr humlunum í þykkari virti og virturinn verður dekkri og bragðemiri vegna þess að hann karamellast (caramlelized/maillard reaction) meira þegar hann er þykkri.

Beersmith getur gert ráð fyrir meiri humlum þegar maður gerir partial boil, en það er samt "best" að geta soðið allt í einu.
ALExanderH
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Re: Spurning varðandi ger og loftlás

Post by ALExanderH »

Já það bíður betri tíma þegar ég hef pláss fyrir stærri pott heima :)
Post Reply