Ostagerd.is hættir - Lagerhreinsun

Umræður um ostagerð.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Ostagerd.is hættir - Lagerhreinsun

Post by sigurdur »

ostagerd-lager-hreinsun.png
ostagerd-lager-hreinsun.png (135.24 KiB) Viewed 24680 times
Ostagerð.is hættir rekstri og er með lagerhreinsun.

En fyrst vil ég þakka þér fyrir að hafa haft áhuga á ostagerð.

Takk! Þú ert ástæðan fyrir því að ég hef rekið ostagerd.is í öll þessi ár! :-)

Ég stofnaði ostagerd.is fyrir 3 árum þegar ég vildi auka ostamenninguna á Íslandi en vegna anna í öðrum verkefnum þá hef ég ákveðið að hætta að reka ostagerd.is .

Þetta var og er bara áhugamál hjá mér en ég vildi hjálpa öllum öðrum sem höfðu áhuga á að búa til osta eða voru forvitnir um það.

Með því að kaupa mikið af ostagerðarvörum, þá gat fólk loksins fengið ostagerðarvörur á viðráðanlegu verði beint frá Íslandi.

Það er búið að vera skemmtilegt að vera í öll þessi ár að auðga ostamenninguna, kenna fólki að búa til osta og tala um ostagerð.

En eins og ég segi, þá hef ég ekki lengur tíma til að sinna þessu og vil því koma öllum vörunum út eins hratt og hægt er.

Allar vörur eru núna á allt að 64% afslætti.

Sem þakkarbónus þá munu allir sem panta í dag (Mánudag 9.3.2014) fá ókeypis aðgang að ostagerðarnámskeiði á netinu!

Fyrir neðan þá útlistaði ég öllum vörum ostagerd.is ásamt lagerstöðu við byrjun lagerhreinsunar.

Í þessu skjali þá geturu séð rauntímastöðuna á lagerinum:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/ ... sp=sharing" onclick="window.open(this.href);return false;

Viltu taka við rekstrinum á ostagerd.is ?
Ekkert mál, sendu mér tölvupóst sem allra fyrst eða hringdu í mig í 867-3573 og við skulum tala saman.

Hvernig kaupi ég vöru af listanum?
1. Sendu tölvupóst á sigurdur@sigginet.info
EÐA
1. Hringdu í síma 867-3573
Ég verð límdur við tölvuna og símann næstu klukkutímana.

*** Ef það er á tali, reyndu þá bara aftur eftir mínútu ***

2. Láttu mig vita hvað þú vilt kaupa í tölvupóstinum eða símanum.

3. Ég mun staðfesta það sem þú kaupir og segja þér hversu mikið það kostar og hvernig þú getur greitt fyrir það.

4. Svo greiðiru fyrir vöruna þegar þú sækir eða í gegn um millifærslu/kreditkort.

5. Sæktu vöruna á Linnetsstíg 9b eða biddu um að fá vörurnar sendar.

Er hægt að fá sent?
Já, en þú þarft að greiða sendingarkostnað.
Allar vörur sem verða sendar fara í póst á miðvikudegi.

Aftur, takk fyrir að hafa haft áhuga á ostagerð, það er mér mikils virði!

Með ostakærri kveðju,
Sigurður Guðbrandsson
Post Reply