Pæling varðandi lager gerjun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Pæling varðandi lager gerjun

Post by Sigurjón »

Jæja, ég er algjör nýgræðingur svo ekki skjóta mig niður ef þetta hljómar heimskulega.

En ég hef lesið að lager gerjun þurfi mun lægra hitastig til að gerjast rétt. Og þetta er á frekar óþægilegu hitastigi eða eitthvað á milli 10-15 gráða.
Segjum sem svo að ég ætli að brugga í júní og þar sem ég á ekki kæliskáp og hef ekkert pláss fyrir svokeiðis, væri algjört glapræði að hafa gerjunarfötuna bara úti (auðvitað í skjóli og skugga) eða væri það í góðu? Hitastigið er eitthvað um 10-15 gráður hvort sem er. Auðvitað er eitthvað pínu flökt á hitanum, en eru tvær, þrjár gráður til og frá mjög slæmar?

Bara svona aðeins að spekulera.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Pæling varðandi lager gerjun

Post by Örvar »

Ég myndi ekki mæla með því. Þú værir að fá allt of grófar hitabreytingar myndi ég halda. Gætir t.d. lent í því að hitinn falli of mikið þegar liðið er á gerjunina og gerið gæti fallið út og ekki klárað sitt verk.
Ef lítill ísskápur er alveg út úr myndinni myndi ég skoða aðrar aðferðir eins og að hafa gerjunarfötuna í vatnsbaði eða eitthvað slíkt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pæling varðandi lager gerjun

Post by Eyvindur »

Þetta hefur verið gert, með góðum árangri. Sakar ekkert að taka sénsinn, en það er þá alltaf sá möguleiki fyrir hendi að eitthvað klikki. En ef þú kemur gerjuninni vel í gang á réttu hitastigi (ef þú hittir á nokkra daga í röð þar sem hitastigið helst nokkuð stöðugt í skugga) er ekkert því til fyrirstöðu að færa fötuna inn og láta hana klára í heitara umhverfi. Það er upphafið á gerjuninni sem ræður mestu um gerjunarkarakter, og eftir það er ekkert hættulegt að láta það klára við stofuhita. Það gæti verið erfiðara að lagera, en þá gætirðu svosem bara haft fötuna í smá tíma úti - ekki alveg það sama, en ætti að hafa einhver áhrif.

Ég myndi bara prófa þetta. Ekkert víst að það klikki.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pæling varðandi lager gerjun

Post by Eyvindur »

Hitabreytingarnar eru líklega ekki stórhættulegar, því ef þú geymir þetta í skugga og skjóli (undir steintröppum, til dæmis) er líklegt að hitasveiflurnar takmarkist nokkuð, og svo tekur svona mikinn vökva nokkuð langan tíma að ná að sveiflast eitthvað að ráði.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Pæling varðandi lager gerjun

Post by Sindri »

Gætir reynt að redda þér litlum ísskáp og fengið þér http://www.brew.is/oc/Rafmagn/Hitastyring" onclick="window.open(this.href);return false;
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Pæling varðandi lager gerjun

Post by Sigurjón »

Takk fyrir innleggin. Ég hugsa að ég láti vaða einhvern tímann í sumar.
Það gæti kannski verið góð hugmynd að hafa gerjunarfötuna í vatnsbaði á meðan hún er úti til að hitabreytingarnar verði hægari.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pæling varðandi lager gerjun

Post by Eyvindur »

Já, mjög góð hugmynd. Þú verður náttúrulega að fylgjast vel með hitaspám, líka, og passa að meðalhitinn verði á góðu róli.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply