Kolsýring – sykur

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
barasta
Villigerill
Posts: 17
Joined: 16. May 2013 13:11

Kolsýring – sykur

Post by barasta »

Sælir félagar. Smá spurning hér. Ég hef ávalt notað „corn- sugar“ við kolsýringu á bjórnum hjá mér.
Er einhver með reyslu af því að nota bara strá-sykur ? Er það eitthvað verra ? Myndast eitthvað auka bragð með strá sykri eða...?
Foss Brewery
_______________________
Tían (APA), í gerjun
Zombie Dust, clone, í gerjun
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kolsýring – sykur

Post by Eyvindur »

Ég nota alltaf strásykur. Notaði corn sugar einhvern tíma fyrir löngu. Fann engan mun þegar ég skipti yfir. Þetta er svo lítið magn að þetta breytir engu (nema fyrir veskið).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Kolsýring – sykur

Post by Funkalizer »

Ég veit að allar alhæfingar eru rangar en... það er enginn munur á þessu eða þá svo lítill í því magni sem þú notar að þú átt aldrei eftir að taka eftir mun.
Það eina sem þú þarft að passa þig á er að það er meiri raki í "bjórsykri" en strásykri þannig að þú þarft að nota einhverjum 20% minna af hvítum.
Ég fór samt bara úr 6,6 gr. per. líter af bottlanlegum bjór niður í 6 gr. af því að það var svo nett tala.
Það virkar ágætlega.
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Kolsýring – sykur

Post by drekatemjari »

Ég hætti að nota cornsugar eftir að ég fór að lesa að menn voru oft að nota strásykur í allt að 10% í bjóruppskryftir hjá sér án vandræða. Venjulegur hvítur sykur, uþb 110g í 20L lögn er varla að fara að gefa neitt bragð svo að þú þurfir að hafa áhyggjur af.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kolsýring – sykur

Post by hrafnkell »

drekatemjari wrote:Ég hætti að nota cornsugar eftir að ég fór að lesa að menn voru oft að nota strásykur í allt að 10% í bjóruppskryftir hjá sér án vandræða. Venjulegur hvítur sykur, uþb 110g í 20L lögn er varla að fara að gefa neitt bragð svo að þú þurfir að hafa áhyggjur af.
Þetta er frekar mikilvægur punktur. Það er engin ástæða til að nota "bjórsykur"/dextrósa á neinu stigi bruggunar. Hann kostar meira og gerir nákvæmlega sama og venjulegur strásykur sem kostar undir 200kr/kg í bónus.
Post Reply