Glútenlaus bjór

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Glútenlaus bjór

Post by Funkalizer »

Sælar

Hefur einhver ykkar einhverja reynslu í sambandi við að búa til glútenlausan bjór ?
Það eina sem ég veit að Weyermann framleiðir og er glutenlaust er eitthvað sem heitir Sinamar en það virðist vera litarefni miklu frekar en malt afleiða.

Er þetta of mikið vesen ?
Fann þessa síðu með fullt af stöffi en ég veit ekki einu sinni hvar ætti að byrja að leita að hráefni.

Anyone?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Glútenlaus bjór

Post by hrafnkell »

Ég hugsa að mikið af þessu gætirðu fundið í kosti, heilsuhúsinu og svoleiðis stöðum. Annars hef ég lítið vit á glútenlausum bjór og hef bara rétt litið yfir nokkrar greinar um það..
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Glútenlaus bjór

Post by gm- »

Er víst dáldið snúið, og sá glúteinlausi bjór sem ég hef smakkað var ekki þess virði að drekka, held að ég myndi skipta yfir í vín/cider frekar :)

Hægt að nota sorghum extract ef þú getur fengið slíkt á klakanum, eða þú getur maltað eigið kínóa eða millet með tilheyrandi veseni.

Hérna er uppskrift frá félaga mínum sem segir að hún sé þokkaleg, þú ættir að geta fengið bókhveitiflögur einhversstaðar í hippadeildum stórmarkaða, erfiðara með sorghum extractið:

60 minute boil
6 gallons pre-boil volume
5.25 gallons post boil
OG 1.048
FG 1.008
5.2% ABV
46 IBU
Colour: 11.5 SRM

Fermentables
13.3% Toasted Buckwheat (steeped, 30min 155ºF)
73.3% Sorghum Extract Syrup (added to boil—60 minutes to try and get some caramelization for more colour)
13.3% Belgian Candi Syrup D45 (last 10 minutes of boil)

Hops
US Magnum (13.0 % AA, Pellet) 0.75 oz - 60 Min
US Vanguard (5.0 % AA, Pellet) 0.50 oz - 10 Min
US Vanguard (5.0 % AA, Pellet) 1.50 oz - 5 Min
US Cascade (5.3 % AA, Pellet) 2.00 oz - Flame out
US Cascade (5.3 % AA, Pellet) 2.00 oz - Dry-Hopped (10 days)

Fermented with US-05 at 62ºF.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Glútenlaus bjór

Post by æpíei »

Ég hef aðeins verið að líta á þetta til að brugga fyrir vinkonu mína sem er bjóráhugakona en þurfti nýlega að fara á glutenfrítt fæði. Það er ekki hlaupið að þessu eins og þessi grein hér segir:

http://byo.com/stout/item/698-gluten-free-brewing" onclick="window.open(this.href);return false;

Eina sorghum sem ég hef séð hér er sorghum hveiti í kosti. Það er ekki hægt að nota það. Hafið þið hugmynd um hvort sorghum ómalað fáist einhvers staðar? Ég þyrfti þá líklega að malta það sjálfur eins og lýst er í greininni.

Það er ekki nema hægt væri að safna í pöntun á sorghum sýrópi ef fleiri hafa áhuga á að prófa þetta. Sjá hér:

http://www.brewingwithbriess.com/Maltin ... rewing.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: Glútenlaus bjór

Post by astaosk »

Ég einmitt á líka góða "glútenfría" vini svo ég væri til í að vera með ef það væri farið út í pöntun.
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Glútenlaus bjór

Post by hrafnkell »

Ég get tekið þetta í næstu ld carlson pöntun ef áhugi er fyrir hendi. Ég fæ einstaka sinnum fyrirspurnir um glúteinfría bruggun. Ég hef líka verið að benda mönnum á að clarity ferm frá white labs veldur því að bjór verður undir FDA mörkum og getur kallast glúteinlaus. Það er vert að skoða og jafnvel prófa ef menn eru ekki með alvarlegt óþol.
In addition to eliminating chill haze, Clarity Ferm significantly reduces the gluten content in beers made with barley and wheat. A Clarity-Ferm treated beer made from barley or wheat usually tests below 20 ppm of gluten, the current international standard for gluten free. White Labs offers gluten testing for beers, this test will allow brewers to know the gluten level of the beers it produces, but brewers are not allowed to use this value on their labels until the FDA completes its validation.
http://www.whitelabs.com/other-products ... arity-ferm" onclick="window.open(this.href);return false;



Lítið mál að taka þetta með í næstu white labs pöntun. Ég tók smotterí af þessu seinast, en það er uppselt núna.
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Glútenlaus bjór

Post by Funkalizer »

Í mínu dæmi væri það algjörlega glútenlaust eða ekkert.
Sorghum syrup og brown rice syrup skilst mér að sé "skíturinn" í þessu.
Sorghum upp á að bera uppi bruggunina (sykrurnar) og brown rice til að mýkja bragðið af sorghum'inu.
Endilega láttu okkur vita, Hrafnkell, hvað þetta kemur til með að kosta ef þú pantar þetta næst.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Glútenlaus bjór

Post by hrafnkell »

Fyrir áhugasama þá tók ég clarity ferm með í sendingunni frá white labs. Kostar 400kr.
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Glútenlaus bjór

Post by Funkalizer »

http://www.whitelabs.com/ wrote:APPLICATIONS:

1) To increase the collodial stability of beer by reducing chill haze.
2) Producing gluten reduced beers in beers made from barley and wheat.
"Kúnninn" minn myndi aldrei tala við mig aftur ef ég reyndi að gefa honum eitthvað sem væri bara gluten reduced.
Þetta og brown rice extract verður bara að vera á innkaupalistanum mínum í næstu Ameríkuferð, hvenær sem hún verður ;)

Dúndra síðan í einhvern vel humlaðan til að fela bragðið af Sorghuminu sem lekur í gegn.
Skilst að það sé ekkert brjálað gott.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Glútenlaus bjór

Post by hrafnkell »

Funkalizer wrote:
http://www.whitelabs.com/ wrote:APPLICATIONS:

1) To increase the collodial stability of beer by reducing chill haze.
2) Producing gluten reduced beers in beers made from barley and wheat.
"Kúnninn" minn myndi aldrei tala við mig aftur ef ég reyndi að gefa honum eitthvað sem væri bara gluten reduced.
Þetta og brown rice extract verður bara að vera á innkaupalistanum mínum í næstu Ameríkuferð, hvenær sem hún verður ;)

Dúndra síðan í einhvern vel humlaðan til að fela bragðið af Sorghuminu sem lekur í gegn.
Skilst að það sé ekkert brjálað gott.
Þetta kemur líka fram á whitelabs.com:
A Clarity-Ferm treated beer made from barley or wheat usually tests below 20 ppm of gluten, the current international standard for gluten free.
Ég ætla samt ekkert að þræta fyrir þetta - bara koma upplýsingunum áfram :)

Ég tek prufusendingu af sorghum sýrópi einhvertíman í lok sumars, vonandi kaupir það einhver og gefur mér hoppy sorghum bjór til að smakka :)
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Glútenlaus bjór

Post by Sindri »

Hefur einhver af ykkur náð að brugga glútenlausan bjór sem bragðast ágætlega ?
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Glútenlaus bjór

Post by æpíei »

Ég ætlaði mér alltaf að fylgja þessu eftir. Þessi glútenlausi bjór stórbatnaði við smá geymslu. Hann varð allur meira í jafnvægi og alveg ágætur til drykkju. Þó er dálítið mikið botnfall í honum. Þannig að ég myndi segja að þetta væri success. Ég hef verið í smá bruggpásu en nú er annar Pale Ale glútenlaus á dagskrá hjá mér. Set kannski inn meira um hann þegar ég ræðst í hann.

p.s. sá að Skúli var með glútenlausan bjór á krana um daginn frá To-Öl að mig minnir. Vonandi verður það fastur bjór hjá þeim svo hægt sé að fara út og fá sér einn með glútenóþolnum vinum :)
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Glútenlaus bjór

Post by Funkalizer »

Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um minn.
Hann er alveg ágætur á bragðið en ég get ekkert endilega sagt að þetta sé góður bjór.
Meira svona eins og fínn, humlaður cider...
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: Glútenlaus bjór

Post by astaosk »

Minn var ágætur á tímabili... meðan að þurrhumlunin var enn mjög fersk - núna eru humlarnir farnir að dofna og einmitt sorghum óbragðið komið aftur í gegn...
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Glútenlaus bjór

Post by Sindri »

Er nokkuð einhver af ykkur sem á 1 flösku af glútenlausum sem ég mætti láta glútenóþolsvininn smakka ?
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Post Reply