Fyrsta lögn og sykurmagn

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Jökull
Villigerill
Posts: 18
Joined: 11. Jan 2015 19:24

Fyrsta lögn og sykurmagn

Post by Jökull »

Halló
Ég var að gera mínu fyrstu lögn í gær og var aðeins í vafa með framhaldið. Vonandi getur einhver snillingur stýrt mér í rétta átt.

Þar sem virturinn er kominn í gerjun er lítið annað að bíða næstu dagana en var að velta fyrir mér með sykurinn áður en bjórinn fer á flöskur. Vísanirnar tala um ákveðið magn sykurs pr líter af bjór. Er verið að miða við allt magnið sem er í gerjunarfötunni (líka það sem sest á botninn) eða nýtanlegt magn (þe allt nema botnfallið)?

Annað sem ég var að spá, þar sem ég maskaði og sauð í tvennu lagi (komst ekki í nógu stóran pott, stendur til bóta) var uppgufunin eitthvað meiri (2 suður virkar eins og stærra yfirborð, er það ekki eðlisfræði sem gengur upp?) og ég hefði eflaust getað fengið meiri vökva úr meskipokunum þá enda ég með tæpa 18 lítra í gerjun (byrjaði með 27). Hverju má ég búast við að það breyti um bragð og gæði?
I gerjun: PUNK
A flösku: Rouge Amber ale og Zombie Dust
A kút: :(
Næst: Alt, cream, ljósöl, hveitbjór...
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Fyrsta lögn og sykurmagn

Post by helgibelgi »

Sæll Jökull

Varðandi sykurinn, þá reiknarðu með því magni sem er nýtanlegt, þ.e. dregur botnfallið frá (eða sérð hvað þú endar með í átöppunarfötuna). Fínt að nota reiknivél til að reikna út sykurinn t.d. þessa hér: http://www.brewersfriend.com/beer-priming-calculator/
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Fyrsta lögn og sykurmagn

Post by æpíei »

Sæll Jökull, gaman að hitta þig á fundinum á mánudag. Ef þú ert með minni vökva en þú áætlaðir vegna uppgufunar getur hann verið með hærra OG en þú ætlaðir. Það má alltaf bæta hreinu vatni í gerjunarfötuna fyrir gerjun til að ná réttu OG. Annars verður bjórinn mögulega hærri í áfengismagni, eða í versta falli að gerið nái ekki að klára sykurinn. Sama á við um biturleika því humlamagn er miðað við áætlað lokamagn virtar. Að auki ef þú nærð ekki öllum vökvanum úr meskipokanum ertu með of lítinn vökva til að byrja með svo humlamagn skv uppskriftinni er þá líklega of mikið.

Þetta lærist og slípast til hjá þér. Það er engin hætta á að bjórinn skemmist við þetta. Hann verður kannski ekki alveg eins og ætlað var en hann verður samt góður :skal:
User avatar
Jökull
Villigerill
Posts: 18
Joined: 11. Jan 2015 19:24

Re: Fyrsta lögn og sykurmagn

Post by Jökull »

Sælir báðir og takk fyrir!

Skemmtilegur fundur og gaman að prófa mjöðinn (þessi sem þú kallaðir gamaldags var nokkuð góður)!

Skv. uppskriftinni átti ég að fá OG 1.051 en fékk 1.056. Líkur eru þá á að hann verði lítið eitt sterkari og jafnvel bragðmeiri? Það má vel lifa við það.
Klikkið með meskipokana var að ég var ekki búinn að hugsa fyrir því að geta hengt þá eða álíka til að renna úr þeim, að halda og kreista heita pokana var ekki að ganga nógu vel :)

En það bubblar í fötunni þannig að ég bíð bara spenntur (mér er strax farið að finnast það erfitt, hvernig ætli maður verði eftir 2-3 vikur...).
I gerjun: PUNK
A flösku: Rouge Amber ale og Zombie Dust
A kút: :(
Næst: Alt, cream, ljósöl, hveitbjór...
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Fyrsta lögn og sykurmagn

Post by helgibelgi »

Jökull wrote:Sælir báðir og takk fyrir!

Skemmtilegur fundur og gaman að prófa mjöðinn (þessi sem þú kallaðir gamaldags var nokkuð góður)!

Skv. uppskriftinni átti ég að fá OG 1.051 en fékk 1.056. Líkur eru þá á að hann verði lítið eitt sterkari og jafnvel bragðmeiri? Það má vel lifa við það.
Klikkið með meskipokana var að ég var ekki búinn að hugsa fyrir því að geta hengt þá eða álíka til að renna úr þeim, að halda og kreista heita pokana var ekki að ganga nógu vel :)

En það bubblar í fötunni þannig að ég bíð bara spenntur (mér er strax farið að finnast það erfitt, hvernig ætli maður verði eftir 2-3 vikur...).
Besta lausnin sem ég veit um við smakkspennu er að brugga meira (og svo meira (og svo enn meira)) :beer:
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Fyrsta lögn og sykurmagn

Post by drekatemjari »

Ég stunda Dunk Sparging.
Ég hita 12 lítra af vatni upp að suðu og helli yfir í kælibox sem ég fékk á 2.000kr í húsasmiðjunni. (mjög primitive kælibox).
Síðan hita ég upp 20L af meskivatni og meski í suðutunnunni 45-60 mín. Þegar meskingu er lokið tek ég meskipokann upp úr suðutunnunni og skelli í kæliboxið þar sem vatnið er rúmlega 80C. Eftir að ég hræri vel í er hitinn í kæliboxinu með korninu í kringum 72-75C sem er fínt mashout hitastig. Þannig náði ég að hífa nýtnina á systeminu mínu upp um nokkur prósent án teljandi vandræða og nú þarf ég ekki að halda meskipokanum uppi eða kreista hann.
Á meðan korinið er í mashout í kæliboxinu byrja ég að sjóða vökvann í suðutunnunni (yfirleitt í kringum 14-15L) og eftir uþb 10 mín mashout nota ég plastkönnu með handfangi til að hella virtinum varlega úr kæliboxinu yfir í suðutunnuna og næ þannig uþb 26L í preboil.
Post Reply