Varmaskiptir

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
barasta
Villigerill
Posts: 17
Joined: 16. May 2013 13:11

Varmaskiptir

Post by barasta »

Sælir

Er einhver með reynslu af því að nota varmaskiptir við kælingu á bjórnum eftir suðu ?
Er orðinn ansi þreyttur á þessum bíðtíma sem kælingin tekur í dag hjá mér.
Foss Brewery
_______________________
Tían (APA), í gerjun
Zombie Dust, clone, í gerjun
flokason
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 5. Dec 2012 23:12

Re: Varmaskiptir

Post by flokason »

Sæll,

Flestar aðferðir sem fólk notar er með einhverriútgáfu af varmaskipti. Hvernig ertu að kæla núna?

Tvö helstu tólin sem fólk notar er Immersion chiller og svo plate chiller (svo heimasmíða margir counter-flow chiller, sem virkar basicly eins og plate chiller) og ég myndi kalla þau bæði varmaskipta

Það eru kostir og gallar með báðum þessum tólum, ég myndi segja að Immersion chiller væri meira "fool-proof". Með plate chiller þá er smá vesen að þrífa hann og sótthreinsa, humla agnir geta líka stíflað hann.

Immersion chiller er alveg imba-proof, en þú hendir honum bara út í síðustu 15min af suðunni, þá sótthreinsast hann. Með því að hafa stóran immersion chiller og geta haft hreyfingu á virtinum meðan þú ert að kæla, annaðhvort með pumpu eða hreinlega bara hræra með stórri skeið þá nærðu að kæla þetta alveg helvíti fljótt
Á kút:
Imperial Stout, Kölsch, Bock, Quad, Saison, Hoppy Saison, Tripel, Märzen, Brett IPA & Tripel
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Varmaskiptir

Post by rdavidsson »

Þegar ég byrjaði í þessu þá byrjaði ég með Immersion chiller með ágætis árangri. Ég breytti honum svo yfir í Coutnerflow Chiller, en þá nær maður að kæla úr 100°C niður í 20°C strax ofan í gerjunarfötu.

Um daginn uppfærði ég svo upp í stærri CFC þar sem ég er kominn með Chugger pump. Núna kæli ég 23L batch úr 100°C niður í 20°C á 5 mínútum!:
http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=3284" onclick="window.open(this.href);return false;
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
barasta
Villigerill
Posts: 17
Joined: 16. May 2013 13:11

Re: Varmaskiptir

Post by barasta »

Er að nota " Immersion chiller" en var að spá í að skipta yfir í "Plate Wort Chiller"
Maður gæti þá slegið 2 flugur í einu höggi. Hitað upp kalda vatnið fyrir meskjun og svo notað hann til að kæla niður bjórinn eftir suðu.
Er einhver með reynslu af því að nota "Plate Wort Chiller" ?
Foss Brewery
_______________________
Tían (APA), í gerjun
Zombie Dust, clone, í gerjun
flokason
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 5. Dec 2012 23:12

Re: Varmaskiptir

Post by flokason »

Þú getur líka notað Immersion chiller (IC) til að hita upp vatnið fyrir meskjun :)

Ef ég er að flýta mér, þá hendi ég IC út í meskivatnið og læt heitt vatn renna um hann, sem og hef auðvitað kveikt á hitaelementinu á sama tíma.

Ég er þá alveg hryllilega fljótur að hita vatnið upp í meskihita

EDIT:
Brew.is tók inn nokkra Blichmann Plate chillers sem hafa verið seldir, svo það er reynsla af því á klakanum.

Það þarf auðvitað pumpu til að geta notað plate chiller.

Hvað ertu annars lengi að kæla með þínum IC, með öflugum IC og pumpu/hræra þá áttu alveg að komast í 10-20 mín auðveldlega. Maður hefur séð suma fara niður í 5 mín með IC meiraaðsegja.
Það er frekar töff whirlpool lausn hérna: http://www.mrmalty.com/chiller.php" onclick="window.open(this.href);return false;
En það þarf að nota pumpu til að geta fengið þetta whirlpool
Á kút:
Imperial Stout, Kölsch, Bock, Quad, Saison, Hoppy Saison, Tripel, Märzen, Brett IPA & Tripel
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Varmaskiptir

Post by Eyvindur »

Ég er að nota plate chiller. Mjög ánægður með hann. Ég læt hann ganga í hringrás og mæli reglulega hitastigið á vökvanum sem er að koma út. Þegar hitastigið í pottinum er komið niður fyrir 70°C og ég er búinn að stilla það sem kemur út úr chillernum niður fyrir 20°C læt ég þetta renna í föturnar. Afar fljótlegt og þægilegt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
barasta
Villigerill
Posts: 17
Joined: 16. May 2013 13:11

Re: Varmaskiptir

Post by barasta »

Hvað ertu með stóran plate chiller ?
Foss Brewery
_______________________
Tían (APA), í gerjun
Zombie Dust, clone, í gerjun
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Varmaskiptir

Post by hrafnkell »

Ég á blichmann therminator til sölu btw. Flutti inn nokkra í blichmann sendingunni sem kom í sumar.
User avatar
barasta
Villigerill
Posts: 17
Joined: 16. May 2013 13:11

Re: Varmaskiptir

Post by barasta »

Hvað kostar hann hjá þér Hrafnkell ?
Foss Brewery
_______________________
Tían (APA), í gerjun
Zombie Dust, clone, í gerjun
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Varmaskiptir

Post by hrafnkell »

Therminator kostar 32.000kr eins og er.
Post Reply