Búðu til þína eigin segul-hrærara (stir-plate)

Í þessari umræðu birtast greinar sem byggðar eru á fræðsluerindum á mánaðarfundum Fágunar. Ekki er ætlast til að hér séu settar inn spurningar eða beiðni um aðstoð. En öllum er frjálst að kommenta á greinarnar og koma með frekari fróðleik og ábendingar.
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Búðu til þína eigin segul-hrærara (stir-plate)

Post by æpíei »

Kynning þessi var flutt á mánaðarfundi Fágunar þann 1. september 2014. Hún er fyrsta af 3 um hvernig búa á til ger starter með segul-hræru og endurnýta ger.


Hvað eru segul-hrærari ("stir-plate") og segul-hræra ("stir-bar")?

Segul-hrærari eða “stir-plate” er tæki sem getur viðhaldið stöðugri hræringu á vökva án þess að til komi bein snerting við vökvann. Þetta virkar þannig að seglar eru á stöðugum snúningi undir glerglasi, hvar í er vökvinn sem skal hræra. Ofan í vökvann er svo sett segul-hræra eða “stir-bar” sem er venjulega plasthúðaður pinni með segli innan í.

Segul-hrærinn og segur-hræran vinna á því konsepti að seglar draga að sér öfugan pól. Seglar eru ýmist norður eða suður póll. Norður dregur að sér suður, og suður dregur að sér norður. Í segul-hræraranum er einn flatur segull (eða tveir seglar með sitthvorn pólinn upp á við) sem getur snúist í lágréttu plani. Í segul-hrærunni er einn segull með norður og suður enda.

Myndin hér að neðan sýnir þversnið segul-hrærara og segul-hræru sem er ofan í Erlenmeyer flösku þar ofan á (mynd er ekki í skala). Ef seglarnir í segul-hræraranum eru kjurrir og segul-hræran er sett fyrir ofan þá, þá læsist segul-hræran þannig að suður póll hennar er fyrir ofan segulinn með norður pólinn upp, og öfugt.
Stir plate 1.jpg
Stir plate 1.jpg (38.38 KiB) Viewed 17165 times
Ef seglinum í hræraranum er nú snúið í láréttu plani, þá mun segul-hræran snúast með, því norður/suður endi hennar er læst inn á öfugan pól á seglunum í segul-hræraranum. Sé snúningurinn nógu hraður myndast svo kallað "vortex" í vökvanum þegar vökvinn fer að snúast um lóðréttan ás sem er beint upp af miðri segul-hrærunni. Sé vortexi viðhaldið eru góð skilyrði í vökvanum til að rækta "starter", en það verður einmitt viðfangsefni næstu greinar í seríunni.
Vortex.JPG
Vortex.JPG (93.59 KiB) Viewed 17165 times

Hvernig á að útbúa “stir-plate”

Til að gera segul-hræru þarf því að útbúa tæki þar sem einn flatur segull með norður og suður pól, eða tveir minni seglar með pólana á sitthvorum fletinum, eru látnir snúast í láréttu plani þannig að ofan á það megi setja flösku sem í er settur vökvinn sem skal hræra í. Ofan í vökvann er svo sett segul-hræran. Fjarlægðin milli seglanna þarf að vera það lítil að segul-hræran dragist vel að seglum hrærarans.

Útbúnaðarlisti
• Kassi, það má nota alls konar kassa, helst úr plasti eða við
• Tölvuvifta, 12 volta og sem passar ofan í kassann
• Spennir, 9 til 12 volt
• Stilliviðnám, línulegt, ca 500 ohm
• Vírar
• Ýmsir boltar, rær og skinnur
• Lóðbolti (eða vinur sem á lóðbolta)
• Flatur tvípóla segull eða 2 minni seglar
• Lím
• Segul-hrærur og Erlenmeyer flösku

Byrja skal á því að líma segulinn/seglana ofan á viftuna, þannig að pólar seglanna eru í öfugum fasa. Passa sig að hafa bilið á milli þeirra nokkurn veginn jafnt og lengdin er á sægul-hrærunni. Ef þú ert með 2 litla segla er einfaldast að setja þá á segul-hræruna, því þá festast þeir í bestu stöðu við segulinn í hrærunni, setja svo lím á þá og festa á viftuna. Passa skal þó að líma seglana nokkurn veginn í miðjuna á viftunni, því annars kemur slag í hræruna.

Næst er að festa viftuna í kassann með boltum, róm og skinnum, þannig að seglarnir á viftunni eru mjög nálægt lokinu á kassanum, án þess þó að snerta það. Það er mikilvægt til að það verði góð tenging við segul-hræruna sem kemur þar ofan á.

Þá er að tengja rafmagnið. Setjið annað hvort innstungu á kassann sem passar á tengið á spenninum, eða beintengið spenninn við viftuna. Tengið mínusinn á spenninum við mínusinn á viftunni. Tengið plúsinn á spenninum við miðjuna á stilliviðnáminu, og útganginn á stilliviðnáminu við plúsinn á viftunni.
Tengja segulhræru.jpg
Tengja segulhræru.jpg (46.58 KiB) Viewed 17165 times
Þetta er einfaldasta útgáfa af segulhræru. Það er hægt að gera mun betri útgáfu með smá regulator á strauminn. Sjá t.d. þessa síðu http://www.stirstarters.com/instructions.html" onclick="window.open(this.href);return false; hvernig má búa til betri hraðastýringu með því að gera rásarteikningu sem sýnd er hér að neðan.
Schematic.jpg
Schematic.jpg (28.36 KiB) Viewed 17165 times
Að þessu loknu ætti segul-hrærarinn að líta út n.v. svona: Myndin er fengin af fagun.is og sýnir nokkrar segul-hrærara sem meðlimir hafa smíðað.
Hræra.jpg
Hræra.jpg (67.9 KiB) Viewed 17165 times
http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=26 ... ate#p21905" onclick="window.open(this.href);return false;

Flest alla rafeindahluti og segla sem þarf er hægt að fá í Íhlutum í Skipholti. Kostnaður er breytilegur, en oft er hægt að nota eldri hluti sem leynast í geymslunni.

Segul-hrærur er hægt að fá í Cetus ehf. Þær kosta 4000 kr. fyrir 10 stykki í pakka.

2 lítra erlenmeyer flösku er hægt að fá hjá brew.is. Einnig er Cetus ehf. með nokkrar slíkar í 1l og 2l lítra stærðum, jafvel stærri. Þær eru eitthvað dýrari en þær hjá brew.is, en eru úr þynnra gleri ef það skiptir máli.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Búðu til þína eigin segul-hrærara (stir-plate)

Post by Maggi »

Takk fyrir góða grein. Alltaf gaman að svona.

Ég vil bara benda á eitt. Nú er þetta algjör tittlingaskítur en ég hef tekið eftir algengri villu á orðahugtökum á segulhræru hér á síðunni. Nú hefur þetta verið notað í tugi ára af raunvísindamönnum á Íslandi og alltaf er bara talað um segulhræru og segul.

Semsagt
Stir plate = segulhræra
Stir bar = segull

Kveðja,
Maggi
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Búðu til þína eigin segul-hrærara (stir-plate)

Post by æpíei »

Takk fyrir þessa athugasemd. Ég er ekki menntaður í efna- eða líffræði og hef því ekki notað þessi tæki faglega. Veit því ekki hvaða íslensk orð eru almennt notuð. Þegar ég fór í Cetus og bað um "stir-bar" þá seldi hann mér það sem "segulhræra". Ég gerði því ráð fyrir að það væri hugtakið sem er notað yfir plastpinnan með seglinum innan í. Hitt orðið bjó ég eiginlega til. Það er kannski best að halda sig við ensku hugtökin. Ég vona bara að þessi grein skiljist þrátt fyrir það og einhver hafi gagn af :)
hedinn
Villigerill
Posts: 9
Joined: 13. Jan 2014 15:36

Re: Búðu til þína eigin segul-hrærara (stir-plate)

Post by hedinn »

Takk fyrir þetta, mjög áhugavert :)

Ein spurning: Hvað gerir maður svo við segulinn (stir-bar) þegar það á að hella gerinu út í virtinn? Er hann veiddur upp úr áður eða hellist hann bara með út í virtinn, og kemur í leitirnar eftir gerjun?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Búðu til þína eigin segul-hrærara (stir-plate)

Post by æpíei »

Þetta er góð spurning. Margir hafa eflaust sína aðferð við þetta, en það sem hefur reynst mér best er að hafa auka segla og nota þá til að halda hrærunni fastri þegar ég helli úr flöskunni.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Búðu til þína eigin segul-hrærara (stir-plate)

Post by hrafnkell »

Jebb. Segull utan á til að halda honum í flöskunni.
Post Reply