Underpitching?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
abm
Villigerill
Posts: 13
Joined: 23. Jan 2013 22:12

Underpitching?

Post by abm »

Smá pælingar sem ég er með hausnum varðandi pitching rates. Reiknivélarnar sem maður notar helst, Mr. Malty og BeerSmith, gefa upp ákveðna tölu af gerfrumum sem þarf í tiltekna gerjun. Nú finnst mér þessar vélar alltaf gefa upp talsvert hærra en maður er í raun að pitcha. Tökum sem dæmi: Í gær var ég að leggja í bjór sem endaði í 1.053 OG. Í þessu tilviki hikar maður ekki við að pitcha einum pakka af US-05 í 26 lítra og ekkert rugl. Þegar ég slæ þessu inn í Mr. Malty gefur hann mér að til verksins þurfi 1.2 pakka af þurrgeri og BeerSmith segir að ég þurfi 250 ma sella á meðan pakkinn innihaldi max 180 ma sella m.v. 90% viability. Síðasti bjór sem ég gerði var svipaður og fór niður í 1.010 FG, sem er eins og til var stofnað. Nú sýnist manni að það er greinilega í lagi að pitcha minna en þessar reiknivélar leggja til og þá spyr maður sig, hvað er óhætt að fara langt undir þessar ráðleggingar, þ.e. hversu langt getur maður tekið "þetta-reddast" hugsanaháttinn? Hafa menn einhverjar reynslusögur um hvað þeim hefur tekist að fullgerja stóran bjór á einu þurrgersbréfi?
Gerir þetta ekki ráð fyrir fjölgun gersins í virtinum sjálfum (trúi nú varla slíkri skammsýni upp á þessa sérfræðinga)? :fagun:
-------------------------------------------------------------------
Í gerjun: Ekkert.
Á flöskum: Jólabjór 2014 - Dökkur ESB, Citra Pale Ale. Mojito Wit, Bosco (American Stout), 5am Saint klón
Á næstunni: ?
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Underpitching?

Post by Plammi »

Hef oft séð talað um 1060-1065 sem skynsamleg takmörk fyrir einn pakka af þurrgeri, hef miðað við það sjálfur með góðum árangri. Sumir ganga jafnvel enn lengra (hæðsta talan sem ég hef séð er 1085).
Ef þú bleytir upp í gerinu áður en þú setur út í virtinn þá þarftu að hafa enn minni áhyggjur af þessu.
Skortur á súrefni í byrjun gerjunar og of lágt hitastig er eitthvað sem veldur meiri vandræðum heldur en smá underpitching.

Þessar reiknivelar gera ráð fyrir fjölgun í virtinum sjálfun, en útreikningurinn er meira upp á að fjölgunin sé ekki undir of miklu álagi. Ef gerið þarf að fjölga sér meira og/eða hraðar en því þykir eðlilegt þá færðu aukabragð sem oftast er óæskilegt.
Frægasta undantekningin á þessu er Weihenstephaner gerið. Þar vill maður undirpitcha til að fá estera sem myndast við þetta mikla álag. Esterarnir frá þessu geri gefa meðal annars þennan skemmtilega bananakeim sem það er þekkt fyrir.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Underpitching?

Post by hrafnkell »

Tek undir þetta með plamma. Ég miða venjulega við ~1070 með einn pakka af þurrgeri, og ég bleyti alltaf upp í því.
Post Reply