Hátt FG

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
KariP
Villigerill
Posts: 21
Joined: 10. Sep 2012 19:39

Hátt FG

Post by KariP »

Sælir.

Ég er með bee cave, endaði með 16 lítra (léleg nýtni, veit ekki hvað fór úrskeiðis!)

OG var 1.051 , Nú hefur ekki búbblað í nokkra daga og ég ætlaði að athuga gravityið viku síðar og það er 1.020.

Er það eðlilegt, eða á ég að bíða viku í viðbót/bæta við geri? Ég er með þetta í 20 gráður.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Hátt FG

Post by æpíei »

Gefðu þessu tíma. 2 vikur eru yfirleitt minnst, stundum 3. Ef það lækkar ekki gætu verið margir aðrir þættir ,svo sem hiti í meskingu, gerjunarhiti og magn gers. Það síðarnefnda ætti samt ekki að vera málið hér mv magn og OG. En sjáðu til síðar. Þessi bjór mun samt eflaust bragðast vel. :skal:
KariP
Villigerill
Posts: 21
Joined: 10. Sep 2012 19:39

Re: Hátt FG

Post by KariP »

Gerjast þetta í einhverju mælanlegu formi þó það bubbli ekkert?
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Hátt FG

Post by Plammi »

KariP wrote:Gerjast þetta í einhverju mælanlegu formi þó það bubbli ekkert?
Jájá. besti mælikvarðinn á hvort gerjun sé lokið er að ef SG er það sama eftir sirka 3 daga frá síðustu mælingu þá er stopp.

En ertu með meiri upplýsingar, þá sérstaklega hvað meskihitastigið var?
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
KariP
Villigerill
Posts: 21
Joined: 10. Sep 2012 19:39

Re: Hátt FG

Post by KariP »

Meskihitastigið var 67 gráður, sama og í skjalinu á brew.is. Meskjaði bara í pottinum í poka. setti upp smá hita þegar helmingurinn var búinn, en fór ekkert sérstaklega yfir 67 að mig minnir.
HKellE
Villigerill
Posts: 24
Joined: 28. Dec 2013 12:32

Re: Hátt FG

Post by HKellE »

Þú getur tekið 1/2 Lítra, sett í 2L kókflösku og sett helling af geri í (1/2 pakki af US-05) og "force fermentað" það. Kreystu flöskuna þannig að lítið loft sé eftir og hertu tappann á. Ef hún þenst út þá er eitthvað að gerast.
Ef SG lækkar þá þarftu að bæta við ger, ef ekkert gerist þá klúðraðist mesking af einhverri ástæðu
Post Reply