Tri-centennial IPA, þurhumlun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Tri-centennial IPA, þurhumlun

Post by eddi849 »

Er með 23 lítra í gerjun af Tri-centennial IPA bjórnum frá Hrafnkelli á brew og ég ætla ég mér að taka 3-4 L frá þegar ég set í secondary og þurhumla hann ekki en gera það við hina 19-20 lítrana. Í uppskriftin segir til um að setja 29 gr Centennial humlum. En það sem ég er með minni bjór ætti ég ekki að minka magnið af humlunum???
Hef ekki þurhumlað áður og það verður forvitnilegt að sjá muninn :beer:
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Tri-centennial IPA, þurhumlun

Post by æpíei »

Þú getur minnkað magnið í sem nemur 19/23=82% af upprunalega magninu. En það er ekki allt. Uppskriftin nefnir humlana en það má vera að þínir humlar hafa annað alfa gildi en þeir sem notaðir voru af höfundi uppskriftarinnar. Mismunandi árgangar af sömu humlum hafa mismunandi alfa. Og svo dofna humlar með aldri og geymslu. Þannig að svarið er: það fer eftir ýmsu. Ég myndi bara setja sama magn og uppskriftin segir. Þurrhumlun breytir ekki bragði, bara lykt. Fyrir IPA er aukin lykt bara yfirleitt plús :skal:
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Re: Tri-centennial IPA, þurhumlun

Post by eddi849 »

U,þ.b. 70% bragðs kemur af lykt, þess vegna getur fólk ekki greint hvað það er að borða þegar lyktarskynið er tekið í burtu. Einföld tilraun til að prófa heima ;)
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Tri-centennial IPA, þurhumlun

Post by Eyvindur »

Alfasýrurnar breyta náttúrulega engu í þurrhumlun.

En maður er aldrei með of mikið af humlum í þurrhumlun. Láta vaða, bara.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Re: Tri-centennial IPA, þurhumlun

Post by eddi849 »

okei, er þetta þá einungis upp á lykt ?
PS takk fyrir svörin :)
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tri-centennial IPA, þurhumlun

Post by hrafnkell »

Nei þurrhumlun gefur líka bragð.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Tri-centennial IPA, þurhumlun

Post by Eyvindur »

Já, en enga beiskju.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Tri-centennial IPA, þurhumlun

Post by drekatemjari »

29 grömm eru alls ekkert of mikið fyrir 19-20L lögn.
Skelltu þessu öllu út í, engin ástæða til að fara 10000% eftir uppskriftinni enda um IPA að ræða þar sem humlarnir eru í aðalhlutverki.

Hér er grein úr BYO (brew your own) um hvaða áhrif hitastig og tími hefur á humla-lykt og bragð.
Aðallega rætt um Hop Stand en einnig um þurhumlun og hver munurinn er á því að draga olíuna (e. essential oils) úr humlunum með mismunandi aðferðum.
Aðferðirnar hafa mismunandi áhrif á bragð, beiskju og lykt.

http://byo.com/component/k2/item/2808-hop-stands" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Post Reply