Märzen Oktoberfest

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Bjoggi
Kraftagerill
Posts: 87
Joined: 17. Mar 2014 19:37

Märzen Oktoberfest

Post by Bjoggi »

Kæra Fágun,

Nú eftir að hafa sett saman 10 lagnir af ýmsu öli. American pale ale, IPA og nokkuð áhugaverða Black IPA tilraun. Nú er kominn tími á að ofmetnast.

LAGER

Keypti lítinn frysti skáp á bland.is sem var auglýstur 10 ára gamall. Eftir nánari skoðun þá er hann "Made in USSR".
Allt í lagi með það þar sem hann er vel með farinn og virkar fínt.
https://www.dropbox.com/s/2ebn9m0dxoyf2 ... .53.01.jpg
Grunnuppskriftin verður eitthvað á þennann veg:
5 gallons/19 liters, all grain; OG = 1.060 FG = 1.014; SRM = approx. 13 IBU = 25; ABV = approx. 5.8%

Ingredients

10.67 lbs. (4.8 kg) pale two-row (2° L)
1.3 lbs. (0.58 kg) dark Munich (20° L)
0.50 lb. (0.23 kg) crystal (60° L)
5.6 AAU Hallertauer or Mt. Hood hops
(bittering) (1.3 oz./36.4 g of 4.3% alpha acid)
0.6 oz. (16.8 g) Tettnanger hops (flavor)
0.3 oz. (8.4 g) Tettnanger hops (aroma)
Wyeast 2206 (Bavarian Lager), Wyeast 2308 (Munich Lager), White Labs WLP838 (Southern German Lager), or White Labs WLP920 (Old Bavarian Lager) yeast
1/2 cup DME or corn sugar

Stóra spurningin er hvaða ger skal nota. Uppskriftin nefnir nokkra sem er(að ég held) erfitt að nálgast hérna á klakanum.
Hefur einhver reynslu til að deila?

Einnig spurning með double decoction er þetta eitthvað sem maður þarf að pæla í til að fá melanoidins eða er nóg að auka suðutímann?

kv,
B
Í gerjun: Sílalækur - CaraAmber Ale, Oktober-Marzen
Á krana: Sam Adams Clone, Citra BIPA,
Á flöskum: Ekkert
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Märzen Oktoberfest

Post by æpíei »

Brew.is mun örugglega verða með pöntun á blautgeri á næstunni. Ef þú getur ekki beðið þangað til skaltu bara nota S-23 lager þurrgerið.

http://www.brew.is/oc/Ger/Fermentis_S-23" onclick="window.open(this.href);return false;
Bjoggi
Kraftagerill
Posts: 87
Joined: 17. Mar 2014 19:37

Re: Märzen Oktoberfest

Post by Bjoggi »

Var einmitt að spá í því en hvernig er með ávaxta/Ester bragð sem kemur af s23?
Í gerjun: Sílalækur - CaraAmber Ale, Oktober-Marzen
Á krana: Sam Adams Clone, Citra BIPA,
Á flöskum: Ekkert
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Märzen Oktoberfest

Post by æpíei »

Hvert ger hefur sinn eiginleika. Sérhvert ger hefur jafnvel mismunandi eiginleika eftir gerjunarhita, magni og tíma. Þannig að þessu er ekki auðvelt að svara.

Ég verð að viðurkenna ég þekki ekki þessi lager ger. Hvaða nákvæma karakter þetta þurrger í samanburði við blautgerin sem þú nefnir gefur get ég bara ekki sagt þér.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Märzen Oktoberfest

Post by Eyvindur »

Ég hef einu sinni gert lager, og þá notaði ég W-34/70 þurrger frá Fermentis. Ég var svakalega ánægður með það. Mjög clean og flott ger. Örugglega fínt í octoberfest.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Bjoggi
Kraftagerill
Posts: 87
Joined: 17. Mar 2014 19:37

Re: Märzen Oktoberfest

Post by Bjoggi »

Frábært þá skellir maður sér á það.
Í gerjun: Sílalækur - CaraAmber Ale, Oktober-Marzen
Á krana: Sam Adams Clone, Citra BIPA,
Á flöskum: Ekkert
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Märzen Oktoberfest

Post by hrafnkell »

Ég hallast að 34/70 einmitt í lager frekar en s23. Hef verið mikið sáttari við niðurstöðuna með því.

Ég fer að safna í blautgerspöntun nú á næstu dögum, miða við að taka hana inn í lok ágúst sennilega.
Bjoggi
Kraftagerill
Posts: 87
Joined: 17. Mar 2014 19:37

Re: Märzen Oktoberfest

Post by Bjoggi »

Já endilega, ég er til í blautger. Hvað geymist það lengi?
Í gerjun: Sílalækur - CaraAmber Ale, Oktober-Marzen
Á krana: Sam Adams Clone, Citra BIPA,
Á flöskum: Ekkert
Post Reply